„Safnið okkar“ í Barnabæ

jún 6, 2012

Safnid okkar„Safnið okkar“ hefur verið opnað í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar gefur að líta ýmsa muni sem vaskur hópur skólabarna valdi úr safnskosti safnanna á Eyrarbakka og af háalofti skólans. Sýningin er eins og gömul skólastofa og geta gestir skoðað náttúrudeildina, lært að kemba í handavinnu, pikkað á ritvél, lesið um gamla skólann á ströndinni eða farið í skammarkrókinn.

 

Byggðasafn Árnesinga tekur þátt í Barnabæ Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þessa vikuna. „Safnið okkar“ er opið í dag fimmtudaginn 7. júní og er  á annari hæð skólahússins á Stokkseyri.