Bakkinn með tvenna tónleika í stofunni

apr 19, 2016

Svipmynd úr stofunniAlþýðutónlistarhátíðin Bakkinn hefst á sumardaginn fyrsta á samsöng í Húsinu. Fólk safnast saman í stássstofunni kl. 14.00 og tekur lagið saman við píanóundirleik. Annar tónlistarviðburður verður í stássstofunni á laugardaginn kl.14.00 þegar Erna Mist og Magnús Thorlacius sem mynda tvíeykið Amber flytja tónlist sína. Engin aðgangseyrir er á viðburðina. Þetta er í þriðja sinn sem Bakkinn er haldinn og vart betri leið til að opna hátíðina en að leyfa söngnum að óma í Húsinu sem var vagga tónlistar fyrr á tímum. Tónlistarhátíðin stendur yfir í fjóra daga og frábært tónlistarfólk mætir til að skemmta gestum. Nánari dagskrá má sjá hér

http://bakkinn.org/dagskra-2/

 

Bæjarhátíðin Vor í Árborg stendur yfir á sama tíma og utan tónleikahalds verður séropnun á safninu frá föstudegi til sunnudags frá 12.00 – 17.00. Auk fastar sýninga safnsins er vert að skoða sýninguna Konur á vettvangi karla sem er í borðstofu Hússins.  Verið velkomin.