Jól í Húsinu

Tr  glugga - CopyJólasýning í Húsinu  opnar sunnudaginn 9. desember kl. 13.00. Síðar sama dag leggja rithöfundar undir sig stássstofuna og færa gesti inn í skáldsagnaheim. Eyrún Ingadóttir les úr bók sinni Ljósmóðirin sem fjallar um ævi hinnar stórmerku Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka, Einar Kárason færir okkur á sinn einstaka hátt inn í heima fornu hetjanna með bók sinni Skáld  og eftir kaffi kemur Bjarni Harðarson með upplestur úr sögulegri skáldsögu sinni Mensalder og Gerður Kristný endar skáldastundina með ljóðum sínum úr bókinni Strandir.  Dagskráin hefst kl. 16.00 engin aðgangseyrir er þennan dag og eru allir velkomnir að eyða stund saman og þiggja jólakaffi.skald

read more

Jólasagnfræði í Húsinu

husidÍ kvöld miðvikudagskvöldið 21. nóvember mun Sögufélag Árnesinga standa fyrir fræðslufundi í Húsinu á Eyrarbakka. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur mun fjalla um jólin út frá menningarsögulegu sjónarmiði og nefnir hann erindi sitt „Jólasagnfræði“. Fundurinn sem hefst kl. 20 er öllum opinn og án aðgangseyris.

Myntsafnarinn Helgi sveipaður ljúfum tónum

holar smaEinstakt myntsafn Helga Ívarssonar í Hólum verður til sýnis í Húsinu á Eyrarbakka á Safnahelgi á Suðurlandi dagana 2.-4 nóvember næstkomandi. Bakkadúettinn Unnur og Jón Tryggvi spila í Sjóminjasafni á laugardagskvöldið og gleymdar konur í íslenskri tónlistarsögu verða dregnar fram í dagsljósið í flutningi Sigurlaugar Arnardóttur  og Þóru Bjarkar Þórðardóttur í Húsinu á sunnudaginn.

Bóndinn og fræðimaðurinn Helgi Ívarsson (1929-2009) bóndi og fræðimaður í Hólum í Stokkseyrarhreppi var mjög virkur myntsafnari og nú sýnir Héraðskjalasafn Árnesinga safn hans í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. Helgi arfleiddi söfnin tvö að öllum eigum sínum.Einnig eru á sýningunni brot af innbúi Helga, m.a. skrifborð hans og ritvél auk málverka sem prýddu veggi Hólaheimilisins.

read more

Kynningarfundur í Húsinu: Ferð á slóðir Vesturheimsfara

hsFyrirhuguð er ferð á slóðir Vesturheimsfara næsta vor og verður kynningarfundur haldinn laugardaginn 22. september kl. 14 í Húsinu á Eyrarbakka.

Landnám í Vesturheimi – upphaf Vesturfaratímabilsins 1870

Svonefnt Vesturfaratímabil hófst á Íslandi árið 1870 og því lauk 1914. Á hverju ári tímabilsins fóru Íslendingar vestur um haf. Talið er að um 15 þúsund Íslendingar hafi flutt til Vesturheims. Upphaf vesturferðanna má rekja til Eyrarbakka. Þaðan fóru fyrstu vesturfararnir 1870 og segja má að þeir hafi mótað nokkuð stefnuna fyrstu árin. Ákvörðun þeirra að fara til Wisconsin í Bandaríkjunum leiddi fleiri á sömu slóðir.

read more

Sumarsýning endar

Einar Gunnar 01bNú fer að líða að lokum sýningarinnar Sunnlendingar á Ólympíuleikum sem opnuð var í Húsinu á Eyrarbakka í vor. Þar er greint með skemmtilegum hætti frá þátttöku Skarphéðinsmanna á þessum stærsta íþróttaviðburði heimsins. Sýningin er opin almenningi til 16. september svo að nú eru síðustu forvörð að líta hana augum. Hún verður jafnframt opin fyrir hópa til 14. október og skal þá hafa sambandið við safnið í síma 483 1082. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Héraðssambandsins Skarphéðins í tilefni 100 ára afmælis Íþróttasambands Íslands.

read more

MARSTAL

marstal1Árið 1937 endaði danska timburflutningaskipið Hertha sjódaga sína eftir strand við Eyrarbakka. Skipið var rifið og nýtt. Hertha var næst síðasta hafskipið til að stranda við Eyrarbakka.

Þegar litið ef yfir sögu sjóslysa við Eyrarbakka verður manni ljóst að þau hafa verið tíð og mannskæð þótt engin hafi farist í tilviki Herthu. Hertha var seglskip sem gert var út frá danska bænum Marstal sem liggur á eyni Ærö.

Á austurvegg Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka má sjá skilti þar sem skorið er út bæjarheitið Marstal. Hefur það prýtt skipið með sínu gyllta letri og flúruðu skrauti áður en örlög þess voru ráðin. Fyrir nokkru komu til okkar á safnið Danir sem er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að þeim rak í rogastans þegar þau sáu merkið. Það vildi svo til að þau áttu ættir að rekja til Marstal og fannst það ótrúleg tilviljun að vera komin á safn í íslenskum smábæ og sjá þar áður nefnt merki.

read more

Íslandsást í Ameríku

Hans BFyrirlestur Sunnu í Húsinu

Saga Íslendinga í Norður-Ameríku verður flutt í máli og myndum í Húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 19. ágúst kl. 18. Vestur -Íslendingurinn  og ættfræðingurinn Sunna (Olafson) Furstenau frá Norður-Dakota  í Bandaríkjunum leggur áherslu á sögu Íslendinga í sínu fylki og hvernig samfélagið þar vinnur að því að varðveita menningararfleiðina. Þekktir Íslendingar þaðan eru Stefán G. Stefánsson, Vilhjálmur Stefánsson, K. N. Júlíus, sr. Páll Þorláksson og sr. Friðrik Bergmann að ógleymdum kaupmannssyninum sr. Hans Baagöe Thorgrímsen sem ólst upp í Húsinu á Eyrarbakka og meðfylgjandi ljósmynd er af.

read more

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012

aldamot2011Til að heiðra blómaskeið Eyrarbakka á áratugunum í kringum aldamótin 1900 hafa Bakkamenn boðið til aldamótahátíðar undanfarin sumur. Að þessu sinni er hún haldin helgina 10. til 12. ágúst og verður margt gert til að minna á gamla tímann.  Thomsen-bíllinn, gamla sparidressið, gömlu dansarnir, íslenska kjötsúpan, fegurðarsamkeppni húsdýra, engjakaffi, bundin sátan, skottmarkaður og heiðursflug dúfna er meðal þess sem verður í boði.  Allir velkomnir. Aldamótatilboð á öllum viðkomustöðum, næg tjaldstæði.  Sjá nánar hér: Aldamtaht 2012

read more

Sænsk kvikmynd tekin við Húsið

IMG_4118Í gær var unnið að tökum á sænsku kvikmyndinni Hemma við Húsið á Eyrarbakka. Leikstjórinn og leikmyndahönnuðurinn féllu fyrir garðinum fyrir framan Húsið og óskuðu eftir að fá að taka þar upp senur sem gerast eiga í tveimur erfidrykkjum. Var því sænska þjóðfánanum flaggað í hálfa stöng.

Sænska kvikmyndin Hemma er tekin að mestu leyti upp á Eyrarbakka. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur, sem hefur búið og starfað í Svíþjóð undafarna tvo áratugi. Fjallar myndin um ferð stúlku til ömmu sinnar í þorp úti á landi, þar sem hún m.a. uppgötvar ástina.

read more

Danska fánanum flaggað

upptakaÞað var ekki laust við að vegfarendur um Götuna á Eyrarbakka rækju upp stór augu í gær 11. júlí. Búið var að flagga danska fánanum, Dannebrog, við Húsið og Eyrarbakkakirkju. Austan við Húsið gaf að líta eftirlíkingu Sverris Andréssonar á Selfossi af Thomsen-bílnum sem ekið var á Eyrarbakka árið 1904. Þarna voru á ferð Eggert Þór Bernharðsson prófessor við Háskóla Íslands og Ármann Gunnarsson djákni sem vinna að tilraunaverkefninu Fréttaskot út fortíð. Það gengur út á að búa ýmis atvik úr fortíðinni í búning nútímasjónvarpsfrétta. Alls verða fréttirnar tíu í þessari umferð og eru þeir búnir að taka fimm; spænska veikin í Reykjavík 1918 (tökustaður: Árbæjarsafn), kvenréttindabarátta 1888 (Árbæjarsafn), galdrabrennur á Ströndum 1654 (Kotbýli kuklarans Bjarnarfirði), vinnumaður losnar úr vistarskyldu 1891 (Ósvör við Bolungarvík) og fyrsti bíllinn á Íslandi 1904 við Húsið á Eyrarbakka. thomsenbill2Einnig verður sagt frá og rætt við konu sem komst undan í Tyrkjaráninu 1627 í Vestmannaeyjum. Og svo verður haldið áfram með fleiri spennandi fréttir úr fortíðinni.

read more