Sarpur opnar

maí 11, 2013

sarpurOpnað hefur verið fyrir vefinn www.sarpur.is sem er gagnagrunnur  er varðveitir upplýsingar um 400 þúsund aðföng sem varðveitt eru á íslenskum minjasöfnum. Byggðasafn Árnesinga hefur skráð í Sarp undanfarin 10 ár muni, ljósmyndir og fornleifar og með opnun ytri-vef Sarps verða aðföng safnsins og Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka aðgengileg almenningi á vefnum.

 

Í Sarpi eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir, sem eru aðilar að Sarpi, skráð um eina milljón færslna í gagnasafnið sem varðveitt er á svonefndum  innri vef. Um helmingur þeirra er nú aðgengilegur á þessum vef, ytri vefnum. Bráðlega munu þau vel flest verða aðgengileg þar.

 

Slóðin er eins og áður segir www.sarpur.is