Kirkjubær opnar

jún 15, 2016

kirkjubær fre´ttatilkynningSýningin Draumur aldamótabarnsins opnar í Kirkjubæ föstudaginn 17. júní kl. 12 og eru allir velkomnir. Kirkjubær sem stendur rétt við Húsið á Eyrarbakka verður nú hluti af fjölbreyttu sýningarhaldi Byggðasafns Árnesinga.
Byggðasafn Árnesinga keypti Kirkjubæ árið 2011 og hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á húsinu og sýningargerð. Safnið hefur nýtt arf Helga Ívarssonar frá Hólum til þessa verkefnis. Kirkjubær er lítið bárujárnsklætt timburhús frá 1920 byggt af alþýðufólki og var búið í því til 1983 er það varð að sumarhúsi. Umhverfis húsið er gróðurmikill garður.
Það verður opið í Kirkjubæ á sama tíma og Húsið og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og er kærkomin viðbót við sýningarhaldið. Sýningin Draumur aldamótabarnsins varpar ljósi á líf almennings á tímabilinu 1920-40 og er bæði uppfull af safnmunum í réttu samhengi og skemmtilegum fróðleik um tímabilið. Húsakynnin sjálf tala sínu máli.