admin

1 2 3 7

Byggðasafn Árnesinga 70 ára

Á árunum eftir heimstyrjöldina síðari varð mikil umbylting í tækni og lífsgæðum fólks hér á landi. Var það á öllum sviðum mannlífsins. Gamla íslenska bændasamfélagið var óðum að hverfa og flutningar úr sveitum í þéttbýli.

Í Árnessýslu döfnuðu Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Árnesinga í ört vaxandi þéttbýli á Selfossi og sammælst var um nýja höfn í Þorlákshöfn sem Sýslunefnd Árnessýslu, skipuð helstu mönnum hvers hrepps, studdi mjög en Kaupfélag Árnesinga ruddi brautina. Landbúnaður var í sveitunum og við ströndina blómstruðu útgerðarstaðir á Eyrarbakka, Stokkseyri og síðan Þorláksöfn. Til urðu þéttbýliskjarnar með garðyrkju sem atvinnugrein og þeirra stærstur Hveragerði. read more

Í spor Ásgríms – fjölskylduleiðsögn

Fjölskylduleiðsögn í Húsinu á safnadaginn 18. maí

Í spor Ásgríms

Hvernig væri að stökkva örlítið aftur í tímann í Húsinu á Eyrarbakka og kynnast Ásgrími Jónssyni, sveitastráknum sem varð frægur listmálari? Á Alþjóðlega safnadeginum 18. maí kl. 11.00 munu safnverðirnir Ragnhildur og Linda bjóða upp á fjölskylduleiðsögn um ýmsa kima safnsins. Gestum gefst tækifæri til að feta í fótspor Ásgríms í Húsinu og kynnast bernskuárum hans í Flóanum. Ýmislegt verður brallað, skoðað og skapað. read more

Blómlegt vor á safni

Framundan er löng helgi á safninu og nóg um að vera. Vorið er komið og sannkölluð blómaparadís verður í fjárhúsi safnsins. Þar fá safngestir að setja fingur í mold og sá sumarblómum. Í Kirkjubæ verður póstkortasmiðja og gefst gestum tækifæri til að setjast niður, hugsa til vina og ættingja, skrifa póstkort sem við á safninu póstleggjum!

Allt efni er á staðnum. Smiðjurnar eru sjálfbærar og opnar á sama tíma og safnið!

Sýningin “Drengurinn, fjöllin og Húsið” um æsku og mótunarár Ásgríms Jónssonar listmálara er í Húsinu. Einnig er Eggjaskúrinn og Kirkjubær opinn. read more

Ásgrímsleiðin

Ásgrímsleiðin er uppástunga til ferðamanna um að þræða slóðir Ásgríms Jónssonar listmálara sem fæddist 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Upphaf leiðarinnar getur verið í Hveragerði, á Eyrarbakka eða í Reykjavík. Gestir leiðarinnar geta valið hvar þeir byrja og henni má jafnvel skipta á tvo daga. Ef lagt er af stað frá Eyrarbakka er upplagt að byrja á því að heimsækja Húsið og skoða sýninguna „Drengurinn, fjöllin og Húsið“ sem fjallar um hinn unga Ásgrím. Opið er yfir páskana alla daga kl 13.00-17.00. read more

Páskaopnun á safninu

Opið er í dymbilviku og frá skírdegi til annars í páskum kl. 13-17 í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ.

Í borðstofu er sýningin Drengurinn, fjöllin og Húsið og fjallar um æsku og mótunarár Ásgríms Jónssonar okkar þekktasta listmálara sem fæddur var í Rútsstaða-Suðurkoti í Flóa árið 1876. Í Húsinu var Ásgrímur vikapiltur um tíma og þar eignaðist hann sína fyrstu vatnsliti. Þaðan fór hann fullviss um að hann ætlaði að verða málari. Ásgrímur starfaði að myndlist allan sinn starfsferil en hann lést árið 1858 og er grafreitur hans í Gaulverjabæjarkirkjugarði. Sýningarhönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson. read more

Drengurinn, fjöllin og Húsið

Ásgrímur Jónsson listmálari í Húsinu á Eyrarbakka

Á páskasýningu safnsins, Drengurinn, fjöllin og Húsið, er fjallað um æsku og unglingsár Ásgríms Jónssonar listmálara. Ásgrímur var fæddur og uppalinn í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Æskustöðvar hans höfðu djúp áhrif á hann, hinn víðfeðmi fjallahringur, ljós og skuggar árstíðanna, útilegumannasögur á vökunni og hljóðið í briminu eru aðeins örfá atriði sem fylgdu honum ævina á enda og voru brunnur endurminninga sem hann gat sífellt sótt í. Í Húsinu á Eyrarbakka var Ásgrímur vikapiltur um tíma. Fólkið í Húsinu sá þann efnivið sem í piltinum var og þar eignaðist hann sína fyrstu vatnsliti. read more

Safnaráð úthlutar styrkjum

Byggðasafn Árnesinga hlaut á dögunum verkefnastyrki frá Safnaráði í aðalúthlutun ársins 2023. Styrkirnir voru fjórir, einn til myndvæðingar í gagnagrunninn Sarp, annar til mótunar fræðslustefnu, sá þriðji til áhugaverðs verkefnis um Ásgrím Jónsson listmálara, Ásgrímsleiðarinnar í samstarfi við Listasafn Árnesinga, og sá fjórði var styrkur til eflingar varðveislu safnsins. Námu styrkirnir alls 4,8 milljónum króna og mun það fé koma sér vel. Á ljósmyndinni eru Lýður Pálsson safnstjóri Byggðasafns Árnesinga og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiparáðherra þegar styrkjunum var úthlutað í gær 13. febrúar. read more

Jólakveðja 2022

This gallery contains 10 photos.

Byggðasafn Árnesinga óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Nemendur Flóaskóla skreyttu safnatrén í ár

Ómissandi hluti af upptakti jólanna á Byggðasafni Árnesinga er samtarf safnsins og skóla í nærsamfélaginu. Í ár var unnið með nemendum 1.-4. bekkjar í Flóaskóla og er óhætt að segja að samstarfið hafi verið gjöfult.

Ragnhildur, safnvörður, heimsótti hópana í nóvember og afhenti þeim þjár eftirgerðir af jólatré frá Miðengi úr safneign. Við það tilefni var spjallað um jólin fyrr og nú, og hvað einkenndi hátíðina. Það stóð ekki á svörum áhugasamra nemenda og var stundin notaleg, fróðleg og skemmtileg. read more

Ljúf og notaleg jólastemning í Byggðasafni Árnesinga

Aðventan verður að venju ljúf á Byggðasafni Árnesinga. Jólasýning safnsins, barnabókastund, jólalegir langspilstónar og bókaupplestur höfunda er meðal þess sem gestir geta notið.

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga verður opin frá 13:00 – 17.00 helgarnar 26.-27. nóv, 3.-4. des. og 10.-11. des. Aðgangur ókeypis og opin músastigasmiðja alla daga. Í safnbúð verður kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til sölu og rennur allur ágóði sölunnar til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. read more

1 2 3 7