admin

Frítt á safnið á Vori í Árborg

Frítt er á sýningar safnsins á menningarhátíðinni „Vor í Árborg“ sem hefst sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag 24. apríl.  Leikurinn „Gaman saman“ á vegum Árborgar er með stoppistöð hjá okkur og allir gestir geta fengið stimpil í vegabréfið sitt við heimsókn í safnið.

Einnig býður safnið uppá opna blómasmiðju í gamla fjárhúsinu á safnasvæðinu. Þar er tilvalið að setjast niður og sá fyrir sumarblómum í potta og krúsir. Gestir velja hvort þeir vilja taka pottinn með sér heim eða skilja eftir hjá okkur. Í skemmunni í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er hægt að eiga gæðastund og lita og leika. read more

Með mold á hnjánum – sýning um garðyrkju í Árnessýslu

Jólakveðja 2021

Sendum öllum velunnurum Byggðasafns Árnesinga bestu jóla- og nýárskveðjur með þökkum fyrir liðið. Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt hjá safninu og safnið eignaðist nýja innri aðstöðu. Aðsókn var með ágætum þrátt fyrir faraldur. Við tökum fagnandi nýju ári með hafsjó af skemmtilegum verkefnum.

Kær kveðja,

Starfsfólk Byggðasafns Árnesinga

Jól í Húsinu á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga býður upp á notalega jólastemningu á aðventunni. Upplestur rithöfunda og skálda, bókastund fyrir börn, jólaævintýri, hátíðleg jólalög og jólasýning Hússins á Eyrarbakka. Jólaandinn verður á Eyrarbakka!

Sunnudaginn 28. nóvember, klukkan 16:00, lesa höfundar úr nýútkomnum verkum sínum. Í ár heimsækja Húsið þau Harpa Rún Kristjánsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Haukur Ingvarsson, Inga Kristjánsdóttir og Benedikt Jóhannsson. Um er að ræða fjölbreyttan hóp upplesara sem lesa úr skáldsögum, ljóðabókum og fræðiritum. read more

Nýtt merki Byggðasafns Árnesinga

Tekið hefur verið í notkun nýtt einkennismerki fyrir Byggðasafn Árnesinga. Sylvía Kristjánsdóttir grafískur hönnuður á Eyrarbakka hefur hannað nýja merkið.  Það táknar bátinn Farsæl og glugga safnahúsanna. Brátt má sjá þetta nýja merki á öllum safnahúsum, öllu bréfsefni, heimasíðu og á auglýsingum og merkingum safnahúsa.

Leiðsögn um sýninguna Missi í Húsinu á Eyrarbakka

Það er ýmislegt á döfinni hjá Byggðasafni Árnesinga. Sunnudaginn 31. október 2021 klukkan 14:00 verður leiðsögn um sýninguna Missi. Þar eru til sýnis persónulegir hlutir sem urðu dýrgripir eftirlifenda þegar ástvinur dó. Látlausir hlutir líkt og pappírsbátur, herðasjal og sparibaukur geyma oft mun dýpri sögu en virðist í fyrstu. Á sýningunni Missi er ljósinu beint að þessum fallega sið og tilfinningagildi gripanna heiðrað. Linda Ásdísardóttir, sýningarstjóri, mun leiða gesti í gegnum þessa einstöku sýningu sem engin ætti að láta framhjá sér fara. Sýningin hefur verið vel sótt og er þetta síðasta sýningarhelgin. read more

Októberopnun

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opið um helgar í október og eftir samkomulagi. Opnunartíminn er kl. 13 til 17 laugardaga og sunnudaga. Í borðstofu er sýningin Missir. Opið er í Eggjaskúrinn og Kirkjubæ. Helgina 9.-10. október verður listasmiðja í Kirkjubæ undir stjórn Davíðs Arts Sigurðssonar og eru allir ungir sem aldnir hvattir til að líta þar inn.  Sunnudaginn 31. október verður Linda Ásdísardóttir sýningarstjóri með leiðsögn um sýninguna Missi. Ókeypis er í safnið í október. read more

Skrifstofa Byggðasafns Árnesinga flutt

Skrifstofa Byggðasafns Árnesinga hefur verið flutt frá Hafnarbrú 3 að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Síminn þar er 483 1082 og netfang info@byggdasafn.is. Síminn hjá Lýði Pálssyni safnstjóra er 891 7766 og netfang lydurp@byggdasafn.is.

Samhliða flutningi skrifstofunnar er um þessar mundir unnið að flutningi safnkostsins úr Hafnarbrúnni í Búðarstíginn. Lýkur því verki í septemberlok. Er nýja varðveisluaðstaðan hin glæsilegasta og aðgengi og aðbúnaður að safngripum framúrskarandi.  Hafnarbrú 3 sem safnið hefur nýtt frá 2002 hefur verið selt og verður ekki lengur notuð í þágu safnastarfseminnar. read more

Dagskrá Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka 2021

Haldin verður Jónssmessuhátíð á Eyrarbakka dagana 25.-26. júní. Þetta er fjölskylduvæn hátíð og margt til skemmtunar. Dagskráin er hér að neðan:

Fimmtudagur 24.júní

Skreytingardagur | Hvetjum til götugrills og almenns sprells

Föstudagur 25. júní

Kl. 17:00 Jónsmessubolti UMFE | Brennubolti
Í ár verður keppt í brennubolta, skráning liða á staðnum. Mæting við Barnaskólann á Eyrarbakka. Áhorfendur hvattir til að mæta og hvetja sitt lið áfram. Grillaðar pylsur og drykkir í boði að keppni lokinni. Rauðaliðið hreppti farandsbikarinn síðast, hver verður sigurvegarinn í ár? read more