Fiskur í gamla hjallinn

feb 26, 2015

fiskur í hjall1Fiskur er kominn í gamla hjallinn norðan við Húsið. Góðvinir safnsins Guðjón Kristinsson og Haukur Jónsson útgerðarmaður lögðust á eitt um að hrinda þessu í framkvæmd. Guðjón flatti fiskinn með fornu verklagi þar sem fiskurinn er hengdur upp bandalaus og eru fáir sem kunna þau handbrögð í dag. Spyrtur fiskur var einnig hengdur upp í hjallinn til samanburðar. Einnig verkaði Guðjón hausa með tvennu lagi. Haukur sem ásamt öðrum gerir út bátinn Mána II ÁR frá Eyrarbakka lagði til fiskinn og þakkar safnið þessum höfðingum sem og áhöfn Mána fyrir þetta.

Hjallurinn var reistur sem þurrkhús í tíð Kaupfélagsins Heklu árin 1919-1925. Útlit hans breyttist í áranna rás en núna er hann komin í sem næst upprunanlega mynd og ilmandi fisklyktina leggur frá honum.