admin

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

Á morgun, laugardaginn 22. júní, verður hin árlega Jónsmessuhátíð haldin á Eyrarbakka. Fjölbreytt dagskrá er í boði. Safnið er opið frá 11-18 eins og vant er og enginn aðgangseyrir þennan dag. Þjóðdansafélag Reykjavíkur dansar í garðinum við Húsið kl. 2 og andlitsmálun fyrir börn verður í fjárhúsinu á Garðtúni bak við Húsið kl. 1-3. Um kvöldið verður samsöngur í Húsinu þar sem Heimir Guðmundsson leikur undir söng á elsta píanó á Suðurlandi. Sungið verður úr skólaljóðunum og hver syngur með sínu nefi. Söngurinn hefst kl. 8. Í borðstofu Hússins er ljósmyndasýningin Rófubóndinn þar sem Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi. Tilvalið er að nota tækifæri og skoða þá skemmtilegu sýningu. Gamli slökkviliðsbíllinn verður til sýnist úti á túni. Verið velkomin. read more

Rófubóndinn

Laugardaginn 15. júní kl 17 opnar ljósmyndasýningin Rófubóndinn í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Vigdís Sigurðardóttir sýnir eitt ár í lífi rófubóndans Guðmundar Sæmundssonar á Sandi sem hefur ræktað gulrófur á Eyrarbakka í yfir 50 ár. Sýningin gefur fróðlega og litríka sýn á ræktun þessarar einstöku jurtar sem fylgt hefur þjóðinni  í um 200 ár. Léttar veitingar og allir velkomnir. Safnasjóður styrkti sýninguna.

Leiðsögn á safnadegi

Alþjóðlegi safnadagurinn er laugardaginn 18. maí. Söfn eru í stöðugri endurnýjun í viðleitni sinni til að verða gagnvirkari, áhorfendamiðaðri, samfélagslegri, sveigjanlegri, aðlögunarhæfari og hreyfanlegri stofnanir. Þau hafa breyst í menningarmiðstöðvar sem skapa umhverfi þar sem sköpunargleði er sameinuð þekkingu og þar sem gestir geta einnig skapað með öðrum, deilt og átt samskipti. Þetta er fókusinn á alþjóðlega safnadeginum í ár.

Í tilefni alþjóðlega safnadagsins verður gestum og gangandi boðið upp á leiðsögn um Litla-Hraun sögusýningu í Húsinu á Eyrarbakka. Sýningin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Fangelsisins Litla-Hraun og lýkur 9. júní næstkomandi. Opið er alla daga kl. 11-18. ðið up read more

Sumaropnun

Nú er maí runninn upp. Þá hefst sumaropnun hjá söfnunum á Eyrarbakka. Opið er kl. 11-18 alla daga í sumar til 30. september. Húsið, Assistentahúsið, Eggjaskúrinn, Kirkjubær og Sjóminjasafnið eru til sýnis. Fróðleg söfn um atvinnu, mannlíf og menningu héraðsins. Upplifðu, sjáðu og snertu fortíðina! Allir velkomnir!

Í borðstofu Hússins verður sýningin Litla-Hraun opin til 9. júní en 15. júní opnar sýningin “Rófubóndinn”. Í september verður sýning á vegum Héraðsskjalasafns Árnesinga í borðstofunni. read more

Nýtt lén

Nýtt lén www.byggdasafn.is er komið fyrir heimasíðu Byggðasafns Árnesinga. Síðan hefur legið niðri um skeið og missti safnið gamla lénið vegna þess að áskriftartímabil þess var lokið og ekki tókst að skrá það inn sökum þess að upprunalegur hýsingaraðili sem stofnaði til lénsins var hættur starfsemi. En nýja lénið er lýsandi fyrir að starfsemin er byggðasafn. Netfang safnsins er líka nýtt: info@byggdasafn.is. Netfang safnstjóra er lydurp@byggdasafn.is og netfang safnvarðar linda@byggdasafn.is. read more