Kjólakaffi með Aubý í Húsinu

jún 20, 2017

BAM 2007-aubýÁ Jónsmessumorgni 24. júní er gestum boðið í kjólakaffi með Auðbjörgu Guðmundsdóttur fyrrum húsfreyju Hússins.  Gestir þurfa að mæta í kjólum eða kjólfötum (jafnvel  jakkafötum) og þiggja svo dísæta mola og  frúarkaffi úr fínustu bollum. Frítt er inn á kjólakaffið sem hefst kl. 10 að morgni og stendur til kl. 11.30.  Mjög við hæfi er að skoða einnig litríka sumarsýningu safnsins Kjóllinn en þar eru sýndir kjólar Guðfinnu Hannesdóttur og Helgu Guðjónsdóttur í samspili við margskonar kjóla frá gestum.  Kjólakaffi með Aubý er hluti af sumardagskrá safnsins í tengslum við kjólasýninguna og er dagskráin styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

Að vanda er mikið líf og fjör á Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og kjólakaffið er aðeins einn af mörgum viðburðum þennan dag. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má sjá hér https://byggdasafn.is/jonsmessuhatid-a-eyrarbakka-24-juni-2017-kjolakaffi-i-husinu/

Meðfylgjandi ljósmynd tók © Guðmundur Jóhannesson ljósmyndari af Auðbjörgu í Húsinu um 1990.