Húsið á Eyrabakka

Byggðasafn Árnesinga

Starfsemi

Opnunartími

Söfnin á Eyrarbakka eru opin alla daga frá og með 1. maí til og með 30. september hvert ár kl. 11-18.

Hópar, stórir sem smáir, geta skoðað safnið á öðrum tímum allt árið.  Jafnframt er tekið á móti skólahópum eftir pöntunum.

Frá 1. október til 30. apríl ár hvert eru söfnin á Eyrarbakka, Húsið, Kirkjubær og Sjóminjasafnið, opin á sérauglýstum viðburðum.  Einnig eru einstaka sinnum haldnir auglýstir fyrirlestrar og tónleikar í Húsinu. Það er auglýst hverju sinni á fréttasíðu www.byggdasafn.is

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir er 1500 kr fyrir 18 ára og eldri en ókeypis fyrir börn. Hópaafsláttur, öryrkja og eldri borgara afsláttur er veittur.   Fyrir aðra þjónustu safnsins sjá verðskrá Byggðasafns Árnesinga 2022

Hópar

Tekið er á móti hópum af öllu tagi á öllum tímum ársins undir leiðsögn safnstjóra eða safnvarðar. Fyrirkomulag eftir samkomulagi. Tímapantanir og nánari upplýsingar í síma 483 1082 eða info(hjá)byggdasafn.is.

Skrifstofa

Skrifstofa safnsins er í Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.  Síminn þar er 483 1082. Viðtalstímar eftir samkomulagi. Þar eru jafnframt aðalgeymslur safnanna og bókasafn.

Salur

Í Búðarstíg 22 er 100 fm salur ásamt eldhúsi. Salurinn er leigður út fyrir veislur, fundi og aðrar samkomur. Góð nettenging er í salnum. Upplýsingar eru veittar í síma 483 1082 og á info(hjá)byggdasafn.is

Varðveisla

Varðveisluaðstaða Byggðasafns Árnesinga er í Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.

Starfsfólk

Safnstjóri: Lýður Pálsson,  lydurp(hjá)byggdasafn.is, gsm 891 7766. BA í sagnfræði frá HÍ árið 1990 og MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun árið 2014. Hefur starfað hjá safninu frá 1992.

Safnvörður: Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, res(hjá)byggdasafn.is, gsm 862 7567, íslenskufræðingur og safnfræðinemi, hefur starfað hjá safninu frá því í byrjun mars 2020. Ragnhildur er í námsleyfi frá 1. janúar til 31. júlí 2022.

Safnvörður: Linda Ásdísardóttir, linda(hjá)byggdasafn.is, gsm 820 0620, íslenskufræðingur og MA í safnafræði, starfaði við safnið frá maí 2008 til september 2019. Tímabundin ráðning frá 1. desember 2021 til 31. júlí 2022.

Aðrir starfsmenn í hlutastörfum, nánari upplýsingar í síma 483 1504 eða 483 1082.

Heimilisföng og símar

Byggðasafn Árnesinga, Húsinu á Eyrarbakka (Eyrargötu 50), 820 Eyrarbakki,  sími 483 1504

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka, Túngötu 59, 820 Eyrarbakki, sími 861 8678 og 483 1082

Byggðasafn Árnesinga, skrifstofa, varðveisluaðstaða og sýningasalur, Búðarstíg 22, 820 Eyrarbakki, sími 483 1082

Samstarf

Safnið er í samstarfi við Bakkastofu um móttöku hópa, sjá nánar á www.bakkastofa.com

Safnasvæðið í kjarna Eyrarbakka, neðst til vinstri er Kirkjubær, Húsið, Assistentahúsið, Eggjaskúrinn og útihúsin hægra megin fyrir miðju og efst á túninu er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. (Ljósm. Friðþjófur Helgason 2021)

Phone

(+354) 483-1504

VISIT

11:00 – 18:00
Mán–Sun

Byggðasafn Ánesinga

Email

info@byggdasafn.is

Address

Eyrargata 50, 820 Eyrarbakki