Fundar
Kyndilmessustund í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar
Byggðasafn Árnesinga heldur upp á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 2. febrúar kl. 3. Dagskráin verður nokkuð óhefðbundin. Kristján Guðmundsson sálfræðingur hugleiðir efni skáldsögunnar Eitraða barnið eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Af hverju fremur manneskja glæp? Er einhver leið að útskýra ofbeldi? Eitraða barnið gerist á Eyrarbakka um aldamótin 1900 og ætlar Kristján að veita gestum sálfræðilega innsýn í efni bókarinnar fyrir gesti. Að loknu erindi Kristjáns syngur Hafsteinn Þórólfsson söngvari við undirleik Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara nokkur lög.
Lóurnar, jólalestur og spýtujólatré í Húsinu á Eyrarbakka
Sönghópurinn Lóurnar syngur nokkur falleg jólalög laugardaginn 15. desember kl. 15 í Húsinu á Eyrarbakka og sunnudaginn 16. desember verður flutt sögubrot frá jólum fyrri tíðar.
Safnið er með sérstaka jólaopnun í desember og þessa komandi helgi er opið bæði laugardag og sunnudag frá 13.00 til 17.00 og enginn aðgangseyrir. Söngkonurnar sem skipa Sönghópinn Lóurnar eru: Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir og munu þær sannarlega fylla Húsið af fögrum jólatónum á laugardag. Á sunnudag 16. desember kl. 15 mun Lýður Pálsson safnstjóri svo flytja nokkrar vel valdar frásagnir sem gefa innsýn inní jólin áður fyrr.
Jólastund með Heru í Húsinu
Við bjóðum unga safngesti sérlega velkomna á jólaopnun sunnudaginn 9. desember sem hefst kl. 13.00 á húslestri. Leikkonan Hera Fjord mun lesa nokkrar jólasögur fyrir börn í stássstofu Hússins þar sem ríkir kyrrð og ró. Í borðstofu er jólasýning safnsins þar sem gömul jólatré eru í aðalhlutverki og handgerðar jólasveinabrúður prýða eldhúsið. Í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ er opin vinnusmiðja þar sem gestir mega föndra músastiga. Jólakaffi á boðstólum og frítt inn allan daginn og opið kl. 13.00 – 17.00. Verið innilega velkomin.
Skáldastund, jólasýning og músastigar í Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka
Á safninu byrjar jólagleðin ávallt með opnun jólasýningar og skáldastund í stássstofu Hússins. Sunnudaginn 2. desember býður safnið gesti velkomna. Á jólasýningunni skarta gömlu jólatrén sínu fegursta, músastigasmiðja verður í Kirkjubæ og í stássstofu má hlýða á rithöfunda lesa úr nýjum verkum sínum. Þetta árið koma fram: Bjarni M. Bjarnason með skáldsöguna Læknishúsið, Gerður Kristný með ljóðabókinni Sálumessa, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sem ritaði sögu Skúla fógeta, Lilja Sigurðardóttir með glæpasöguna Svik og Guðmundur Brynjólfsson með glæpasöguna Eitraða barnið. Þarna fá gestir brot af ólíkum skáldskap. Eyrarbakki er sögusviðið í bókum Guðmundar og Bjarna. Lilja hefur getið sér gott orð sem spennusagnarhöfundur og Þórunn þekkt fyrir að tvinna listlega saman sagnfræði og skáldskap. Gerður Kristný er svo eitt okkar fremsta ljóðskáld. Það verður enginn bókaunnandi svikinn af skáldastund í Húsinu. Opin vinnusmiðja verður í litla alþýðuhúsinu Kirkjubæ og er ætlunin að fylla litla kotið af músastiga. Aðventukaffi er á boðstólum, allir velkomnir og frír aðgangur. Jólasýningin er opin sem og safnið allt frá kl. 13-17 en upplestur rithöfunda hefst kl. 16.00
Ljúf aðventa á safninu
Fjölbreytt jóladagskrá og séropnanir verða á safninu á aðventu. Jólasýning safnsins opnar sunnudaginn 2. desember þar sem gömul jólatré skarta sínu fegursta. Sama dag verður skáldastund í stássstofu Hússins samkvæmt áralangri hefð og opin vinnusmiðja í músastigagerð verður í Kirkjubæ. Annan sunnudag í aðventu 9. desember heimsækir leikkonan Hera Fjord Húsið og les jólasögur fyrir börn og vinnusmiðja verður áfram opin í Kirkjubæ. Síðustu helgi fyrir jól 15. – 16. desember verður opið báða daganna. Á laugardag syngja Lóurnar jólalög af alkunnri snilld og á sunnudag verða flutt sögubrot frá jólum fyrri tíðar. Þessa þrjá sunnudaga og einn laugardag verður safnið opið frá kl. 13 – 17 og aðventukaffi á boðstólum. Frítt verður á alla viðburði og safnið sjálft.
Kyndilmessustund í Húsinu föstudaginn 2. febrúar kl. 20
Ásdís Jóelsdóttir lektor við HÍ og Hildur Hákonardóttir listakona verða fyrirlesarar kvöldsins á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 2. febrúar kl. 20.
Ásdís Jóelsdóttir kynnir bók sína Íslenska lopapeysan í máli og myndum. Uppruna lopapeysunnar má helst rekja til gróf- og fljótprjónaðra lopapeysa á bændur og sjómenn og vinsælla útvistarpeysa á bæði kynin með einkennandi útprjónuðum hringlaga munsturbekkjum. Á sama tíma var hún orðin að minja- og lúxusvöru og síðar á sjötta og sjöunda áratugnum að eftirsóttri útflutningsvöru. Hversu góð söluvara lopapeysan hefur orðið má þakka því hve einföld hún er í framleiðslu og fljótunnin og er það þekking og reynsla íslenskra prjónakvenna ásamt ánægju þeirra af því að prjóna sem lagt hefur grunninn að hönnun og tilvist peysunnar. Innihald bókarinnar byggir á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum og ljósmyndum auk þess sem tekin voru viðtöl við fjölda aðila sem á einhvern hátt höfðu komið að gerð og mótun peysunnar. Niðurstöður sýna að íslenska lopapeysan er séríslensk frumhönnun sem mótast hefur í samvinnu margra aðila og saga hennar og þróun er samofin samfélags-, iðnaðar-, útflutnings-, hönnunar– og handverkssögu þjóðarinnar.
SÖGUR OG SÖNGUR 14.–15. / 21.–22. október
Helgarnar 14.-15. og 21.-22. október kl. 14.30-15.30 verður í Húsinu bókmenntastund með tónlistarlegu ívafi. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir les kafla úr óútkominni bók sinni um formæður í fjóra ættliði. Þrjár hinna sögulegu kvenna ýmist bjuggu eða fæddust í Húsinu á 19. öld. Valgeir Guðjónsson leikur og syngur sín ljúfustu lög fyrir og eftir upplestur. Frítt inn. Rauða húsið er síðan með sérstakt menningarkaffi að loknum viðburði.
Myntsýning og Beitningaskúrinn
Í tilefni af Íslenska safnadeginum fimmtudaginn 18. maí býður safnið gestum uppá hádegisleiðsögn. Síðdegis verður Beitningaskúrinn opinn þar sem sýnd verða handbrögðin við beitingu.
Hádegisleiðsögnin verður í Húsinu í umsjón Þorsteins Tryggva Mássonar héraðsskjalavarðar á sýninguna Á því herrans ári og hefst kl. 12.00. Á sýningunni sem er samstarfsverkefni safnsins og Héraðsskjalasafns Árnesinga er varpað nýju ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum. Aðgangur ókeypis á leiðsögn.
Opin míkrafónn – tónlistargjörningur 3. september
Laugardaginn 3. september kl. 20.00 verður opinn míkrafónn i Húsinu.
Hópur alþjóðlegra listamanna hefur verið í 10 daga á Eyrarbakka, að vinna með sögu og náttúru staðarins í samvinnu við nemendur 7.-10. bekkjar barnaskólans á Eyrarbakka. Þau bjóða gestum og gangandi að koma og sjá afrakstur vinnunnar laugardaginn 3. september, þiggja veitingar og ljúka svo deginum í Húsinu á Eyrarbakka, þar sem hver sem vill getur stigið á stokk og látið ljós sitt skína.
Teiknum Andann
Anersaaq – Andi á Eyrarbakka
Þú í myndinni og Mitt umhverfi – vinnusmiðjur barnanna
föstudaginn 26.8. kl.16:00 -18:00
Tura Ya Moya workshop
Þú í myndinni – málum litlar gler- skyggnumyndir í ólíkum litum. Vörpum síðan myndinni á vegg og ljósmyndum listamanninn inn í eigin verki.
Mitt umhverfi Teiknum andann á Eyrarbakka með ólíkum aðferðum. Notum nokkuð frjálsar leið við að gera myndverk sem sýna á einhver hátt umhverfi okkar. Hvað sérðu á Eyrarbakka? Fólk, fugla, sjó, hús, pöddur eða plöntur.