„Safnið okkar“ í Barnabæ

Safnid okkar„Safnið okkar“ hefur verið opnað í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar gefur að líta ýmsa muni sem vaskur hópur skólabarna valdi úr safnskosti safnanna á Eyrarbakka og af háalofti skólans. Sýningin er eins og gömul skólastofa og geta gestir skoðað náttúrudeildina, lært að kemba í handavinnu, pikkað á ritvél, lesið um gamla skólann á ströndinni eða farið í skammarkrókinn.

Byggðasafn Árnesinga tekur þátt í Barnabæ Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þessa vikuna. „Safnið okkar“ er opið í dag fimmtudaginn 7. júní og er  á annari hæð skólahússins á Stokkseyri. read more

Skipasmíðar við Sjóminjasafnið

smidad 2012Talið er að um 80 leikfangaskip hafi verið smíðuð við Sjóminjasafnið í dag á sérstökum „smíðadegi“ í tilefni Vors í Árborg. Ungir sem aldnir komu með hamra sína og smíðuðu sinn eigin bát. Allt efni var á staðnum og voru starfsmenn safnsins önnum kafnir í allan dag við að sníða niður efnið í bátana.

Í Sjóminjasafninu eru einnig sýning á skipasmíðaverkfærum og gömlum báts- og skipslíkönum.  Í dag var ratleikur í boði fyrir yngstu safngestina sem féll í góðan jarðveg.  Ekki spillti góða veðrið. Sólin skein á skipasmiðina ungu. read more

Sunnlendingar á Ólympíuleikum

G 13Fjölmenni var við opnun sumarsýningar Byggðasafns Árnesinga Sunnlendingar á Ólympíuleikum sem opnaði föstudaginn 18. maí kl. 18 í Húsinu á Eyrarbakka.  Á sýningunni er greint frá afrekum þeirra Skarphéðinsmanna sem náð hafa þeim árangri að keppa á Ólympíuleikum.

Lítið hefur verið gert af því að minnast og heiðra sérstaklega afreksfólk sem náð hefur því takmarki að keppa á Ólympíuleikum – stærsta íþróttaviðburði heimsins. Með sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bæta úr því. Svo skemmtilega vill til að Sigfús Sigurðsson var fyrstur Sunnlendinga til að keppa á Ólympíuleikum í London 1948, en leikarnir í ár fara einmitt fram í þeirri sömu borg. read more

Sumarið gengur í garð

Þann 15. maí tekur gildi sumaropnun safnanna á Eyrarbakka. Frá þeim degi til 15. september verður opið í Húsinu kl. 11 til 18 alla daga vikunnar.  Einnig er tekið á móti hópum á öðrum tímum eftir samkomulagi.  Sími safnsins er 483 1504.

HusiðB

Hveitipokasýning framlengd

Hveitipoka KonurVegna mikillar aðsóknar hefur sýningin Hveitipoki verður kjóllverið framlengd til aprílloka. Opið verður á laugardögum og sunnudögum út apríl kl. 14 til 17.  Einnig geta hópar og skólar skoðað sýninguna eftir umtali.  Sjá nánarhttp://byggdasafn.is/safnid/frettir/hveitipoki-verdur-kjoll.  Á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin er á sýningunni eru Linda Ásdísardóttir safnvörður og Hildur Hákonardóttir vefari á sýningunni en þær settu hana upp. Linda klæðist hveitipokakjól eftir Helgu Guðjónsdóttur frá Litlu-Háeyri en Hildur er í mussu eftir systurdóttur Helgu, Valgerði K. Sigurðardóttur. read more