Leyndardómar Suðurlands 26. mars – 6. apríl

mar 24, 2014

mynd ofan á píanói

Séropnun verður hjá Byggðasafninu í tilefni viðburðardaganna Leyndardómar Suðurlands. Húsið  og Eggjaskúr verða opin alla viðburðadagana  frá  12 – 17.  Báðar helgarnar verður hægt að slá tvær flugur í einu höggi fyrir 1000 krónur, koma í safnið og rölta svo yfir kirkjutorgið og fá sér kaffi og köku í veitinga- og kaffihúsinu Rauða húsinu. Beitningaskúrinn  sem er staðsettur í miðju þorpi niður við sjó verður opinn báðar helgar frá 12-17 og frír aðgangur.

Hópsöngur verður í Húsinu 5. apríl kl. 20.00 við undirleik Örlygs Benediktssonar, frír aðgangur. Sama kvöld opnar Rauða húsið  dyrnar á kránni í kjallaranum upp á gátt og þar er hægt að svala þorstanum fram eftir kvöldi.

Frítt verður í safnið á virkum dögum á Leyndardómum Suðurlands.