Hátíðar
Polskie Święta Wielkiej Nocy – Pólskir páskar í Húsinu á Eyrarbakka
Páskasýning safnsins er tileinkuð pólskum páskum. Í borðstofu Hússins verður dregið fram það helsta sem fylgir páskahefðum í Póllandi en þar fagna flestir samkvæmt kaþólskum sið. Á sýningunni má sjá myndskreytt egg sem kallast pisanki, matarkörfu með páskamat sem er blessaður í kirkjunni á páskadagsmorgun, litríka handgerðir vendi sem eru tákn fyrir pálmagreinar og ýmislegt fleira. Á páskum er föstunni að ljúka og tákn um vorkomu er víða sjáanlegur í páskasiðunum. Sýningin verður svo sannarlega í þeim anda. Monika Figlarska hefur aðstoðað safnið við gerð sýningarinnar.
Kyndilmessustund í Húsinu föstudaginn 2. febrúar kl. 20
Ásdís Jóelsdóttir lektor við HÍ og Hildur Hákonardóttir listakona verða fyrirlesarar kvöldsins á Kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka föstudaginn 2. febrúar kl. 20.
Ásdís Jóelsdóttir kynnir bók sína Íslenska lopapeysan í máli og myndum. Uppruna lopapeysunnar má helst rekja til gróf- og fljótprjónaðra lopapeysa á bændur og sjómenn og vinsælla útvistarpeysa á bæði kynin með einkennandi útprjónuðum hringlaga munsturbekkjum. Á sama tíma var hún orðin að minja- og lúxusvöru og síðar á sjötta og sjöunda áratugnum að eftirsóttri útflutningsvöru. Hversu góð söluvara lopapeysan hefur orðið má þakka því hve einföld hún er í framleiðslu og fljótunnin og er það þekking og reynsla íslenskra prjónakvenna ásamt ánægju þeirra af því að prjóna sem lagt hefur grunninn að hönnun og tilvist peysunnar. Innihald bókarinnar byggir á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum og ljósmyndum auk þess sem tekin voru viðtöl við fjölda aðila sem á einhvern hátt höfðu komið að gerð og mótun peysunnar. Niðurstöður sýna að íslenska lopapeysan er séríslensk frumhönnun sem mótast hefur í samvinnu margra aðila og saga hennar og þróun er samofin samfélags-, iðnaðar-, útflutnings-, hönnunar– og handverkssögu þjóðarinnar.
Jólakveðja
Lóur syngja í Húsinu

BÓKAUPPLESTUR OG JÓLASÝNING
This gallery contains 6 photos.
Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga er búin að vera árviss viðburður í 25 ár og verið fastur hluti af starfsemi safnsins. Ekki verður brugðið út af venjunni frekar en áður og jólin á safninu halda innreið sína með sínum föstu liðum sem eru jólasýning og bókaupplestur.
Lesið verður úr nýútkomnum bókum í stássstofu Hússins á Eyrarbakka laugardaginn 2. desember kl. 16-18. Fimm rithöfundar lesa úr verkum sínum. Guðríður Haraldsdóttir les úr bókinni Anna Eins og ég er um magnað lífshlaup Önnu Kristjánsdóttur. Einar Már Guðmundsson les úr sinni eldfjörugu skáldsögu Passamyndum. Guðmundur Brynjólfsson les svo úr skáldsögu sinni Tímagarðurinn um reynsluheim íslenskra karlmanna. Margrét Lóa Jónsdóttir kynnir og les úr ljóðabókinni biðröðin framundan. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir færir okkur inn í heim formæðra sinna í bókinni Það sem dvelur í þögninni.
Jólasýning safnsins verður opin sama dag kl. 13-16 og músastiga-vinnusmiðja verður í Kirkjubæ kl. 13-15. Á jólasýningunni gefur að líta gömul jólatré og jólatengda muni sem safninu hefur áskotnast af fólkinu í héraðinu í gegnum tíðina. Í öndvegi verður jólatréð frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu er sagður hafa smíðað fyrir jólin 1873 og talið er elsta varðveitta jólatré landsins. Jólatréð hefur eignast tvíbura í endurgerð þess smíðaðri af Guðmundi Magnússyni í Steinahlíð árið 2017.
Jólasýningin verður svo opin sunnudagana 3. og 10. des. kl. 13-17 og hópar eftir samkomulagi. Sönghópurinn Lóurnar tekur lagið sunnudaginn 10. desember kl. 15 og syngur nokkur falleg jólalög.
Kaffi og smákökur að venju í eldhúsi Hússins, allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Kjólarnir kveðja
Sumarsýningin “Kjóllinn” í Húsinu er að renna sitt skeið og við kveðjum kjólana með viðhöfn. Þessa síðustu sýningarhelgi mun skrjáfa í pilsum, stofurnar fyllast af söng og skvaldri og auðvitað verða kjólar út um allt. Laugardagskvöldið 30. september mætir dragdrottningin Tourette Fine í stássstofu Hússins og ætti enginn að missa af þeim einstaka viðburði. Í kjólakaffi sunnudaginn 1. október mæta margir góðir gestir; mæðgurnar Bryndís og Kristín sem eiga og reka verslunina Lindina á Selfossi segja bransasögur, Ásta Guðmundsdóttir hönnuður og listamaður sýnir einstakan kjól úr grjóti og rithöfundurinn Guðmundur Brynjólfsson veltir vöngum yfir kjólum og körlum. Kjólabloggarinn Thelma Jónsdóttir mætir í lok dags og sýnir síðasta kjól sýningarinnar. Söngkonan kunna Ágústa Eva Erlendsdóttir og píanistinn Kjartan Valdemarsson, sem hafa slegið í gegn með uppáhaldslögunum hennar ömmu, koma og gleðja gesti með flutningi á vel völdum lögum úr prógrammi sínu. Frítt er á alla viðburði kjólasýningarinnar og er tilvalið að grípa tækifærið og sjá þessa litríku sýningu. Kjólar sýningarinnar eru bæði úr safneign og frá gestum. Í forgrunni eru kjólar helgu Guðjónsdóttur frá Litlu-Háeyri og Guðfinnu Hannesdóttur frá Hólum í Stokkseyrarhreppi. Þær eru báðar fæddar snemma á 20. öld en kjólar frá gestum eru nýir og gamlir, heimasaumaðir eða keyptir. Sjón er sögu ríkari.
Kjólakaffi með Aubý í Húsinu
Á Jónsmessumorgni 24. júní er gestum boðið í kjólakaffi með Auðbjörgu Guðmundsdóttur fyrrum húsfreyju Hússins. Gestir þurfa að mæta í kjólum eða kjólfötum (jafnvel jakkafötum) og þiggja svo dísæta mola og frúarkaffi úr fínustu bollum. Frítt er inn á kjólakaffið sem hefst kl. 10 að morgni og stendur til kl. 11.30. Mjög við hæfi er að skoða einnig litríka sumarsýningu safnsins Kjóllinn en þar eru sýndir kjólar Guðfinnu Hannesdóttur og Helgu Guðjónsdóttur í samspili við margskonar kjóla frá gestum. Kjólakaffi með Aubý er hluti af sumardagskrá safnsins í tengslum við kjólasýninguna og er dagskráin styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.
Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 24. júní 2017 – kjólakaffi í Húsinu
Að venju verður haldin Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka þegar sólin er sem hæst á lofti laugardaginn 24. júní 2017. Dagskráin er fjölbreytt og meðal atburða í söfnunum er Kjólakaffi að hætti Auðbjargar Guðmundsdóttur í Húsinu um morguninn og almennur söngur undir stjórn Heimis Guðmundssonar um kvöldið.
Dagskrá:
9:00 | Fánar dregnir að húni við upphaf 19. Jónsmessuhátíðarinnar
Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitum og bjóða gesti velkomna. Björgunarsv. Björg býður upp á ókeypis veiði í Ölfusá fyrir landi Eyrarbakka. |
||
9:00–21:00 | Verslunin Bakki við Eyrargötu
Verslunin opin allan daginn og fram á kvöld. Börnin fá ís um miðbik dagsins. Óvænt uppákoma um miðjan dag. |
||
9:30–11:00 | Morgunstund í Hallskoti
Skógræktarfélag Eyrarbakka tekur á móti gestum og býður upp á hressingu. |
||
10:00–11:30 | Kjólakaffi með Aubý í Húsinu
Gestir mæta í kjólum eða kjólfötum og þiggja frúarkaffi í stássstofu með fyrrum húsfreyju Hússins, Auðbjörgu Guðmundsdóttur. |
||
10:30–17:00 | Laugabúð við Eyrargötu
Einstakur bókamarkaður í kjallaranum – mikið úrval nýrra og gamalla bóka á frábæru tilboðsverði. Spjall í búðinni allan daginn. |
||
11:00–22:00 | Rauða húsið á Eyrarbakka
Rauða húsið er opið allan daginn og þar er boðið upp á ókeypis eftirrétt með öllum aðalréttum á matseðli. |
||
11:00–18:00 | Söfnin á Eyrarbakka
Opið í Byggðasafni Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafninu og Kirkjubæ. Í borðstofu Hússins er sýningin Kjólar. Ókeypis aðgangur. |
||
11::00 | Unga kynslóðin skemmtir sér
Brúðubíllinn kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu og Lilli litli heilsar upp á alla gömlu góðu vinina sína á Eyrarbakka. Boðið upp á hressingu. Hestar teymdir undir börnum á Garðstúninu í boði Bakkahesta. |
||
12:00 | BMX BRÓS
BMX BRÓS sýna listir sínar á BMX hjólum við Sjóminjasafnið. |
||
12:00-14:00 | Bubbluboltar
Björgunarsveitin Björg verður með bubblubolta á Garðstúninu. |
||
12:00–14:00 | Heimboð í Garðshorn
Árleg Jónsmessusúpa og rabarbaragrautur í Garðshorni í boði húsráðenda Elínbjargar og Vigfúsar. Allir velkomnir. |
||
13:00–14:30 | Diskótek fyrir yngri kynslóðina
DJ Sveppz sér um diskótek við Sjóminjasafnið. Nú taka allir fram dansskóna. |
||
14:00–16:00 | Tekið á móti gestum
Guðlaug Einarsdóttir og Jón Matthíasson á Túngötu 41 bjóða gestum heim til sín í spjall. Esther Helga Guðmundsdóttir í Einarshöfn 4 – Jakobsbænum opnar hús sitt fyrir gestum og gangandi. |
||
16:00-18:00 | Marþari
Ásta Villa Guðmundsdóttir á Kaldbak fremur gjörning á Vesturbryggjunni. |
||
16:00-17:00 | Fuglasöngur og annað kvak
Valgeir Guðjónsson skemmtir ungum og öldnum með fuglasöng og öðru kvaki í Eyrarbakkakirkju. |
||
20:15–21:30 | Blandaði Bakkakórinn
Heimir Guðmundsson leikur undir almennan söng í stássstofu Hússins. Húsið opnað kl. 20 – þeir sem fyrstir koma fá sæti! |
||
22:00 | Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp
Eiríkur Már Rúnarsson ávarpar gesti og hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu fram eftir kvöldi. |
||
23:00 | Rauða húsið
Kjallarinn opinn og Grétar í Sólvangi ætlar að syngja og spila. |
||
Tjaldsvæðið vestan þorpsins er opið – öll þægindi og nóg pláss. | |||
Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg, Versluninni Bakka, MS, Guðnabakaríi, Krás, Árhúsum Hellu, Bakkahestum, Ungmennafélagi Eyrarbakka og Björgunarsveitinni Björg. | |||
„Elskulegi | Eyrarbakki!“ |
Jólakveðja
Jólatré og músastigar, skáld og skautar
Jólin á Byggðasafninu hefjast 3. desember með opnun jólasýningar, skáldastund og músastigagerð. Á sýningunni þetta árið má sjá skauta og sleða í eigu safnsins í sambland við jólatré gömul og ný. Sýningin er tileinkuð skautum og sleðum en sú var tíðin að hvert einasta barn á Eyrarbakka og nágrenni renndi sér á skautum. Ungir sem gamlir fóru yfir frosin vötn, dælur og skurðir og hægt var skauta æði langt. Á opnunardaginn 3. desember geta gestir komið í Kirkjubæ frá 13.00 til 15.00 og gert músastiga sem við munum hengja upp í þessu fallega alþýðuhúsi. Skáldstund hefst svo í stássstofunni kl. 16.00 og eru það Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Þórarinsson, Guðrún Eva Minervudóttir, Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjárn sem heimsækja okkur. Í eldhúsinu verður heitt á könnunni og jólasveinabrúður gleðja augað.