Byggðasafn Árnesinga

Syngjum dátt og höfum hátt

Hópsöngur verður í stássstofu Hússins laugardaginn 5. apríl kl. 20.00 við undirleik Örlygs Benediktssonar.  Þeir sem hafa upplifað hópsöng í gömlu stofunni vita að fátt kemst í hálfkvisti við þá upplifun.  Engin aðgangseyrir er á viðburðinn....

Leyndardómar Suðurlands 26. mars – 6. apríl

Séropnun verður hjá Byggðasafninu í tilefni viðburðardaganna Leyndardómar Suðurlands. Húsið  og Eggjaskúr verða opin alla viðburðadagana  frá  12 – 17.  Báðar helgarnar verður hægt að slá tvær flugur í einu höggi fyrir 1000 krónur, koma í safnið og rölta svo yfir...

Þjóðháttaskráning

Um þessar mundir er það nýmæli við safnið að verið er að skrá þjóðhætti og  þannig varðveita gögn sem varpa ljósi á siði, venjur og lífshætti  í Árnessýslu. Fyrsta verkefnið við þjóðháttaskráninguna er að skrá jarðskjálftasögur Sunnlendinga frá árinu 2008 í...

Gleðileg jól

Starfsmenn Byggðasafns Árnesinga senda öllum velunnurum safnsins bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með þökkum fyrir samstarf á árinu sem er að líða. Horft er með tilhlökkun til allra skemmtilegu viðburðana sem munu eiga sér stað á safninu  á árinu...

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu Bókaupplestur verður í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 7. desember og hefst kl. 16 í stássstofunni. Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum, Þór Magnússon fyrrv. þjóðminjavörður segir frá ritinu Íslenzk silfursmíð. Sigríður...

Beitningaskúrinn opnaður til sýningar

Í nóvemberbyrjun var Beitningaskúrinn við Óðinshús opnaður til sýningar.  Beitningaskúrinn var byggður 1925 á blómaskeiði vélbátaútgerðar á Eyrarbakka.  Það var aðgerðahús, netaverkstæði og einnig var þar beitt. Hin svonefnda Austurbryggja eða Heklubryggja var fyrir...

Ný heimasíða

Opnuð hefur verið ný heimasíða fyrir Byggðasafn Árnesinga.  Slóðin er hin sama og áður www.husid.com.  Bob van Duin sá um gerð síðunnar sem keyrð er af Wordpress vefumsjónarkerfinu.  Verður núna hér eftir hægt að fylgjast með nýjustu tíðindum frá safninu en gamla...

Ljósan á Bakkanum

Baráttumál, starfsaðstæður og langur og strangur æfiferill ljósmóður eru viðfangsefni sýningar sem opnuð verður í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 24. maí og nefnist Ljósan á Bakkanum. Sýningin fjallar um líf og störf Þórdísar Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka...

Sarpur opnar

Opnað hefur verið fyrir vefinn www.sarpur.is sem er gagnagrunnur  er varðveitir upplýsingar um 400 þúsund aðföng sem varðveitt eru á íslenskum minjasöfnum. Byggðasafn Árnesinga hefur skráð í Sarp undanfarin 10 ár muni, ljósmyndir og fornleifar og með opnun ytri-vef...

Handritin alla leið heim

Föstudaginn 10. maí kl. 18 verður opnuð sýning á handritinu Skáldskaparfræði í Húsinu á Eyrarbakka. Sýningin er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Byggðasafns Árnesinga í tilefni af 350 ára afmæli Árna. Séra Halldór Torfason í...