Sýningar

Súgþurrkað hey

Súgþurrkað hey er meðal nýrra aðfanga Byggðasafns Árnesinga.

Um þessar mundir er unnið að skráningu nýrra aðfanga við Byggðasafn Árnesinga.  Meðal þess sem skráð er eru munir frá Fossi í Hrunamannahreppi úr búi systkinanna Bjarna og Kristrúnar Matthíasbarna. Meðal þess sem finna má meðal muna Kristrúnar er krukka með þurrkuðu heyi. Á krukkunni stendur: „Fyrsta súgþurrkaða hey á Íslandi. Vífilsstaðir 1941-42“.  Engar aðrar skýringar fylgja en vissulega er hey í krukkunni. Með hjálp leitarvélarinnar google var hægt að finna frekari upplýsingar um heyið. Leitarvélin gaf upp vef Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. read more

Jól í Húsinu

Tr  glugga - CopyJólasýning í Húsinu  opnar sunnudaginn 9. desember kl. 13.00. Síðar sama dag leggja rithöfundar undir sig stássstofuna og færa gesti inn í skáldsagnaheim. Eyrún Ingadóttir les úr bók sinni Ljósmóðirin sem fjallar um ævi hinnar stórmerku Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka, Einar Kárason færir okkur á sinn einstaka hátt inn í heima fornu hetjanna með bók sinni Skáld  og eftir kaffi kemur Bjarni Harðarson með upplestur úr sögulegri skáldsögu sinni Mensalder og Gerður Kristný endar skáldastundina með ljóðum sínum úr bókinni Strandir.  Dagskráin hefst kl. 16.00 engin aðgangseyrir er þennan dag og eru allir velkomnir að eyða stund saman og þiggja jólakaffi.skald read more

Myntsafnarinn Helgi sveipaður ljúfum tónum

holar smaEinstakt myntsafn Helga Ívarssonar í Hólum verður til sýnis í Húsinu á Eyrarbakka á Safnahelgi á Suðurlandi dagana 2.-4 nóvember næstkomandi. Bakkadúettinn Unnur og Jón Tryggvi spila í Sjóminjasafni á laugardagskvöldið og gleymdar konur í íslenskri tónlistarsögu verða dregnar fram í dagsljósið í flutningi Sigurlaugar Arnardóttur  og Þóru Bjarkar Þórðardóttur í Húsinu á sunnudaginn.

Bóndinn og fræðimaðurinn Helgi Ívarsson (1929-2009) bóndi og fræðimaður í Hólum í Stokkseyrarhreppi var mjög virkur myntsafnari og nú sýnir Héraðskjalasafn Árnesinga safn hans í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. Helgi arfleiddi söfnin tvö að öllum eigum sínum.Einnig eru á sýningunni brot af innbúi Helga, m.a. skrifborð hans og ritvél auk málverka sem prýddu veggi Hólaheimilisins. read more

Sumarsýning endar

Einar Gunnar 01bNú fer að líða að lokum sýningarinnar Sunnlendingar á Ólympíuleikum sem opnuð var í Húsinu á Eyrarbakka í vor. Þar er greint með skemmtilegum hætti frá þátttöku Skarphéðinsmanna á þessum stærsta íþróttaviðburði heimsins. Sýningin er opin almenningi til 16. september svo að nú eru síðustu forvörð að líta hana augum. Hún verður jafnframt opin fyrir hópa til 14. október og skal þá hafa sambandið við safnið í síma 483 1082. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Héraðssambandsins Skarphéðins í tilefni 100 ára afmælis Íþróttasambands Íslands. read more

Íslenski safnadagurinn 2012

skuliÍslenski safnadagurinn verður sunnudaginn 8. júlí í ár. Söfn hafa almennt boðið upp á ókeypis aðgang á þessum degi, sem nýttur hefur verið til að kynna blómlegt, mikilvægt og metnaðarfullt starf íslenskra safna.  Yfirskrift dagsins er líkt og fyrri ár „fyrir fjölskylduna“ og bjóða söfn á einhvern hátt og eftir því sem við á upp á dagskrá sem hentar allri fjölskyldunni.

Dagskrá safnanna á landsvísu má finna á slóðinni www.safnarad.is en hér að neðan er dagskrá Byggðasafns Árnesinga. read more

Rjómabúið á Baugsstöðum opnar

rjomabu innaSkammt austan Stokkseyrar er eina fallegustu  perlu íslenskrar safnaflóru að finna, Rjómabúið á Baugsstöðum. Það er opið um helgar í júlií og ágúst.

Rjómabúið tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952 lengst allra rjómabúa hér á landi.  Á 8. áratug síðustu aldar var það  gert að safni með upprunalegum tækjum og tólum. Byggingin var friðuð með ráðherraákvörðun að tillögu Húsafriðunarnefndar á aldarafmæli búsins árið 2005.

Það verður enginn svikinn af heimsókn í Rjómabúið á Baugsstöðum.  Í júlí og ágúst er opið í rjómabúinu  kl. 13-18 á laugardögum og sunnudögum og hefst sumaropnunin síðasta dag júnímánaðar eða 30. júní.   Á öðrum tímum er hægt að fá að skoða Rjómabúið eftir samkomulagi sjá nánar hér:  http://byggdasafn.is/onnur-sofn/rjomabuid-a-baugsstodum/ read more

„Safnið okkar“ í Barnabæ

Safnid okkar„Safnið okkar“ hefur verið opnað í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar gefur að líta ýmsa muni sem vaskur hópur skólabarna valdi úr safnskosti safnanna á Eyrarbakka og af háalofti skólans. Sýningin er eins og gömul skólastofa og geta gestir skoðað náttúrudeildina, lært að kemba í handavinnu, pikkað á ritvél, lesið um gamla skólann á ströndinni eða farið í skammarkrókinn.

Byggðasafn Árnesinga tekur þátt í Barnabæ Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þessa vikuna. „Safnið okkar“ er opið í dag fimmtudaginn 7. júní og er  á annari hæð skólahússins á Stokkseyri. read more

Sumarið gengur í garð

Þann 15. maí tekur gildi sumaropnun safnanna á Eyrarbakka. Frá þeim degi til 15. september verður opið í Húsinu kl. 11 til 18 alla daga vikunnar.  Einnig er tekið á móti hópum á öðrum tímum eftir samkomulagi.  Sími safnsins er 483 1504.

HusiðB

Hveitipokasýning framlengd

Hveitipoka KonurVegna mikillar aðsóknar hefur sýningin Hveitipoki verður kjóllverið framlengd til aprílloka. Opið verður á laugardögum og sunnudögum út apríl kl. 14 til 17.  Einnig geta hópar og skólar skoðað sýninguna eftir umtali.  Sjá nánarhttp://byggdasafn.is/safnid/frettir/hveitipoki-verdur-kjoll.  Á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin er á sýningunni eru Linda Ásdísardóttir safnvörður og Hildur Hákonardóttir vefari á sýningunni en þær settu hana upp. Linda klæðist hveitipokakjól eftir Helgu Guðjónsdóttur frá Litlu-Háeyri en Hildur er í mussu eftir systurdóttur Helgu, Valgerði K. Sigurðardóttur. read more