Opið alla daga í sumar

maí 9, 2014

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Sumartími er genginn í garð hjá söfnunum á Eyrarbakka, Húsinu og Sjóminjasafninu.  Þar er opið alla daga kl. 11-18 og eftir samkomulagi á öðrum tímum. Hið stórmerka 18. aldar hús er sem fyrr aðal aðdráttaraflið og í Sjóminjasafninu hinn einstaki gripur áraskipið Farsæll. Í borðstofu Húsisns er sýningin Ljósan á Bakkanum um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður og stormasama ævi hennar og í Assistentahúsinu örsýningin Handritin alla leið heim sem fjallar um Árna Magnússon og handritið SKáldskaparfræði. Í forsal Sjóminjasafnins er hægt að sjá á skjá ljósmyndir og sögu vélbáta frá Eyrarbakka.

 

Allir velkomnir í Húsið og Sjóminjasafnið í sumar!