Safnarúntur á Grænlandi – fyrirlestur

Laufléttur fyrirlestur verður í Húsinu á Eyrarbakka föstudagskvöldið 11. október kl. 20 um ferðir Lindu Ásdísardóttur, safnvarðar á Byggðasafni Árnesinga, um Suður- og Vestur-Grænland þar sem hún rúntaði á milli safna og drap niður fæti á nokkrum minjastöðum. Linda er nýkomin úr skoðunarferð sem teygði sig frá Ilulissat til Nuuk þar sem safnmenningin var skoðuð sérstaklega. Einnig verður sagt frá áhugaverðum stöðum að heimsækja á Suður- Grænlandi. Ef þú ert forvitin um Grænland og vilt ferðast þangað án þess að þramma á fjall þá máttu ekki missa af þessu.

read more

Bækur og bakkelsi – sýningarlok

Húsið á Eyrarbakka er opið  um helgina 5. og 6. október kl. 14 -17. Aðgangur ókeypis. Sýningin Bækur og bakkelsi er í borðstofu og verður brátt tekin niður þannig að nú eru síðustu forvöð að sjá þessa athyglisverðu sýningu.

Á sýningunni Bækur og bakkelsi eru handskrifaðar uppskriftarbækur í aðalhlutverki. Uppskriftirnar í bókunum segja ótal margt um tíðaranda, tísku, aðgang að hráefni, nýtni og hagsýni. Einnig er saga baksturs rakin auk þess sem húsmæðrafræðsla á Suðurlandi er skoðuð. Uppskriftirnar á sýningunni voru valdar með það að leiðarljósi að kynna gesti fyrir gömlum aðferðum gegn matarsóun enda málefnið tíðrætt í fjölmiðlum þessa dagana. Sýningin er unnin af Héraðsskjalasafni Árnesinga sem varðveitir einnig uppskriftabækurnar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands

read more

Brim kvikmyndahátíð

Kvikmyndahátíðin Brim verður á Eyrarbakka næsta laugardag 28. september og þá breytast allmörg hús og híbýli þorpsins í bíóhús.  Allar kvikmyndir og fræðsluerindi á hátíðinni fjalla um plastmengun og áhrif plasts á fólk og náttúru. Tveir viðburðir verða staðsettir í Byggðasafni Árnesinga þennan dag. Í stássstofu Hússins kl. 15.00 verður sýnd myndin Albatross, listræn og áhrifamikil mynd eftir Chris Jordan. Myndin fjallar um fuglinn albatross á Midway eyju í Kyrrahafinu og þau hörmuleg áhrif sem plast í hafinu hefur lífsskilyrði hans. Í Sjóminjasafninu kl. 13.00 kynnir unglingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri stuttmyndina Earth-Plastic sem þau hafa unnið sérstaklega fyrir hátíðina. Myndin fjallar um plastmengun í sjó og verður sýnd reglulega kl. 13-17. Frítt er á alla viðburði og safnið sjálft á sýningartímum. Nánar um Kvikmyndahátíðina Brim má sjá hér  https://brimkvikmyndahatid.is/

read more

Bækur og bakkelsi

Sýningin Bækur og bakkelsi verður opnuð í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 7. september kl 16:00. Sýningin er unnin af Héraðsskjalasafni Árnesinga og er útgangspunktur hennar handskrifaðar uppskriftabækur sem varðveittar eru á skjalasafninu. Uppskriftirnar í bókunum segja ótal margt um tíðaranda, tísku, aðgang að hráefni, nýtni og hagsýni. Á sýningunni verður saga baksturs jafnframt rakin auk þess sem húsmæðrafræðsla á Suðurlandi verður skoðuð. Það ætti enginn að láta sig vanta á sýningaropnunina því þar verður boðið uppá nokkrar vel valdar kökur sem bakaðar eru eftir uppskriftum úr bókunum. Uppskriftirnar voru valdar með það að leiðarljósi að kynna gesti fyrir gömlum aðferðum gegn matarsóun enda málefnið tíðrætt í fjölmiðlum þessa dagana.

read more

Rófukaffi á lokadegi sýningar

Sunnudaginn 1. september á síðasta degi ljósmyndasýningarinnar „Rófubóndinn“ býður safnið gestum og gangandi að þiggja rófukaffi í Húsinu. Vigdís Sigurðardóttir áhugaljósmyndari og rófubóndinn Guðmundur Sæmundsson á Sandi á Eyrarbakka verða á staðnum og taka vel á móti gestum. Þórður Þorsteinsson kemur einnig og þenur nikkuna um stund. Gestakaffið hefst kl. 14.00 og af því tilefni er frír aðgangur á safnið.

Ljósmyndasýningin er afrakstur Vigdísar þar sem hún fylgdi Guðmundi eftir á heilu ræktunarári frá sáningu að vori fram að uppskeru og söluferlinu að hausti og vetri. Myndirnar veita frísklega sýn á vinnuár rófubóndans í samtvinning við glefsur úr viðtölum við Guðmund.  Nokkrir vel valdir gripir sem tengjast rófuræktun skreyta sýninguna.

read more

Byggðasafn Árnesinga kaupir Búðarstíg 22 á Eyrarbakka

Búðarstígur 22 árið 1986 þegar Alpan var nýhafið starfsemi sína í byggingunni. Myndina tók Sigurður Jónsson og er hún varðveitt á Héraðsskjalasafni Árnesinga.

Framundan eru breytingar til betri vegar  á húsnæðismálum Byggðasafns Árnesinga. Mjög brýnt hefur verið að stækka eða bæta við varðveisluaðstöðu safnsins þar sem núverandi aðstaða er sprungin. Stórir gripir hafa um árabil verið geymdir í Mundakotsgeymslu á Eyrarbakka sem er algjörlega óviðunnandi geymsluaðstaða og ennfremur bíður stór safngripaeign frá sveitarfélaginu Ölfusi þess að komast í viðunnandi húsnæði. Í apríl keypti Byggðasafn Árnesinga Búðarstíg 22 á Eyrarbakka, hið svokallaða Alpan-hús, undir starfsemina og var núverandi þjónustuhús að Hafnarbrú 3 tekið upp í. Kaupin áttu sér stað í kjölfar aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga, eiganda safnsins,  sem snemma árs samþykkti að fara þessa leið til að leysa úr húsnæðisvandanum. Starfsemin færist úr 560 fermetrum í Hafnarbrúnni og Mundakotsskemmu í 1700 fermetra í Búðarstíg 22. Verða geymslur safnsins því allar á einum stað. Í Búðarstíg 22 verða einnig skrifstofur safnsins, verulega bætt þjónustuaðstaða fyrir almenning ásamt rými sem gefur möguleika til fyrirlestrahalds o.fl. Ætlunin að  leigja Þjóðminjasafni Íslands ríflega 400 fermetra undir ýmsa muni sína. Flutningur safnsins úr Hafnarbrú 3  og Mundakotsskemmu í Búðarstíg 22 mun fara fram í nokkrum áföngum og er stefnt að því að flutningum verði lokið árið 2022.

read more

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

Á morgun, laugardaginn 22. júní, verður hin árlega Jónsmessuhátíð haldin á Eyrarbakka. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Safnið er opið frá 11-18 eins og vant er og enginn aðgangseyrir þennan dag. Þjóðdansafélag Reykjavíkur dansar í garðinum við Húsið kl. 2 og andlitsmálun fyrir börn verður í fjárhúsinu á Garðtúni bak við Húsið kl. 1-3. Um kvöldið verður samsöngur í Húsinu þar sem Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi. Söngurinn hefst kl. 8. Í borðstofu Hússins er ljósmyndasýningin Rófubóndinn þar sem Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi. Tilvalið er að nota tækifæri og skoða þá skemmtilegu sýningu. Gamli slökkviliðsbíllinn verður til sýnist úti á túni. Verið velkomin.

read more

Rófubóndinn

Laugardaginn 15. júní kl 17 opnar ljósmyndasýningin Rófubóndinn í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi sem hefur ræktað gulrófur á Eyrarbakka í yfir 50 ár. Sýningin gefur fróðlega og litríka sýn á ræktun þessarar einstöku jurtar sem fylgt hefur þjóðinni  í um 200 ár. Léttar veitingar og allir velkomnir. Safnasjóður styrkti sýninguna.

Leiðsögn á safnadegi

Alþjóðlegi safnadagurinn er laugardaginn 18. maí. Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti. Þetta er fókusinn á alþjóðlega safnadeginum í ár.

Í tilefni alþjóðlega safnadagsins verður gestum og gangandi boðið upp á leiðsögn um Litla-Hraun sögusýningu í Húsinu á Eyrarbakka. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Fangelsisins Litla-Hraun og lýkur 9. júní næstkomandi. Opið er alla daga kl. 11-18. ðið up

read more

1 2 3 16