Rannsóknir

Við Byggðasafn Árnesinga eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir í samræmi við stofnskrá safnsins, en þar segir: “Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrá, varðveita, forverja og rannsaka minjar um byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu og kynna þær almenningi.”

Rannsóknir safnsins eru almennt um sögu héraðsins en þó eru skráning og rannsóknir á safnmunum tímafrekar. Sömuleiðis hefur safnið stundað fornleifarannsóknir og nú síðustu ár tileinkað sérsamtímasöfnun eftir skandinavískri aðferðafræði.

Sjá hér flipa til hægri.