Hafsjór – dagskrá

Laugardaginn og sunnudaginn 11.-12. júní komandi helgi er komið að lokapunkti Alþjóðlegu listahátíðarinnar Hafsjós/Oceanus við Húsið á Eyrarbakka. Opnaðar verða sýningar sem standa fram á haust í ólíkum rýmum safnsins. Dansgjörningar, tónlist og fleira verða um helgina. Sjón er sögu ríkari. Frítt er á safnið báða daga. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Byggðasafn Árnesinga og listakonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir standa að hátíðinni sem styrkt er af Uppbyggingasjóði Suðurlands og fjölmörgum fyrirtækjum. Listamennirnir eru alls 20 talsins frá 12 löndum. Þeir hafa dvalið í mánuð á Eyrarbakka og unnið list sína úr umhverfinu. read more

Syngjandi kaffikvörn og dansgjörningur í kartöfluskemmu

Viltu koma og heyra hvernig kaffikvörn syngur? Má bjóða þér að óma HAFSJÓR inná hljóðlistaverk eða þrykkja stein á tau? Eða langar þig að sjá hvernig listamenn umbreyta kartöfluskemma í svið og stíga dans við undarlega tóna?

Ef þetta hljómar áhugavert þá ættir þú endilega að leggja leið þína á  Eyrarbakka um helgina en þar stendur nú yfir alþjóðlega listahátíðin Hafsjór – Oceanus.

Á  föstudagseftirmiðdag 3. júní kl. 17.00 taka nokkrir listamenn á móti gestum í byggðasafninu í Húsinu. Anil Subba hljóðlistamaður frá Nepal ásamt Im Tae Woong frá Suður Kóreu sýna hvernig þeir draga hljóð úr ólíkum hlutum. Kaffikvörn er orðin hluti af hljóðfærum þeirra. Einnig fá gestir að þrykkja með bleki á tau undir leiðsögn Sung Baeg frá Suður Kóreu og fólk má gjarnan koma með eigin bol til að þrykkja á ef það óskar þess.  Pólverjinn Piotr Zamojski er að vinna að hljóðlistaverki um hafið og óskar eftir aðstoð frá fólki. Hann verður inni í Eggjaskúr að taka upp raddir fólks. Þetta er mjög einfalt; þáttakendur eru beðnir um að segja upphátt: Hafsjór eða H-A-F-S-J-Ó-R. Upptökurnar verða síðan hluti af listaverki hans á sýningu í Húsinu í sumar. read more

Í görðum safnsins með Hafsteini Hafliðasyni

Hafsteinn Hafliðason einn fremst garðyrkjumaður landsins heimsækir Eyrarbakka sunnudaginn 29. maí og verður með erindi og leiðsögn við safnið.

Ljósm. Gunnar Jónatansson.

Í borðstofu Hússins stendur nú yfir sýningin Með mold á hnjánum þar sem stiklað er á stóru yfir sögu og þróun garðyrkju í Árnessýslu. Það er þannig kjörið tækifæri til að fá Hafstein til að miðla með sér fróðleik úr heimi garðyrkjunnar.  Hafsteinn hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar árið 2018. Hann vann lengst af hjá Blómavali en einnig sem garðyrkjustjóri í tveimur sveitarfélögum.  Hafsteinn hefur kennt við Garðyrkjuskóla ríkisins, setið í ritstjórn Garðyrkjuritsins skrifað bækur og greinar og starfað sem sjálfstæður garðyrkjuráðgjafi svo fátt eitt sé nefnt. Nýjasta stórvirki hans er bókin Allt í blóma sem kom út á þessu ári. read more

Hafsjór í Húsinu á Eyrarbakka

Á miðvikudagskvöld 18. maí er tilvalið að líta inn í Húsið á Eyrarbakka en þar verður lauflétt kynning á alþjóðlegu listahátíðinni Hafsjó – Oceanus og hefst samkoman kl. 19.00. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir listakona og sýningarstjóri kynnir nýhafna listahátíð og listamenn frá öllum heimshornum taka á móti gestum. Kakó, smákökur og furðusnakk verður í boði og allir eru velkomnir.  

Sjálf listahátíðin verður lyftistöng fyrir samfélagið því á næstu vikum munu listamennirnir vinna verk sín á Eyrarbakka og sækja innblástur bæði úr nærsamfélaginu og úr safninu. Afraksturinn verður sumarsýning sem mun teygja sig um fjölmörg rými byggðasafnsins. Í heilan mánuð verða líka alls kyns viðburðir, vinnusmiðjur og uppákomur í boði fyrir gesti og gangandi og er vert að fylgjast vel með okkur á samfélagsmiðlum því ýmislegt verður kynnt með stuttum fyrirvara. Nánari um listhátíðina má sjá á samfélagsmiðlum og á heimasíðunni www.oceanushafsjor.com read more

Sumarið gengur í garð

Sumaropnun hefur tekið gildi á safninu og geta gestir nú heim´sótt safnið alla daga kl. 11-18 til loka september.

Þema sumarsins er Hafsjór en listamenn úr öllum heimshornum munu í sumar skapa list og sýna á safninu. Sjá OCEANUS HAFSJÓR (oceanushafsjor.com)

Safnið verður þátttakandi í Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 25. júní.

Skólar og hópar skulu panta tíma hjá safnstjóra í síma 891 7766. Að öðru leyti þurfa gestir ekki að gera boð á undan sér og allir velkomnir. read more

Frítt á safnið á Vori í Árborg

Frítt er á sýningar safnsins á menningarhátíðinni „Vor í Árborg“ sem hefst sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag 24. apríl.  Leikurinn „Gaman saman“ á vegum Árborgar er með stoppistöð hjá okkur og allir gestir geta fengið stimpil í vegabréfið sitt við heimsókn í safnið.

Einnig býður safnið uppá opna blómasmiðju í gamla fjárhúsinu á safnasvæðinu. Þar er tilvalið að setjast niður og sá fyrir sumarblómum í potta og krúsir. Gestir velja hvort þeir vilja taka pottinn með sér heim eða skilja eftir hjá okkur. Í skemmunni í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er hægt að eiga gæðastund og lita og leika. read more

Með mold á hnjánum – sýning um garðyrkju í Árnessýslu

Jólakveðja 2021

Sendum öllum velunnurum Byggðasafns Árnesinga bestu jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir liðið. Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt hjá safninu og safnið eignaðist nýja innri aðstöðu. Aðsókn var með ágætum þrátt fyrir faraldur. Við tökum fagnandi nýju ári með hafsjó af skemmtilegum verkefnum.

Kær kveðja,

Starfsfólk Byggðasafns Árnesinga