Fréttir

Á því herrans ári

2011_4_HÍ_00601

Helgi Ívarsson

Mánudaginn 1. maí 2017 opnar ný sýning í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Hún nefnist Á því herrans ári.  Á sýningunni er varpað ljósi á myntsafn Helga  Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009) en hann var myntsafnari  mikill og arfleiddi Héraðsskjalasafn Árnesinga að myntsafni sínu að sér  gengnum. Er myntsafn Helga fágætt að gæðum.  Til sýnis eru ýmsar myntir og ljósi varpað á söguna þegar myntin var slegin.
Á því herrans ári er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og  Byggðasafns Árnesinga.  Sýningin opnar kl 16 þann 1. maí og stendur til 28. maí. Opnunartími safnanna á Eyrarbakka er alla daga 1. maí til 30. september kl. 11-18. read more

Inga Hlöðvers sýnir í Húsinu á Eyrarbakka

SAM_1716Laugardaginn 8. apríl kl. 13 opnar Inga Hlöðvers myndlistarmaður sýningu í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýningunni gefur að líta myndir af fuglum og efni tengt Eyrarbakka.

Inga Hlöðvers fæddist í Reykjavík og stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Academie voor Beeldende Kunst í Rotterdam, Hollandi. Á árunum 1987 til 2003 bjó hún í Hollandi og Frakklandi, tók þátt í samsýningum og hélt einkasýningar á verkum sínum á meginlandi Evrópu, í Bretlandi og á Íslandi. Um miðjan 10. áratuginn þróuðust málverk Ingu í átt að abstraktverkum af íslensku landslagi en síðan hafa þau orðið fígúratívari og myndefnið breyst. Inga býr og vinnur nú á Eyrarbakka. read more

Lóur heimsækja Húsið

Á sunnudaginn kl. 15 heimsækja Lóur, sönghópur skipaður sex sunnlenskum söngkonum, jólasýninguna í Húsinu á Eyrarbakka og syngja nokkur jólalög.

jolasyning

Gömul jólatré úr safneign prýða sýninguna með elsta jólatré landsins í öndvegi. Skautar og sleðar fá einnig rými á jólasýningunni þetta árið og minna okkur á hve gaman er að leika sér í frosti og snjó.

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin kl. 13-17 á sunnudag. Heitt verður á könnunni og aðgangur ókeypis. read more

Jólatré og músastigar, skáld og skautar

jolatre-og-musastigarJólin á Byggðasafninu hefjast 3. desember með opnun jólasýningar, skáldastund og músastigagerð. Á sýningunni þetta árið má sjá  skauta og sleða í eigu safnsins í sambland við jólatré gömul og ný. Sýningin er tileinkuð skautum og sleðum en sú var tíðin að hvert einasta barn á Eyrarbakka og nágrenni renndi sér á skautum. Ungir sem gamlir fóru yfir frosin vötn, dælur og skurðir og hægt var skauta æði langt. Á opnunardaginn 3. desember geta gestir komið í Kirkjubæ frá 13.00 til 15.00 og gert músastiga sem við munum hengja upp í þessu fallega alþýðuhúsi. Skáldstund hefst svo í stássstofunni kl. 16.00 og eru það Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Þórarinsson, Guðrún Eva Minervudóttir, Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjárn sem heimsækja okkur. Í eldhúsinu verður heitt á könnunni og jólasveinabrúður gleðja augað. read more

Söfn Árnesinga bjóða í heimsókn

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Söfn Árnesinga bjóða  gesti sérlega velkomna í heimsókn komandi helgi og er upplagt að nota tækifærið og flakka á milli safna.

Á Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður póstkortasýningin „Með kveðju um allt land“ opin laugardag og sunnudag  5. og 6. nóvember  kl. 13 – 17 og ókeypis aðgangur.  Á sýningunni gefur að líta fjölbreyttan myndheim íslenskra póstkorta. Sýningin eru hluti af nýafstaðinni sýningu Þjóðminjasafns  „Með kveðju“. Allir gestir fá frímerkt póstkort til að senda vinum og ættingjum og heitt verður á könnunni. Litla alþýðuhúsið Kirkjubær á Eyrarbakka verður opið á sama tíma og þar verða sýndar ljósmyndir frá vinnusmiðju sumarsins „Andar“.  read more

Söguganga um Eyrarbakka laugardaginn 17. september

Minjar og mannlíf stór auglýsing copySögufélag Árnesinga býður upp á sögugöngu um Eyrarbakka með Magnúsi Karel Hannessyni laugardaginn 17. september kl. 14. Saga Eyrarbakka nær aftur til landnáms og verður stiklað á stóru í þeirri löngu sögu í stuttri gönguferð um hluta þorpsins. Fjallað verður um mikilvægi Eyrarbakka sem aðalhafnar Sunnlendinga um aldir, um verslunina sem spratt upp af höfninni, þéttbýlismyndunina og sögu einstakra húsa sem á vegi verða. Lagt verður af stað frá félagsheimilinu Stað. read more

Opin míkrafónn – tónlistargjörningur 3. september

Afmæli2Laugardaginn 3. september kl. 20.00 verður opinn míkrafónn i Húsinu.

Hópur alþjóðlegra listamanna hefur verið í 10 daga á Eyrarbakka, að vinna með sögu og náttúru staðarins í samvinnu við nemendur 7.-10. bekkjar barnaskólans á Eyrarbakka. Þau bjóða gestum og gangandi að koma og sjá afrakstur vinnunnar laugardaginn 3. september, þiggja veitingar og ljúka svo deginum í Húsinu á Eyrarbakka, þar sem hver sem vill getur stigið á stokk og látið ljós sitt skína. read more

Andi eða Anersaaq

Mikil ljósadýrð hefur verið við Húsið síðustu kvöld þegar listahópurinn Tura Ya Moya, undir forystu dönsku listakonunnar Karen Thastum, hefur verið með ljósa- og tóngjörning við Húsið. Fjölmenni kom á opnunarathöfnina á fimmtudagskvöld.

Listaverkið gekk í fjögur kvöld við Húsið 25.-28. ágúst en færist síðan yfir á Héraðsskjalasafn Árnesinga á Selfossi í tvö kvöld 29. og 30. ágúst og verður við Listasafn Árnesinga í Hveragerði fram til 9. september. read more

Teiknum Andann

ANEQSAAQ Tura Ya Moya containerproject Workshop Greenland

Anersaaq – Andi á Eyrarbakka

Þú í myndinni og Mitt umhverfi – vinnusmiðjur barnanna

föstudaginn 26.8.  kl.16:00 -18:00

Tura Ya Moya workshop

Þú í myndinni – málum litlar gler- skyggnumyndir í ólíkum litum. Vörpum síðan myndinni á vegg og ljósmyndum listamanninn inn í eigin verki.

Mitt umhverfi   Teiknum andann á Eyrarbakka með ólíkum aðferðum. Notum nokkuð frjálsar leið við að gera myndverk sem sýna á einhver hátt umhverfi okkar. Hvað sérðu á Eyrarbakka? Fólk, fugla, sjó, hús, pöddur eða plöntur. read more