Á því herrans ári

apr 25, 2017

2011_4_HÍ_00601

Helgi Ívarsson

Mánudaginn 1. maí 2017 opnar ný sýning í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Hún nefnist Á því herrans ári.  Á sýningunni er varpað ljósi á myntsafn Helga  Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009) en hann var myntsafnari  mikill og arfleiddi Héraðsskjalasafn Árnesinga að myntsafni sínu að sér  gengnum. Er myntsafn Helga fágætt að gæðum.  Til sýnis eru ýmsar myntir og ljósi varpað á söguna þegar myntin var slegin.
Á því herrans ári er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og  Byggðasafns Árnesinga.  Sýningin opnar kl 16 þann 1. maí og stendur til 28. maí. Opnunartími safnanna á Eyrarbakka er alla daga 1. maí til 30. september kl. 11-18.

 

Á_því_herrans_ár_2_aurari-00008