Starfsemi

Opnunartími

Söfnin á Eyrarbakka eru opin alla daga frá og með 1. maí til og með 30. september hvert ár kl. 11-18.

Hópar, stórir sem smáir, geta skoðað safnið á öðrum tímum allt árið.  Jafnframt er tekið á móti skólahópum eftir pöntunum.

Frá 1. október til 30. apríl ár hvert eru söfnin á Eyrarbakka, Húsið, Kirkjubær og Sjóminjasafnið, opin á sérauglýstum viðburðum.  Einnig eru einstaka sinnum haldnir auglýstir fyrirlestrar og tónleikar í Húsinu.

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir er 1000 kr fyrir 18 ára og eldri en ókeypis fyrir börn. Hópaafsláttur og eldri borgara afsláttur er veittur.

Skrifstofa

Skrifstofa safnsins er í Þjónustuhúsi Byggðasafns Árnesinga að Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka.  Síminn þar er 483 1082. Viðtalstímar eftir samkomulagi. Í þjónustuhúsinu eru jafnframt aðalgeymslur safnanna og bókasafn.

Starfsfólk

20160701_1723032Lýður Pálsson, safnstjóri,  lydurp(hjá)byggdasafn.is, gsm 891 7766. BA í sagnfræði frá HÍ árið 1990 og MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun árið 2014. Hefur starfað hjá safninu frá 1992.

Linda Ásdísardóttir, safnvörður, linda(hjá)byggdasafn.is, gsm 820 0620. BA í íslensku frá HÍ og MA-próf í safnafræði frá HÍ árið 2016. Kom til starfa sem safnvörður árið 2008.

Aðrir starfsmenn í hlutastörfum, nánari upplýsingar í síma 483 1504 eða 483 1082.

thjonustuhus

Heimilisföng og símar

Byggðasafn Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka (Eyrargötu 50), 820 Eyrarbakki,  sími 483 1504

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka, Túngötu 59, 820 Eyrarbakki, sími 483 1273

Byggðasafn Árnesinga, þjónustuhúsi að Hafnarbrú 3, 820 Eyrarbakki, sími 483 1082

Samstarf

Safnið er í samstarfi við Bakkastofu um móttöku hópa, sjá nánar á www.bakkastofa.com