Lydur Palsson

1 2 3 14

Litla-Hraun – sögusýning

Í SEM AS 081tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efna fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Sýningin opnar á afmælisdeginum föstudaginn 8. mars kl. 17. Á sýningunni er sögð saga fangelsisins. Þróun á starfsemi Litla Hrauns sem stofnunnar er þar í forgrunni en auk þess er litið inní veröld fangavarða, fanga og samfélagsins í kring. Sýningin er byggð á ýmsum munum frá fangelsinu, ljósmyndum sem til eru og gagnorðum sýningartextum. read more

Gagnagrunnurinn sarpur.is

Sarpur forsíðumyndÞú lesandi góður getur með heimilistölvu þinni skoðað hvað finna má af íslenskum menningararfi í íslenskum söfnum og stofnunum með því að fara inn á vefinn www.sarpur.is.  Leita má að munum, ljósmyndum, listaverkum, fornleifum, húsum, örnefnalýsingum og þjóðháttum með því að fara inn á Sarp. Um 50 söfn eru aðilar að Sarpi sem þau reka saman í sérstöku rekstrarfélagi sem stofnað var 2002. Fyrir almenning fór vefurinn í loftið í maí 2013 en í áratug á undan höfðu aðildarsöfnin unnið í innri-vef Sarps að innfærslu gagna sem fjölgar dag frá degi. Rúmlega 1.200.000 færslur má finna í Sarpi í dag. Síðustu árin hafa söfnin keppst við að ljósmynda muni og skanna ljósmyndir til að mynd fylgi hverri færslu. Því verki er langt frá því lokið. read more

Kyndilmessustund í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar

Húsið veturByggðasafn Árnesinga heldur  upp á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar kl. 3. Dagskráin verður nokkuð óhefðbundin. Kristján Guðmundsson sálfræðingur hugleiðir efni skáldsögunnar Eitraða barnið eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Af hverju fremur manneskja glæp? Er einhver leið að útskýra ofbeldi? Eitraða barnið gerist á Eyrarbakka um aldamótin 1900 og ætlar Kristján að veita gestum sálfræðilega innsýn í efni bókarinnar fyrir gesti.  Að loknu erindi Kristjáns syngur Hafsteinn Þórólfsson söngvari  við undirleik Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara nokkur lög. read more

Jólakveðja

Jólakveðja Byggðasafns Árnesinga 2018

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á

Eyrarbakka sendir öllum landsmönnum

bestu jóla- og nýárskveðjur. Við þökkum

öllum okkar gestum nær og fjær fyrir

samveruna og öðrum fyrir samstarfið á

líðandi ári.

Gleðileg jól.

Lóurnar, jólalestur og spýtujólatré í Húsinu á Eyrarbakka

Lóurnar 2017Sönghópurinn Lóurnar syngur nokkur falleg jólalög laugardaginn 15. desember kl. 15  í Húsinu á Eyrarbakka og sunnudaginn 16. desember verður flutt sögubrot frá jólum fyrri tíðar.

Safnið er með sérstaka jólaopnun í desember og þessa komandi helgi er opið bæði laugardag og sunnudag frá 13.00 til 17.00 og enginn aðgangseyrir. Söngkonurnar sem skipa Sönghópinn Lóurnar eru: Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir og munu þær sannarlega fylla Húsið af fögrum jólatónum á laugardag. Á sunnudag 16. desember kl. 15 mun Lýður Pálsson safnstjóri svo flytja nokkrar vel valdar frásagnir sem gefa innsýn inní jólin áður fyrr. read more

Jólastund með Heru í Húsinu

jólasögur - facebooksíðaVið bjóðum unga safngesti sérlega velkomna á jólaopnun sunnudaginn 9. desember sem hefst kl. 13.00 á húslestri. Leikkonan Hera Fjord mun lesa nokkrar jólasögur fyrir börn í stássstofu Hússins þar sem ríkir kyrrð og ró. Í borðstofu er jólasýning safnsins þar sem gömul jólatré eru í aðalhlutverki og handgerðar jólasveinabrúður prýða eldhúsið. Í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er opin vinnusmiðja  þar sem gestir mega föndra músastiga. Jólakaffi á boðstólum og frítt inn allan daginn og opið kl. 13.00 – 17.00.  Verið innilega velkomin. read more

Skáldastund, jólasýning og músastigar í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka

Bjarni Bjarnason - Skáld - Rithöfundur

Gerður Kristný

Guðmundur Brynjólfsson

LiljaSigurdardottir

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Á safninu byrjar jólagleðin ávallt með opnun jólasýningar og skáldastund í stássstofu Hússins. Sunnudaginn 2. desember býður safnið gesti velkomna. Á jólasýningunni skarta gömlu jólatrén sínu fegursta, músastigasmiðja verður í Kirkjubæ og í stássstofu  má hlýða á rithöfunda lesa úr nýjum verkum sínum. Þetta árið koma fram: Bjarni M. Bjarnason með skáldsöguna Læknishúsið, Gerður Kristný með ljóðabókinni Sálumessa, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sem ritaði sögu Skúla fógeta, Lilja Sigurðardóttir með glæpasöguna Svik og  Guðmundur Brynjólfsson með glæpasöguna Eitraða barnið. Þarna fá gestir brot af ólíkum skáldskap. Eyrarbakki er sögusviðið í bókum Guðmundar og Bjarna. Lilja hefur getið sér gott orð sem spennusagnarhöfundur og Þórunn þekkt fyrir að tvinna listlega saman sagnfræði og skáldskap. Gerður Kristný er svo eitt okkar fremsta ljóðskáld. Það verður enginn bókaunnandi svikinn af skáldastund í Húsinu. Opin vinnusmiðja verður í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ og er ætlunin að fylla litla kotið af músastiga. Aðventukaffi er á boðstólum, allir velkomnir og frír aðgangur. Jólasýningin er opin sem og safnið allt frá kl. 13-17 en upplestur rithöfunda hefst kl. 16.00 read more

Spænska veikin lagði Gest á Hæli að velli

Vinnukladdi Eiríks Gíslasonar í Gunnarshólma.

Vinnukladdi Eiríks Gíslasonar í Gunnarshólma.

Í fórum  Byggðasafns Árnesinga er að finna vinnukladda Eiríks Gíslasonar trésmiðs sem bjó á Eyrarbakka. Þar kemur glögglega fram um verkefni þau sem hann tók að sér hvort sem þau voru stór eða smá.  Þær voru óvenjumargar líkkisturnar sem Eiríkur smíðaði árið 1918 þegar spænska veikin gekk yfir. Frá október fram í desember smíðaði Eiríkur átta kistur. Verkstæði Eiríks var í kjallara Gunnarshólma, reisulegs timburhúss þar sem hann bjó og enn stendur við aðalgötuna  á Eyrarbakka. read more

Ljúf aðventa á safninu

jól2018 fréttatilkynningFjölbreytt jóladagskrá og séropnanir verða á safninu á aðventu. Jólasýning safnsins opnar sunnudaginn 2. desember þar sem gömul jólatré skarta sínu fegursta. Sama dag verður skáldastund í stássstofu Hússins samkvæmt áralangri hefð og opin vinnusmiðja í músastigagerð verður í Kirkjubæ. Annan sunnudag í aðventu 9. desember heimsækir leikkonan Hera Fjord Húsið og les jólasögur fyrir börn og vinnusmiðja verður áfram opin í Kirkjubæ.  Síðustu helgi fyrir jól 15. – 16. desember verður opið báða daganna. Á laugardag syngja Lóurnar jólalög af alkunnri snilld og á sunnudag verða flutt sögubrot frá jólum fyrri tíðar. Þessa þrjá sunnudaga og einn laugardag verður safnið opið frá kl. 13 – 17 og aðventukaffi á boðstólum. Frítt verður á alla viðburði og  safnið sjálft. read more

Sæmundur kemur í heimsókn

Bókmenntadagskrá með sögulegu ívafi verður í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 13. október kl. 15.  HúsiðHúsráðandinn Lýður Pálsson safnstjóri segir alkunnan fróðleik um Sæmund fróða og grefur svo upp sögur af sýslumönnum  sem sátu gjarnan að drykkju með faktorum fyrrum. Sérstakir gestir Hússins eru rithöfundar  sem um þessar mundir gefa út bækur hjá hinni öflugu bókaútgáfu Sæmundi. Lilja Magnúsdóttir les úr skáldsögunni Svikarinn sem er fyrsta bók höfundar, Guðmundur Brynjólfsson úr sakamálasögu sinni Eitraða barnið, Vala Hafstað úr ljóðabókinni Eldgos í aðsigi og Bjarni Harðarson úr skáldsögunni Í Gullhreppum. read more

1 2 3 14