Sýningar

Vor í Árborg

Húsið á Eyrarbakka verður opið á menningarhátíðinni Vor í Árborg.HusiðB

Opið er frá sumardeginum fyrsta 23. apríl til sunnudagsins 26. apríl kl. 13-17.

Í borðstofu er sýning Jóns Inga Sigurmundssonar. Á sýningunni eru aðallega vatnslitamyndir en einnig nokkrar olíumyndir. Eru nú síðustu forvöð að sjá þessa fallegu sýningu.

Samsöngur verður í stássstofu Hússins kl. 14-17. Bakkinn alþýðutónlistarhátíð verður sett með samsöng við undirleik Inga Vilhjálmssonar. Nú syngur hver með sínu nefi. read more

Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka

vv Sejer Andersen i rollen som Vitus BeringDanski leikarinn Sejer Andersen flytur einleikinn Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka laugardaginn 11. apríl kl. 15 og sunnudaginn 12. apríl kl. 17. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Sejer Andersen er vel kunnur leikari í Danmörku. Hann rekur Vitus Bering teatret í Kaupmannahöfn og hefur farið með þennan einleik um víða veröld. Einleikurinn er eftir Gregers Dirckinck-Homfeld en tónlistina samdi Bo Holten.

Vitus Bering var danskur landkönnuður sem líkja mætti við Kristófer Kólumbus. Hann var fæddur í Horsens 1681 og dáinn á Beringseyju í Kyrrahafinu árið 1741. Hann var siglingafræðingur og höfuðsmaður í rússneska sjóhernum. Hann fann Beringssund 1728, kannaði Aljútaeyjar og sigldi meðfram strönd Alaska 1741 og lagði þannig grunninn að landnámi Rússa þar. Við Vitus Bering eru Beringssund og Beringshaf kennd. read more

Jón Ingi sýnir í Húsinu

Febrúar 036Jón Ingi Sigurmundsson heldur málverkasýningu í borðstofu Hússins á Eyrarbakka um páskana. Opið verður frá 28. mars til 6. apríl kl. 13 til 17 og sömuleiðis helgina 11.-12. apríl á sömu tímum.

Á sýningunni eru aðallega vatnslitamyndir en einnig nokkrar olíumyndir.

Jón Ingi er fæddur á Eyrarbakka en hefur starfað við kennslu og tónlistarstörf á Selfossi.

Hann hefur auk þess lengi fengist við myndlist og haldið fjölda einkasýninga, flestar á Suðurlandi en einnig á Norðurlandi og í Danmörku. read more

Páskaopnun

jisOpið verður í Húsinu á Eyrarbakka um páskana.  Jón Ingi Sigurmundsson heldur málverkasýningu í borðstofu og gestir geta einnig litið á nýja sýningu um Vesturfara frá Suðurlandi. Opið verður frá 28. mars til 6. apríl kl. 13 til 17 og sömuleiðis helgina 11.-12. apríl á sömu tímum.

Danski leikarinn Sejer Andersen flytur einleik sinn um landkönnuðinn Virtus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka laugardaginn 11. apríl kl. 15 og sunnudaginn 12. apríl kl. 17.

Ókeypis er á safnið um páskana. read more

Eyrún Óskarsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Eggjaskúrnum

Íeyrun Eggjaskúrnum við Húsið á Eyrarbakka hefur verið sett upp sýning á vatnslitamyndum eftir Eyrúnu Óskarsdóttur frá Hjallatúni á Eyrarbakka. Sýningin stendur dagana 9.-16. ágúst og er opin á opnunartíma safnanna á Eyrarbakka frá kl. 11 til 18.

Eyrún segir sjálf frá: „Sem barn var ég alltaf að teikna og lita, krotaði á öll blöð og pappíra sem hönd á festi og þegar fram liðu stundir dreymdi mig um að verða myndlistarkona. Einhvern veginn æxluðustu hlutirnir nú á annan veg. Síðan þá hef ég farið kringum þennan draum eins og köttur um heitan graut, lauk námi við Kennaraháskólann með myndmenntakennslu sem aðalvalgrein (1996) lauk síðan grunnmenntun í listfræði í HÍ (2008) og MA gráðu í listasögu í Danmörku (2011). Ég hef í sjálfu sér ekki hlotið formlega menntun í myndlist, en hef sótt ýmiss námskeið og þess háttar bæði hér á landi og í Danmörku. Að mestu leyti er ég því sjálfmenntuð og dunda mér við að mála og teikna af einskærri sköpunargleði. Þetta er ósköp hefðbundin „natúralísk“ myndlist sem hér er fram borin sem er vel við hæfi í þessu húsi og á aldamótahátíð, því í upphafi 20. aldar höfðu Íslendingar almennt haft lítil kynni af framúrstefnulegri list sem þá var að ryðja sér til rúms í Evrópu.“ read more

Blátt eins og hafið

blátt

Gestir Sjóminjasafns geta nú skoðað úrval blárra gripa sem voru veiddir úr geymslu safnsins og færðir saman á litla sýningu.  Gripirnir eru frá ólíkum tímum og koma víða að úr Árnessýslu. Elsti gripurinn er skápur frá 17. öld sem er uppruninn frá Skálholti á tímum biskupa og yngsti gripurinn gæti verið þjóðbúningadúkka frá síðari hluta 20. aldar.  Eftirtektarverður gripur er handsnúin þvottavél úr timbri frá 19. öld. Liturinn einn réði vali þessara gripa því blátt kökubox, blár lampi og blá húfa segja enga sameiginlega sögu en eru samt markverðir gripir úr fortíðinni.  Þeir gæjast nú fram úr geymslunni og sýna sig í smástund. read more

Vorfuglar í Eggjaskúrnum

Laugardaginn 12 apríl kl. 14 opnar Hallur Karl Hinriksson sýningu á vorfuglum í Eggjaskúrnum á Eyrarbakka, í tilefni af vorkomunni og páskunum.husid_Hallur_web

Eggjaskúrinn er hluti af Húsinu á Eyrarbakka og eru þar jafnan til sýnis fuglar og egg úr náttúru landsins.

Sýningin stendur yfir dagana 12.- 21. apríl og er opin milli klukkan 12 og 17.

Hallur Karl Hinriksson er 32 ára myndlistarmaður búsettur á Eyrarbakka. Hann mun sýna kolateikningar á sýningunni, en slíkt hefur hann ekki áður sýnt. Aðspurður um málið segir hann að kolateikningarnar fari jafnan undir olíulit þegar hann undirbýr málverk sín. Hann sjái alltaf nokkuð eftir kolateikningunum og fagni því tækifæri að sýna hreinræktaðar kolateikningar á pappír. „Þetta eru áhyggjulausar stúdíur af fuglum, hröð teikning með kolamolum og puttum. 40.000 ára gömul aðferð hellarmálaranna, og svipað viðfangsefni. Myndlist af elstu gerð.“ read more

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Bókaupplestur verður í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 7. desember og hefst kl. 16 í stássstofunni.

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum, Þór Magnússon fyrrv. þjóðminjavörður segir frá ritinu Íslenzk silfursmíð. Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti les úr ljóðabók sinni Undir ósýnilegu tré. Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir kynnir og les úr skáldsögunni Stúlka með maga. Guðni Ágústsson kynnir bók sína Léttur í lund og segir skemmtilegar sögur af sjálfum sér og öðrum. read more

Beitningaskúrinn opnaður til sýningar

1000355_10202369982560928_1775115651_nÍ nóvemberbyrjun var Beitningaskúrinn við Óðinshús opnaður til sýningar.  Beitningaskúrinn var byggður 1925 á blómaskeiði vélbátaútgerðar á Eyrarbakka.  Það var aðgerðahús, netaverkstæði og einnig var þar beitt. Hin svonefnda Austurbryggja eða Heklubryggja var fyrir neðan Beitningaskúrinn en hann stóð í röð margra slíkra húsa sem einu nafni nefndust Byrgin.

Sýningin vekur athygli á sögu Beitningaskúrsins, vélbátaútgerðar á Eyrarbakka og einnig er sagt frá vinnuaðferðum og sögum frá þeim sem þar unnu.  Þar var síðast beitt um 1960.  Beitningaskúrinn var gefinn Sjóminjasafninu á Eyrarbakka 1991. Hann var gerður upp með styrk frá Húsafriðunarsjóði á árunum 1992 og 1993. Við viðgerðina kom í ljós útflattur bátur á vesturhlið hans og var ákveðið að hafa hann sem ystu klæðingu á þeim vegg.  Vekur Beitningaskúrinn því mikla athygli fyrir sérstakt útlit. read more

Handritin alla leið heim

ArnimaggFöstudaginn 10. maí kl. 18 verður opnuð sýning á handritinu Skáldskaparfræði í Húsinu á Eyrarbakka. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Byggðasafns Árnesinga í tilefni af 350 ára afmæli Árna. Séra Halldór Torfason í Gaulverjabæ afhenti Árna Magnússyni handritið Skáldskaparfræði árið 1691. Það inniheldur meðal annars Snorra-Eddu.

Charlotte Böving leikkona kemur nákvæmri eftirlíkingu handritsins fyrir á  sýningunni og Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur fylgir því úr hlaði. read more