Dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi 30. okt til 1. nóv. 2015 – öll dagskráin

okt 30, 2015

Föstudagurinn 30. október

  • Svavarssafn, Höfn opið 9-15 ókeypis aðgangur. Svavar með augum heimamanna. Níu einstaklingar úr Sveitarfélaginu Hornafirði völdu myndir á sýninguna
  • Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs, Gömlubúð, Höfn opið 9-13 ókeypis aðgangur. Þar er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði. Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni.
  • Bókasafnið í Nýheimum, Höfn opið 9-17 ókeypis aðgangur.
  • Uppskeru- og þakkarhátíð Skaftárhrepps – fjölbreytt dagskrá –sjá nánar klaustur.is
    • Opið hús í Kirkjubæjarskóla kl. 10-12, athöfn kl. 11 og veitingar.
    • Skaftárstofa: sýning Vatnajökulsþjóðgarða „Mosar. Opið 12-15 og kvikmyndin Eldmessa sýnd kl. 13 og 14
    • Kirkjubæjarstofa – opnun málverkasýningarinnar „Bíddu/Wait“ eftir Ólöfu Rún Benediktsdóttur kl. 13. Gjörningur kl. 13:30-14:00 Opið 13-17
  • Skálholt – safnið í kirkjunni   opið 9-19   ókeypis aðgangur.
  • Eldheimar Vestmannaeyjum opið 13-16 Safn minninganna um eldgos í Vestmannaeyjum.
  • Geysisstofa, Haukadal, opið 10-17   ókeypis aðgangur. Margmiðlunarsýning. Hvernig lítur eldgos út? Hvað er svona heillandi við norðurljósin? Hvað sést í íshelli? Getur maður fundið fyrir jarðskjálfta án þess að jörðin hreyfist?
  • Tré og list, Forsæti Flóahreppi, opið 13-18, aðgangur 2 fyrir 1. Listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga, kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk.
  • Íslenski bærinn, Austur-Meðalholtum, Flóahreppi opið 13-18, tilboð-hópaverð fyrir einstaklinga. Húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist.
  • Héraðsskjalasafn Árnesinga, Selfossi, opið 10-16, ókeypis aðgangur. Kynning á starfseminni.
  • Bókasafn Árborgar Selfossi, opið 10-19 , ókeypis aðgangur. Við skreytum í anda Halloween (all Hallows eve eða allra heilagra kvöld) en reynum samt að hræða engan. Stillum út bókum í samræmi við þetta. Eins og einhver sagði „ef þú ert einn og einmanna þá skaltu lesa draugasögu og mjög fljótlega fer þér að líða eins og þú sér alls ekki einn“
  • Himin og jörð – síðasta sýningarhelgi hjá Rikku Lú eða Sólveigu Friðriku Lúðvíksdóttur í Listagjá bókasafnsins.
  • Menningakvöld um Höfn Selfossi, Hótel Selfoss kl. 20:30, aðgangur ókeypis.
  • Draugasetrið Stokkseyri, opið 13-18 – tilboð á aðgangseyri. Gestir fá að kynnast nokkrum af frægustu draugum Íslandssögunnar og upplifa sögurnar um þá í 1.000 fm. völundarhúsi.
  • Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið Stokkseyri opið 13-18 – tilboð á aðgangseyri. Gestir fá að skyggnast inn í heim álfa og trölla ásamt því að sjá norðurljósin í allri sinni dýrð í um 200 fm. vetrarríki.
  • Bókasafn Ölfuss, Þorlákshöfn opið 11-17 aðgangur ókeypis. Þar er galleríið Undir stiganum og þar sýna nú félagar í Myndlistarfélagi Árnessýslu.
  • Listasafn Árnesinga, Hveragerði opið 12-18 aðgangur ókeypis. Sýningin MÖRK, pappírsverk eftir listamennina Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur. Kl. 17 Opnun sýninga Listvinafélagsins í Hveragerði og kynning á dagskrá Safnahelgar í Hveragerði.
  • Bókasafnið í Hveragerði Opið 13-18:30 aðgangur ókeypis HIMINVÍDD – myndlistarsýning Huldu Sigurlínu Þórðardóttur. Hvað heitir bókin? – myndagetraun á bókasafninu og á feisbókarsíðu safnsins.
  • Jarðskjálftasýningin Hveragerði opið 9-17 –tilboð 2 fyrir 1 í jarðskjálftaherminn. Á sýningunni er gerð grein fyrir orsökum og afleiðingum jarðskjálftans í maí 2008 í Hveragerði. Á sýningunni má sjá reynslusögur íbúa, upplýsingar um áhrif skjálftans á hús, nánasta umhverfi og innbú bæjarbúa.
  • Jarðhitasýningin Hellisheiðarvirkjun opið 9-17 frítt inn. Sýningin veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Þae er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni.
  • Þingvellir, fræðslumiðstöðin Hakinu opið 9-17 frítt inn. Sýningin sem er afar aðgengileg fyrir gesti byggir nær eingöngu á margmiðlun þar sem sögu og náttúru Þingvallasvæðisins er gerð góð skil.

 

 

Laugardagurinn 31. október

  • Svavarssafn, Höfn opið 11-15 ókeypis aðgangur. Svavar með augum heimamanna. Níu einstaklingar úr Sveitarfélaginu Hornafirði völdu myndir á sýninguna
  • Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs, Gömlubúð, Höfn   opið 9-13 ókeypis aðgangur. Þar er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði. Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni.
  • Bókasafnið í Nýheimum, Höfn opið 11-15
  • Uppskeru- og þakkarhátíð Skaftárhrepps – fjölbreytt dagskrá –sjá nánar klaustur.is
    • Pálínuboð kl. 12-14 Grillvagn félags sauðfjárbænda og fleiri gestgjafar
    • Skaftárstofa: sýning Vatnajökulsþjóðgarða „Mosar“. Opið 12-15 og kvikmyndin Eldmessa sýnd kl. 13 og 14
    • Kirkjubæjarstofa – málverkasýningin „Bíddu/Wait“ eftir Ólöfu Rún Benediktsdóttur opið kl.13-17
    • Bíó: Jón Oddur og Jón Bjarni kl. 17 og Hrútar kl. 20:30
  • Kötlusetur, Vík opið 10-14 ókeypis aðgangur. Tvær sýningar Gott strand eða vont..? og Mýrdalur, mannlíf og náttúra. Mikið fer fyrir Kötlu á síðarnefndu sýningunni enda hefur hún haft mikil áhrif á Mýrdælinga í gegnum aldirnar. Sagt er frá gróðurfari í Mýrdal, sjósókn Mýrdælinga, fuglatekju og merkum Mýrdælingum. Myndir úr nýútkominni þjóðsögulitabók til sýnis.
  • Fýlaveisla á Ströndinni gömul matarhefð þar sem saltaður og soðinn fýll er étinn með kartöflum, rófum og smjöri. Upplýsingar í síma 487 1230
  • Skógasafn, Skógum opið 11-15 ókeypis aðgangur fyrir einstaklinga. Byggðasafn og samgönguminjasafn, eitt fjölsóttasta safn landsins utan Reykjavíkur. Skógarkaffi opið 11-15 og kjötsúpa á matseðlinum.
  • Gestastofan Þorvaldseyri opið 11-16. Gestastofan á Þorvaldseyri er við rætur Eyjafjallajökuls. Gestir sem þangað koma geta skynjað og upplifað það á staðnum hvernig  er búa undir virku eldfjalli. Sögu eldgosa á Suðurlandi eru gerð skil á tímalínu, allt frá landnámi til dagsins í dag.
  • Eldheimar Vestmannaeyjum opið 13-16 Safn minninganna um eldgos í Vestmannaeyjum.
  • Sagnheimar Vestmannayjum, opið 13-16. Byggðasafn Vestmannaeyja og súmomgarnar einblína á sérstöðu Vestmannaeyja, Tyrkjaránið, sögu mormóna í Vestmannaeyjum, Þjóðhátíðina og tónlistina sem tengist henni ásamt helsta lífsviðurvær i eyjaskeggja gengnum aldirnar, sjávarútvegi.
  • Sæheimar Vestmannaeyjum, opið 13-16. Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja og skiptist í Fiskasafn, Fuglasafn og Steinasafn.
  • Sögusetrið Hvolsvelli opið 10-17 aðgangur ókeypis. Í setrinu eru tvær viðamiklar sýningar: Njálusýningu og Kaupfélagssafn. Í Refilstofunni er verið að sauma Njáls sögu á 90 m langan refil, en refill er langt og mjótt veggteppi. Í setrinu er líka Gallerí Ormur og þar er nú sýningin Þetta vilja börnin sjá! sem er farandsýning frá Gerðubergi í Reykjavík á myndskreytingum í völdum íslenskum barnabókum síðasta árs.
  • Líf og atvinnuþátttaka kenna í 100 ár í Skólahúsinu Þykkvabæ opið 13-17 aðgangur ókeypis. Konur í kvenfélaginu Sigurvon hafa safnað saman myndum af vinnandi konum í Þykkvabænum fyrr og nú. Einnig hafa þær dregið fram úr geymslum og skápum gömul rafmagnstæki.
  • Þjórsárstofa, Árnesi Gnúpverjahreppi opið 12-17 aðgangur ókeypis. Miðlað er fróðleik og upplýsingum um landið og náttúruna, fólkið og söguna og þá þjónustu sem er að finna á Þjórsársvæðinu, með Þjórsá sjálfa sem meginþema.
  • Skálholt – safnið í kirkjunni   opið 9-19   ókeypis aðgangur
  • Geysisstofa, Haukadal, opið 10-17   ókeypis aðgangur. Margmiðlunarsýning. Hvernig lítur eldgos út? Hvað er svona heillandi við norðurljósin? Hvað sést í íshelli? Getur maður fundið fyrir jarðskjálfta án þess að jörðin hreyfist?
  • Tré og list, Forsæti Flóahreppi, opið 13-18, aðgangur 2 fyrir 1. Listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga, kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk.
  • Íslenski bærinn, Austur-Meðalholtum, Flóahreppi opið 13-18, tilboð-hópaverð fyrir einstaklinga. Húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist.
  • Bókasafn Árborgar Selfossi, opið 11-14 ókeypis aðgangur. Við skreytum í anda Halloween (all Hallows eve eða allra heilagra kvöld) en reynum samt að hræða engan. Stillum út bókum í samræmi við þetta. Eins og einhver sagði „ef þú ert einn og einmanna þá skaltu lesa draugasögu og mjög fljótlega fer þér að líða eins og þú sér alls ekki einn“. Himin og jörð – síðasta sýningarhelgi hjá Rikku Lú eða Sólveigu Friðriku Lúðvíksdóttur í Listagjá bókasafnsins. Kaffi og kruðerí.
  • Fischersetur, Selfossi opið 13-16 aðgangur ókeypis. Kl. 14 verður háð „banka-einvígi“ á útitaflinu við Gamla-bankann. Fulltrúar Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans munu eigast við.
  • Veiðisafnið Stokkseyri, opið 11-18 tilboð tveir fyrir einn. Á safninu er fjölbreytt úrval uppstoppaðra veiðidýra og einnig veiðitengdir munir. Þar er líka að finna fræðslu um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd.
  • Draugasetrið Stokkseyri, opið 13-18 – tilboð á aðgangseyri. Gestir fá að kynnast nokkrum af frægustu draugum Íslandssögunnar og upplifa sögurnar um þá í 1.000 fm. völundarhúsi.
  • Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið Stokkseyri opið 13-18 – tilboð á aðgangseyri. Gestir fá að skyggnast inn í heim álfa og trölla ásamt því að sjá norðurljósin í allri sinni dýrð í um 200 fm. vetrarríki.
  • Húsið, Byggðasafn Árnesinga Eyrarbakka   opið 13-17 aðgangur ókeypis. Sýningin Altarisdúkar í Árnesþingi verður í borðstofu. Jenný Karlsdóttir og Oddný E. Magnúsdóttir verða með kynningu á laugardeginum þar sem þær kynna rannsóknir sínar á altarisdúkum sem finna má í kirkjum í Árnessýslu.
  • Bókasafn Ölfuss, Þorlákshöfn opið 11-17. Aðgangur ókeypis. Þar er galleríið Undir stiganum og félagar í Myndlistarfélagi Árnessýslu sýna þar núna.
  • Listasafn Árnesinga, Hveragerði opið 12-18 aðgangur ókeypis. Dagur myndlistar, listamennirnir Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Ólöf Helga Helgadóttir verða með sýningarspjall á sýningunni MÖRK kl. 15. Tvær sýningar frá Listvinafélaginu í Hveragerði
  • Bókasafnið í Hveragerði Opið 11-16 aðgangur ókeypis HIMINVÍDD – myndlistarsýning Huldu Sigurlínu Þórðardóttur sem verður með á staðnum á degi myndlistar kl.13-14. Myndlistarbókum stillt fram á degi myndlistar og litabækur og fleira fyrir gesti að vinna með. Myndagetraunin Hvað heitir bókin? á bókasafninu og á feisbókarsíðu safnsins.
  • Jarðskjálftasýningin Hveragerði opið 9-13 tilboð 2 fyrir 1 í jarðskjálftaherminn. Á sýningunni er gerð grein fyrir orsökum og afleiðingum jarðskjáftans í maí 2008 í Hveragerði. Þar má sjá reynslusögur íbúa, upplýsingar um áhrif skjálftans á hús, nánasta umhverfi og innbú bæjarbúa.
  • Jarðhitasýningin Hellisheiðavirkjun opið 9-17 ókeypis aðgangur. Sýningin veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Þae er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni.
  • Þingvellir, fræðslumiðstöðin Hakinu opið 9-17 ókeypis aðgangur. Sýningin sem er afar aðgengileg fyrir gesti byggir nær eingöngu á margmiðlun þar sem sögu og náttúru Þingvallasvæðisins er gerð góð skil.
  • Fræðasetur skáta Ljósafossi, opið 12-16 aðgangur ókeypis. Fræðasetur skáta vinnur að því að gera hugmyndafræði skátastarfsins skil með margvíslegum hætti. Það safnar saman útgefnu efni um skátastarf hérlendis og erlendis.

 

Sunnudagurinn 1. nóvember

  • Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs, Gömlubúð, Höfn   opið 9-13 ókeypis aðgangur. Þar er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði. Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni.
  • Uppskeru- og þakkarháríð Skaftárhrepps – fjölbreytt dagskrá –sjá nánar klaustur.is
  • Skógasafn, Skógum opið 11-17 ókeypis aðgangur fyrir einstaklinga. Byggðasafn og samgönguminjasafn, eitt fjölsóttasta safn landsins utan Reykjavíkur. Skógarkaffi opið 11-15 og kjötsúpa á matseðlinum.
  • Gestastofan Þorvaldseyri opið 11-16. Gestastofan á Þorvaldseyri er við rætur Eyjafjallajökuls. Gestir sem þangað koma geta skynjað og upplifað það á staðnum hvernig  er búa undir virku eldfjalli. Sögu eldgosa á Suðurlandi eru gerð skil á tímalínu, allt frá landnámi til dagsins í dag.
  • Eldheimar Vestmannaeyjum opið 13-16 Safn minninganna um eldgos í Vestmannaeyjum.
  • Sögusetrið Hvolsvelli opið 10-17 aðgangur ókeypis. Í setrinu eru tvær viðamiklar sýningar: Njálusýningu og Kaupfélagssafn. Í setrinu er Gallerí Ormur og þar er nú sýningin Þetta vilja börnin sjá! sem er farandsýning frá Gerðubergi í Reykjavík á myndskreytingum í völdum íslenskum barnabókum síðasta árs.
  • Sagnagarður, Gunnarsholti á Rangárvöllum opið 13-17 ókeypis aðgangur. Saga gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi er gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og óblíð náttúruöfl. Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi.
  • Líf og atvinnuþátttaka kenna í 100 ár í Skólahúsinu Þykkvabæ opið 13-17 aðgangur ókeypis. Konur í kvenfélaginu Sigurvon hafa safnað saman myndum af vinnandi konum í Þykkvabænum fyrr og nú. Einnig hafa þær dregið fram úr geymslum og skápum gömul rafmagnstæki.
  • Skálholt – safnið í kirkjunni   opið 9-19   ókeypis aðgangur
  • Geysisstofa, Haukadal, opið 10-17   ókeypis aðgangur. Margmiðlunarsýning. Hvernig lítur eldgos út? Hvað er svona heillandi við norðurljósin? Hvað sést í íshelli? Getur maður fundið fyrir jarðskjálfta án þess að jörðin hreyfist?
  • Tré og list, Forsæti Flóahreppi, opið 13-18, aðgangur 2 fyrir 1. Listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga, kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk.
  • Íslenski bærinn, Austur-Meðalholtum, Flóahreppi opið 13-18, tilboð-hópaverð fyrir einstaklinga. Húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist.
  • Veiðisafnið Stokkseyri, opið 11-18 tilboð tveir fyrir einn. Á safninu er fjölbreytt úrval uppstoppaðra veiðidýra og einnig veiðitengdir munir. Þar er líka að finna fræðslu um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd.
  • Draugasesetrið Stokkseyri, opið 13-18 – tilboð á aðgangseyri. Gestir fá að kynnast nokkrum af frægustu draugum Íslandssögunnar og upplifa sögurnar um þá í 1.000 fm. völundarhúsi.
  • Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið Stokkseyri opið 13-18 – tilboð á aðgangseyri. Gestir fá að skyggnast inn í heim álfa og trölla ásamt því að sjá norðurljósin í allri sinni dýrð í um 200 fm. vetrarríki.
  • Húsið, Byggðasafn Árnesinga Eyrarbakka   opið 13-17 aðgangur ókeypis. Sýningin Altarisdúkar í Árnesþingi verður í borðstofu. Jenný Karlsdóttir og Oddný E. Magnúsdóttir verða með kynningu á sunnudeginum þar sem þær kynna rannsóknir sínar á altarisdúkum sem finna má í kirkjum í Árnessýslu.
  • Söguskilti við Drullusund, Hveragerði verður afhjúpað kl. 14:30. Söguskiltin eru orðin 8 og hafa þau vakið mikla athygli en skiltin eru í senn fróðleg og upplýsandi fyrir bæjarbúa og ferðamenn. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur hefur tekið saman textana.
  • Listasafn Árnesinga, Hveragerði opið 12-18 aðgangur ókeypis. Notaleg kaffihúsastemning þegar Hörður Friðþjófsson leikur ljúfa tónlist á gítar kl. 15-16, girnilegar kökur í kaffihúsinu, gnótt listaverkabóka til að líta í og pappír, litir, lím og skæri í listasmiðjunni fyrir börn og fjölskyldur að skapa. Sýningin MÖRK, pappírsverk eftir fjóra listamenn. Tvær sýningar frá Listvinafélaginu í Hveragerði, Listamannabærinn Hveragerði.
  • Bókasafnið í Hveragerði Opið 13-16 aðgangur ókeypis. Greiningasýning og fundur vegna ljósmynda úr Hveragerði kl. 13. Ljósmyndirnar eru í eigu Héraðsskjalasafns Árnessýslu og vonast er til að gestir geti þekkt fólk og staði á myndunum. „Skáldaskápur“ Listvinafélagsins í Hveragerði opinn fyrir áhugasama. Í skápnum eru bækur eftir hin svokölluðu „Hveragerðisskáld“ sem hér bjuggu á árunum 1940-1965 og nokkur nýrri.
  • HIMINVÍDD – myndlistarsýning Huldu Sigurlínu Þórðardóttur og myndagetraunin Hvað heitir bókin? á bókasafninu og á feisbókarsíðu safnsins.
  • Jarðhitasýningin Hellisheiðavirkjun opið 9-17 ókeypis aðgangur. Sýningin veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Þar er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni.
  • Þingvellir, fræðslumiðstöðin Hakinu opið 9-17 ókeypis aðgangur. Sýningin sem er aðar aðgengileg fyrir gesti byggir nær eingöngu á margmiðlun þar sem sögu og náttúru Þingvallasvæðsins er gerð góð skil.
  • Fræðasetur skáta Ljósafossi, opið 12-16 aðgangur ókeypis. Fræðasetur skáta vinnur að því að gera hugmyndafræði skátastarfsins skil með margvíslegum hætti. Það safnar saman útgefnu efni um skátastarf hérlendis og erlendis.