Almennar rannsóknir

Í stofnskrá Byggðasafns Árnesinga segir: “Hlutverk Byggðasafns Árnesinga er að safna, skrá, varðveita, forverja og rannsaka minjar um byggða-, menningar- og atvinnusögu Árnessýslu og kynna þær almenningi.”

Rannsóknastarf Byggðasafns Árnesinga fellst fyrst og fremst í öflun viðbótarupplýsinga um safngripi og ljósmyndir – og reyndar almennt um sögu og menningu alls héraðsins – og úrvinnsla og vistun á þessum upplýsingum. Jafnframt hefur verið lögð mikil rækt við sögu Hússins á Eyrarbakka og eru til drög að handriti. Meðal rannsókna má nefna:

 

Rannsóknir í tengslum við skráningu og forvörslu safngripa.

Rannsóknir og greining á ljósmyndum.

Rannsóknir – til að svara fyrirspurnum til safnsins.

Rannsóknir vegna sýninga.

Rannsóknir á húsum og búsetulandslagi – húsakannanir.

Rannsóknir á sögu Hússins.

Rannsóknir á sögu safnanna.

Rannsóknir af áhuga og frumkvæði starfsmanna.

Rannsóknir á afmörkuðum þáttum er tengjast sögu héraðsins og rúmast innan þess sem segir um hlutverk safnanna í stofnskrám.

 

Afrakstur rannsókna má sjá í útgáfustarfi og þá fyrst og fremst í útgáfu á rannsóknarskýrslum.  Heimildarmyndin Húsið á Eyrarbakka eftir Andrés Indriðason, sem gerð var árið 2007 og sýnd í Sjónvarpinu nokkru síðar, er afrakstur rannsókna undanfarinna áratuga. Sömuleiðis bókin Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson safnstjóra sem kom út árið 2014.