Smásögur

Jólastund með Heru í Húsinu

jólasögur - facebooksíðaVið bjóðum unga safngesti sérlega velkomna á jólaopnun sunnudaginn 9. desember sem hefst kl. 13.00 á húslestri. Leikkonan Hera Fjord mun lesa nokkrar jólasögur fyrir börn í stássstofu Hússins þar sem ríkir kyrrð og ró. Í borðstofu er jólasýning safnsins þar sem gömul jólatré eru í aðalhlutverki og handgerðar jólasveinabrúður prýða eldhúsið. Í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er opin vinnusmiðja  þar sem gestir mega föndra músastiga. Jólakaffi á boðstólum og frítt inn allan daginn og opið kl. 13.00 – 17.00.  Verið innilega velkomin. read more

Larry Spotted Crow Mann í Húsinu á Eyrarbakka

LarryLarry Spotted Crow Mann er af ættflokki Nipmuc Indjána í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann er rithöfundur, skáld, sögumaður og trommari. Hann heldur fyrirlestra hvaðanæfa í heiminum, þar sem hann hvetur fólks til meðvitundar um stöðu Indjána og náttúrunnar. Hann er einnig þekkur fyrir að hjálpa ungum Indjánum til betra lífs eftir áfengis- og vímuefnavanda.

Larry gaf nýverið út bókina “The Mourning Road to Thanksgiving”, sem er saga sem segir af raunverulegum vanda Indjána í núverandi menningarheimi Bandaríkjanna. read more

Ljósan á Bakkanum

Baráttumál, starfsaðstæður og langur og strangur æfiferill ljósmóður eru viðfangsefni sýningar sem opnuð verður í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 24. maí og nefnist Ljósan á Bakkanum.

thordisSýningin fjallar um líf og störf Þórdísar Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926.Sjónum verður beint að aðstæðum fæðandi kvenna á þessum tíma, starfsaðstæðum og kjörum ljósmæðra, sem flestar urðu að vinna önnur störf meðfram ljósmóðurstarfinu.

Þórdís var fædd 22. ágúst 1853 að Kvígsstöðum í Andakílshreppi, hún flutti á Eyrarbakka 1883 tæplega þrítug að aldri, bjó þar í hálfa öld og sinnti lengst af ljósmóðurstörfum. Hún lést 1933. read more

MARSTAL

marstal1Árið 1937 endaði danska timburflutningaskipið Hertha sjódaga sína eftir strand við Eyrarbakka. Skipið var rifið og nýtt. Hertha var næst síðasta hafskipið til að stranda við Eyrarbakka.

Þegar litið ef yfir sögu sjóslysa við Eyrarbakka verður manni ljóst að þau hafa verið tíð og mannskæð þótt engin hafi farist í tilviki Herthu. Hertha var seglskip sem gert var út frá danska bænum Marstal sem liggur á eyni Ærö.

Á austurvegg Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka má sjá skilti þar sem skorið er út bæjarheitið Marstal. Hefur það prýtt skipið með sínu gyllta letri og flúruðu skrauti áður en örlög þess voru ráðin. Fyrir nokkru komu til okkar á safnið Danir sem er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að þeim rak í rogastans þegar þau sáu merkið. Það vildi svo til að þau áttu ættir að rekja til Marstal og fannst það ótrúleg tilviljun að vera komin á safn í íslenskum smábæ og sjá þar áður nefnt merki. read more

Danska fánanum flaggað

upptakaÞað var ekki laust við að vegfarendur um Götuna á Eyrarbakka rækju upp stór augu í gær 11. júlí. Búið var að flagga danska fánanum, Dannebrog, við Húsið og Eyrarbakkakirkju. Austan við Húsið gaf að líta eftirlíkingu Sverris Andréssonar á Selfossi af Thomsen-bílnum sem ekið var á Eyrarbakka árið 1904. Þarna voru á ferð Eggert Þór Bernharðsson prófessor við Háskóla Íslands og Ármann Gunnarsson djákni sem vinna að tilraunaverkefninu Fréttaskot út fortíð. Það gengur út á að búa ýmis atvik úr fortíðinni í búning nútímasjónvarpsfrétta. Alls verða fréttirnar tíu í þessari umferð og eru þeir búnir að taka fimm; spænska veikin í Reykjavík 1918 (tökustaður: Árbæjarsafn), kvenréttindabarátta 1888 (Árbæjarsafn), galdrabrennur á Ströndum 1654 (Kotbýli kuklarans Bjarnarfirði), vinnumaður losnar úr vistarskyldu 1891 (Ósvör við Bolungarvík) og fyrsti bíllinn á Íslandi 1904 við Húsið á Eyrarbakka. thomsenbill2Einnig verður sagt frá og rætt við konu sem komst undan í Tyrkjaráninu 1627 í Vestmannaeyjum. Og svo verður haldið áfram með fleiri spennandi fréttir úr fortíðinni. read more

Sunnlendingar á Ólympíuleikum

G 13Fjölmenni var við opnun sumarsýningar Byggðasafns Árnesinga Sunnlendingar á Ólympíuleikum sem opnaði föstudaginn 18. maí kl. 18 í Húsinu á Eyrarbakka.  Á sýningunni er greint frá afrekum þeirra Skarphéðinsmanna sem náð hafa þeim árangri að keppa á Ólympíuleikum.

Lítið hefur verið gert af því að minnast og heiðra sérstaklega afreksfólk sem náð hefur því takmarki að keppa á Ólympíuleikum – stærsta íþróttaviðburði heimsins. Með sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bæta úr því. Svo skemmtilega vill til að Sigfús Sigurðsson var fyrstur Sunnlendinga til að keppa á Ólympíuleikum í London 1948, en leikarnir í ár fara einmitt fram í þeirri sömu borg. read more