Fundar

Erindi á fimmtudagskvöld: Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál

gudni 15 04 2016 Sigtryggur Ari JóhannssonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands kemur í Húsið á Eyrarbakka fimmtudaginn 28. apríl 2016 og flytur erindið „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál“. Erindið hefst kl. 20 og ræðir Guðni um embætti forseta Íslands, hvernig þeir sem hafa gegnt því hafa mótað það í áranna rás og hvaða áskorunum þeir hafa mætt hverju sinni. Sagðar verða sögur af fyrri forsetum til að lýsa embættinu nánar. Guðni hefur mikið ritað um fyrrverandi forseta Íslands og eftir hann er m.a. rit um forsetatíð Kristjáns Eldjárns 1968-1980. Hann vinnur nú að bók um forsetaembættið. read more

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

bokaupplesturBókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Jóladagskrá safnsins sem féll niður á aðventunni vegna veðurs verður flutt á þriðjudagskvöldið 29. desember kl. 20.00

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í stássstofu Hússins. Anna Rósa Róbertsdóttir fjallar um bókina Vörubílstjórar á vegum úti en þar er rakin saga Mjölnis, félags vörubílstjóra. Einar Már Guðmundsson færir síðan gesti inn í allt aðra veröld í skáldsögunni Hundadagar og  Guðmundur Brynjólfsson les úr sinni spaugilegu hörmungarsögu Líkavöku. Yrsa Sigurðardóttir slær svo botninn í þessa beittu dagskrá með upplestri úr spennutryllinum Sogið. read more

Skáldastund og jólasýning

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERAFjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 5. desember kl. 16.00. Anna Rósa Róbertsdóttir fjallar um bókina Vörubílstjórar á vegum úti en þar er rakin saga Mjölnis, félags vörubílstjóra. Bókin er ríkulega myndskreytt og myndir af bílstórum að störfum verður í forgrunni.  Einar Már Guðmundsson færir síðan gesti inn í allt aðra veröld í skáldsögunni Hundadagar sem fjallar öðrum þræði um ævintýri Jörunds hundadagakonungs.  Eftir kaffihlé mun Eyrbekkingurinn  Guðmundur Brynjólfsson les úr sinni spaugilegu hörmungarsögu Líkavöku. Glæpasögudrottningin Yrsa Sigurðardóttir slær svo botninn í þessa beittu dagskrá með upplestri úr spennitryllinum Sogið. Jólasýningin safnsins verður opin sama dag frá 14.00 – 16.00. Frítt er inn á safnið og heitt á könnunni, verið velkomin. read more

Byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld

Húsið 1868-81 - Copy

Málstofa um byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld

í Húsinu á Eyrarbakka 5. nóvember kl. 19

Byggðasafn Árnesinga og Sögufélag Árnesinga í samvinnu við Háskóla Íslands efna til málstofu um byggð og samfélag í Árnessýslu á 18. öld. Málstofan er hluti af námskeiði í sagnfræði og munu sex sagnfræðinemar greina frá rannsóknum sínum um efnið. Kennari námskeiðsins er Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Málstofan hefst kl. 19 og eru allir velkomnir og frítt inn. Fundarstjóri er Baldur Þór Finnsson sagnfræðinemi. read more

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

husidFjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 6. desember kl. 16.00 í stássstofunni.

Guðrún Guðlaugsdóttir les úr skáldsögu sinni Beinahúsið og Eggert Þór Bernharsson kynnir búskap í Reykjavík á 20. öld með bókinni Sveitin í sálinni. Allt annan tón kveður við í Reykjavíkursögunni Rogastans sem Ingibjörg Reynisdóttir les úr. Jóhanna Kristjónsdóttir les svo úr æviminningum sínum ógleymanlegra daga: Svarthvítir dagar.

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu  Eyrarbakka verður opin sama dag frá kl 14.00 til 16.00. Jólakaffi verður á boðstólunum. read more

Jólasagnfræði í Húsinu

husidÍ kvöld miðvikudagskvöldið 21. nóvember mun Sögufélag Árnesinga standa fyrir fræðslufundi í Húsinu á Eyrarbakka. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur mun fjalla um jólin út frá menningarsögulegu sjónarmiði og nefnir hann erindi sitt „Jólasagnfræði“. Fundurinn sem hefst kl. 20 er öllum opinn og án aðgangseyris.

Kynningarfundur í Húsinu: Ferð á slóðir Vesturheimsfara

hsFyrirhuguð er ferð á slóðir Vesturheimsfara næsta vor og verður kynningarfundur haldinn laugardaginn 22. september kl. 14 í Húsinu á Eyrarbakka.

Landnám í Vesturheimi – upphaf Vesturfaratímabilsins 1870

Svonefnt Vesturfaratímabil hófst á Íslandi árið 1870 og því lauk 1914. Á hverju ári tímabilsins fóru Íslendingar vestur um haf. Talið er að um 15 þúsund Íslendingar hafi flutt til Vesturheims. Upphaf vesturferðanna má rekja til Eyrarbakka. Þaðan fóru fyrstu vesturfararnir 1870 og segja má að þeir hafi mótað nokkuð stefnuna fyrstu árin. Ákvörðun þeirra að fara til Wisconsin í Bandaríkjunum leiddi fleiri á sömu slóðir. read more