Byggðasafn Árnesinga

Sumarsýning endar

Nú fer að líða að lokum sýningarinnar Sunnlendingar á Ólympíuleikum sem opnuð var í Húsinu á Eyrarbakka í vor. Þar er greint með skemmtilegum hætti frá þátttöku Skarphéðinsmanna á þessum stærsta íþróttaviðburði heimsins. Sýningin er opin almenningi til 16. september...

MARSTAL

Árið 1937 endaði danska timburflutningaskipið Hertha sjódaga sína eftir strand við Eyrarbakka. Skipið var rifið og nýtt. Hertha var næst síðasta hafskipið til að stranda við Eyrarbakka. Þegar litið ef yfir sögu sjóslysa við Eyrarbakka verður manni ljóst að þau hafa...

Íslandsást í Ameríku

Fyrirlestur Sunnu í Húsinu Saga Íslendinga í Norður-Ameríku verður flutt í máli og myndum í Húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 19. ágúst kl. 18. Vestur -Íslendingurinn  og ættfræðingurinn Sunna (Olafson) Furstenau frá Norður-Dakota  í Bandaríkjunum leggur áherslu á sögu...

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012

Til að heiðra blómaskeið Eyrarbakka á áratugunum í kringum aldamótin 1900 hafa Bakkamenn boðið til aldamótahátíðar undanfarin sumur. Að þessu sinni er hún haldin helgina 10. til 12. ágúst og verður margt gert til að minna á gamla tímann.  Thomsen-bíllinn, gamla...

Sænsk kvikmynd tekin við Húsið

Í gær var unnið að tökum á sænsku kvikmyndinni Hemma við Húsið á Eyrarbakka. Leikstjórinn og leikmyndahönnuðurinn féllu fyrir garðinum fyrir framan Húsið og óskuðu eftir að fá að taka þar upp senur sem gerast eiga í tveimur erfidrykkjum. Var því sænska þjóðfánanum...

Danska fánanum flaggað

Það var ekki laust við að vegfarendur um Götuna á Eyrarbakka rækju upp stór augu í gær 11. júlí. Búið var að flagga danska fánanum, Dannebrog, við Húsið og Eyrarbakkakirkju. Austan við Húsið gaf að líta eftirlíkingu Sverris Andréssonar á Selfossi af Thomsen-bílnum sem...

Íslenski safnadagurinn 2012

Íslenski safnadagurinn verður sunnudaginn 8. júlí í ár. Söfn hafa almennt boðið upp á ókeypis aðgang á þessum degi, sem nýttur hefur verið til að kynna blómlegt, mikilvægt og metnaðarfullt starf íslenskra safna.  Yfirskrift dagsins er líkt og fyrri ár „fyrir...

Gamlir kjörkassar á safnið

Í gær var Byggðasafni Árnesinga færðir þrír gamlir kjörkassar til varðveislu og er meðfylgjandi ljósmynd tekin við það tækifæri fyrir framan Húsið á Eyrarbakka. Á ljósmyndinni er safnstjórinn Lýður Pálsson ásamt Yfirkjörstjórn Árborgar þeim Boga Karlssyni, Steinunni...

Rjómabúið á Baugsstöðum opnar

Skammt austan Stokkseyrar er eina fallegustu  perlu íslenskrar safnaflóru að finna, Rjómabúið á Baugsstöðum. Það er opið um helgar í júlií og ágúst. Rjómabúið tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952 lengst allra rjómabúa hér á landi.  Á 8. áratug síðustu...

Jónsmessuhátíð í blíðskaparveðri

Veðrið lék við gesti og gangandi á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka um síðustu helgi.  Dagskráin hófst með brúðuleikhúsinu við Sjóminjasafnið en síðan komu dagskrárliðirnir hver á eftir öðrum.  Íþróttaæfing var við Húsið á Eyrarbakka um miðjan daginn þar sem...