Hátíðar

Söfn Árnesinga bjóða í heimsókn

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Söfn Árnesinga bjóða  gesti sérlega velkomna í heimsókn komandi helgi og er upplagt að nota tækifærið og flakka á milli safna.

Á Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður póstkortasýningin „Með kveðju um allt land“ opin laugardag og sunnudag  5. og 6. nóvember  kl. 13 – 17 og ókeypis aðgangur.  Á sýningunni gefur að líta fjölbreyttan myndheim íslenskra póstkorta. Sýningin eru hluti af nýafstaðinni sýningu Þjóðminjasafns  „Með kveðju“. Allir gestir fá frímerkt póstkort til að senda vinum og ættingjum og heitt verður á könnunni. Litla alþýðuhúsið Kirkjubær á Eyrarbakka verður opið á sama tíma og þar verða sýndar ljósmyndir frá vinnusmiðju sumarsins „Andar“.  read more

Andar lýsa upp Húsið í ágústlok

Mikil ljósadýrð verður við Húsið í ágústlok þegar  listahópurinn Tura Ya Moya, undir forystu dönsku listakonunnar Karen Thastum, heimsækir söfn Árnessýslu og sýnir mynd- og hljóðgjörning utandyra. Listaverk gengur undir grænlenska nafninu Anersaaq  eða Andi á íslensku og opnun verður við Húsið fimmtudagskvöldið 25. ágúst.  Dagskráin hefst kl. 21.30 með kynningu og tónlistarviðburði. Allir eru velkomnir og kvöldopnun verður á safninu. Listaverkið gengur í fjögur kvöld við Húsið 25.-28. ágúst en færist síðan yfir á Héraðsskjalasafn Árnesinga á Selfossi í tvö kvöld 29. og 30. ágúst og verður við Listasafn Árnesinga í Hveragerði fram til 9. september. read more

Bakkinn með tvenna tónleika í stofunni

Svipmynd úr stofunniAlþýðutónlistarhátíðin Bakkinn hefst á sumardaginn fyrsta á samsöng í Húsinu. Fólk safnast saman í stássstofunni kl. 14.00 og tekur lagið saman við píanóundirleik. Annar tónlistarviðburður verður í stássstofunni á laugardaginn kl.14.00 þegar Erna Mist og Magnús Thorlacius sem mynda tvíeykið Amber flytja tónlist sína. Engin aðgangseyrir er á viðburðina. Þetta er í þriðja sinn sem Bakkinn er haldinn og vart betri leið til að opna hátíðina en að leyfa söngnum að óma í Húsinu sem var vagga tónlistar fyrr á tímum. Tónlistarhátíðin stendur yfir í fjóra daga og frábært tónlistarfólk mætir til að skemmta gestum. Nánari dagskrá má sjá hér read more

Jólatré á heimaslóðum

jólamessa Hruna 2015 2Hið merka jólatré frá Hruna í Hrunamannahreppi sem Byggðasafn Árnesinga varðveitir fór þessi jólin aftur í sína heimasveit. Í tilefni af 150 ára afmæli Hrunakirkju var jólamessan með sérlegum glæsibrag og þar fékk gamla spýtutréð virðingarsess. Jólatréð var skreytt lyngi á hefðbundin hátt og kertaljósin voru tendruð meðan messað var á jóladag.

Prestfrúin í Hruna árið 1873 var hin danska Kamilla Briem gift sr. Steindóri Briem. Hún fékk bóndann á Þverspyrnu Jón Jónsson til að smíða fyrir sig þetta veglega spýtujólatré samkvæmt danskri fyrirmynd. Tréð hefur verið einstakt á Íslandi hátt og breitt um sig svo ekki hefur það passað nema í stóra stofu. Tréð barst safninu árið 1955 að gjöf frá Elín Steindórsdóttir í Oddgeirshólum dóttur Kamillu og Steindórs. Þetta var í fyrsta sinn sem tréð fer í heimsókn á sinn upprunastað og var sérlega ánægjulegt að vita til þess að einn gesta á jólamessunni var Ólöf Elísabet Árnadóttir dóttir Elínar. Ólöf man vel eftir trénu frá sínum uppvaxtarárum í Oddgeirshólum. read more

Dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi 30. okt til 1. nóv. 2015 – öll dagskráin

Föstudagurinn 30. október

  • Svavarssafn, Höfn opið 9-15 ókeypis aðgangur. Svavar með augum heimamanna. Níu einstaklingar úr Sveitarfélaginu Hornafirði völdu myndir á sýninguna
  • Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs, Gömlubúð, Höfn opið 9-13 ókeypis aðgangur. Þar er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði. Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni.
  • Bókasafnið í Nýheimum, Höfn opið 9-17 ókeypis aðgangur.
  • Uppskeru- og þakkarhátíð Skaftárhrepps – fjölbreytt dagskrá –sjá nánar klaustur.is
    • Opið hús í Kirkjubæjarskóla kl. 10-12, athöfn kl. 11 og veitingar.
    • Skaftárstofa: sýning Vatnajökulsþjóðgarða „Mosar. Opið 12-15 og kvikmyndin Eldmessa sýnd kl. 13 og 14
    • Kirkjubæjarstofa – opnun málverkasýningarinnar „Bíddu/Wait“ eftir Ólöfu Rún Benediktsdóttur kl. 13. Gjörningur kl. 13:30-14:00 Opið 13-17
    • read more

  • Fjölmenni sótti afmælishátíð Hússins á Eyrarbakka

    Afmæli 4Sunnudaginn 9. ágúst 2015 var haldið upp á 250 ára afmæli Hússins á Eyrarbakka.

    Mannfjöldi fór að safnast í Húsið upp úr hálf tvö, rétt fyrir tvö var ákveðið að halda dagskrána í Eyrarbakkakirkju og fóru allir þangað.

    Þar fluttu erindi Lýður Pálsson safnstjóri sem stýrði dagskránni, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson sem las upp vel valda texta, Valgeir Guðjónsson söng og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir greindi frá Guðmundi Thorgrímsen forföður sínum og hans fjölskyldu og niðjum sem voru í Húsinu 1847-1930. Halldór Blöndal flutti erindi um hjónin í Háteigi sem keyptu Húsið 1932. Sigurgeir Hilmar las upp ljóðið Húsið eftir Guðmund Daníelsson og Guðmundur Ármann Pétursson greindi frá því hvernig var að alast upp í Húsinu. read more

    Húsið á Eyrarbakka 250 ára – dagskrá afmælissamkomu

    Dagskrá 250 ára afmælishátíðar Hússins á Eyrarbakka sunnudaginn 9. ágúst 2015. Dagskráin hefst kl. 14. IMG_3798_799_800_tonemapped

    (Gestir í stássstofunni og bláu stofunni)

    Kynnir og stjórnandi dagskrár Lýður Pálsson safnstjóri.

    Tónlist. Vals-æfing, útsett af Guðmundu Nielsen. Jón Sigurðsson, píanó.

    Ávarp safnstjóra. Býður gesti velkomna.

    Stiklur um fyrstu öldina í sögu Hússins á Eyrarbakka. Lýður Pálsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.

    Sylvía og Guðmundar Thorgrímsen og niðjar þeirra sem bjuggu í Húsinu 1847-1930. Mælt mál og tónlist. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson. read more

    Hátíðarsamkoma í tilefni 250 ára afmælis Hússins

    Húsið á Eyrarbakka 250 ára

    Í sumar eru 250 ár liðin síðan Húsið á Eyrarbakka var byggt. Af því tilefni boðar Byggðasafn Árnesinga til hátíðarsamkomu í Húsinu á Eyrarbakka þann 9. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14. Á samkomunni verða flutt erindi og ávörp auk þess sem tónlist tengd Húsinu verður flutt. Þau sem koma fram á samkomunni eru m.a. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Halldór Blöndal, Guðmundur Ármann Pétursson og Hlín Pétursdóttir. Léttar veitingar verða í boði. Allir velkomnir. Samkoman er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands. HusiðB read more

    Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

    Aldamótahátíð verður haldinn á Eyrarbakka laugardaginn 8. ágúst. Margt verður á dagskrá yfir daginn,  endar hátíðin á aldamótadansleik í Rauða húsinu.IMG_0650

    DAGSKRÁ

    08.30  Flöggun.

    11.00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskólanum á Eyrarbakka.Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiðir hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða uppá ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á Vesturbúðahólnum. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni. read more