Annað

Spænska veikin lagði Gest á Hæli að velli

Vinnukladdi Eiríks Gíslasonar í Gunnarshólma.

Vinnukladdi Eiríks Gíslasonar í Gunnarshólma.

Í fórum  Byggðasafns Árnesinga er að finna vinnukladda Eiríks Gíslasonar trésmiðs sem bjó á Eyrarbakka. Þar kemur glögglega fram um verkefni þau sem hann tók að sér hvort sem þau voru stór eða smá.  Þær voru óvenjumargar líkkisturnar sem Eiríkur smíðaði árið 1918 þegar spænska veikin gekk yfir. Frá október fram í desember smíðaði Eiríkur átta kistur. Verkstæði Eiríks var í kjallara Gunnarshólma, reisulegs timburhúss þar sem hann bjó og enn stendur við aðalgötuna  á Eyrarbakka. read more

Rjómabúið á Baugsstöðum – stór hluti af hagkerfi bænda fyrir 100 árum

F1000012Fjóra kílómetra austan Stokkseyrar, skammt frá Knarrarósvita,  stendur látlaus bygging úr timbri klædd bárujárni. Á austurhlið þess er vatnshjól sem mjór skurður rennur um. Þetta er Rjómabúið á Baugsstöðum sem fyrir öld síðan var stór hluti af hagkerfi  bænda þar um slóðir. Rjómabú eða smjörbú skiptu mörgum tugum í upphafi 20. aldar á Íslandi en fyrirmyndin var starfsemi slíkra rjómabúa í Danmörku. Af öllum þessum fjölda rjómabúa sem starfrækt voru á sínum tíma er einungis Rjómabúið á Baugsstöðum varðveitt í dag með skálahúsi, tækjum og tólum. read more

Jólakveðja 2014

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Byggðasafn Árnesinga sendir öllum velunnurum sínum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum gestum fyrir komuna á árinu.  Öðrum sem samskipti hafa verið við á árinu er þakkað samstarfið.

Við horfum með bjartsýni til komandi árs. Húsið á Eyrarbakka verður 250 ára og verður haldið upp á það með veglegum hætti.  Við munum líka opna nýja sýningu í Kirkjubæ.  Verið velkomin á söfnin á Eyrarbakka 2015!

Framtíð handan hafs – námskeið í Húsinu

imagesJónas Þór, sagnfræðingur hjá Bændaferðum, ætlar að fjalla um fyrstu vesturferðir af Suðurlandi, íslenskt landnám í Wisconsin og fyrirhugaða ferð á þær slóðir í maí næstkomandi á stuttu námskeiði í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 9. febrúar milli 10:00 – 16:00. Öllum er heimil þátttaka og kostar hún 5.000 kr. á mann.

Vesturfaratímabilið hófst árið 1870 þegar fjórir ungir menn fóru frá Eyrarbakka til Wisconsin í Bandaríkjunum. Vinur þeirra, Wilhelm nokkur Wickmann, hafði unnið hjá Guðmundi Thorgrimsen á Eyrarbakka nokkur ár en flutti til Milwaukee 1865. Hann skrifaði vinum sínum á Eyrarbakka, lýsti því sem fyrir augu bar og hvatti menn til vesturfarar. Á næstu árum fóru allmargir frá Eyrarbakka til Wisconsin og settust flestir að á Washingtoneyju, lítilli eyju í Michiganvatni. Þar myndaðist lítil nýlenda, fyrsta íslenska nýlendan í Vesturheimi. Lang-flestir landnámsmanna þar voru Sunnlendingar. Tengsl við Ísland héldust alla tíð og hafa aukist ef eitthvað er. Afkomendur vesturfaranna hafa lagt mikið af mörkum til að þau haldist sterk m.a. með myndarlegri aðstoð við endurreisn Eggjaskúrsins á Eyrarbakka. read more

Jólakveðja

jol 2012

Byggðasafn Árnesinga sendir velunnurum sínum, gestum og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur, með þökkum fyrir samskiptin á árinu 2012.

Við sýslum um fortíðina en horfum bjartsýnum augum fram á veginn.

Sænsk kvikmynd tekin við Húsið

IMG_4118Í gær var unnið að tökum á sænsku kvikmyndinni Hemma við Húsið á Eyrarbakka. Leikstjórinn og leikmyndahönnuðurinn féllu fyrir garðinum fyrir framan Húsið og óskuðu eftir að fá að taka þar upp senur sem gerast eiga í tveimur erfidrykkjum. Var því sænska þjóðfánanum flaggað í hálfa stöng.

Sænska kvikmyndin Hemma er tekin að mestu leyti upp á Eyrarbakka. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur, sem hefur búið og starfað í Svíþjóð undafarna tvo áratugi. Fjallar myndin um ferð stúlku til ömmu sinnar í þorp úti á landi, þar sem hún m.a. uppgötvar ástina. read more

Rjómabúið á Baugsstöðum opnar

rjomabu innaSkammt austan Stokkseyrar er eina fallegustu  perlu íslenskrar safnaflóru að finna, Rjómabúið á Baugsstöðum. Það er opið um helgar í júlií og ágúst.

Rjómabúið tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952 lengst allra rjómabúa hér á landi.  Á 8. áratug síðustu aldar var það  gert að safni með upprunalegum tækjum og tólum. Byggingin var friðuð með ráðherraákvörðun að tillögu Húsafriðunarnefndar á aldarafmæli búsins árið 2005.

Það verður enginn svikinn af heimsókn í Rjómabúið á Baugsstöðum.  Í júlí og ágúst er opið í rjómabúinu  kl. 13-18 á laugardögum og sunnudögum og hefst sumaropnunin síðasta dag júnímánaðar eða 30. júní.   Á öðrum tímum er hægt að fá að skoða Rjómabúið eftir samkomulagi sjá nánar hér:  http://byggdasafn.is/onnur-sofn/rjomabuid-a-baugsstodum/ read more

Skipasmíðar við Sjóminjasafnið

smidad 2012Talið er að um 80 leikfangaskip hafi verið smíðuð við Sjóminjasafnið í dag á sérstökum „smíðadegi“ í tilefni Vors í Árborg. Ungir sem aldnir komu með hamra sína og smíðuðu sinn eigin bát. Allt efni var á staðnum og voru starfsmenn safnsins önnum kafnir í allan dag við að sníða niður efnið í bátana.

Í Sjóminjasafninu eru einnig sýning á skipasmíðaverkfærum og gömlum báts- og skipslíkönum.  Í dag var ratleikur í boði fyrir yngstu safngestina sem féll í góðan jarðveg.  Ekki spillti góða veðrið. Sólin skein á skipasmiðina ungu. read more