Hátíðar

Húsið á Eyrarbakka 250 ára

3.8.2005 006Í sumar eru 250 ár liðin síðan Húsið á Eyrarbakka var byggt. Af því tilefni boðar Byggðasafn Árnesinga til hátíðarsamkomu í Húsinu þann 9. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14. Húsið var byggt af Jens Lassen kaupmanni á Eyrarbakka sem íbúðarhús fyrir sig og starfsmenn sína og var kaupmannssetur til 1927. Byggðasafn Árnesinga hefur haft það til sýnis undanfarin 20 ár. Nánar verður sagt frá hátíðinni þegar nær dregur.

Meðfylgjandi mynd er fra samkomu sem haldin var í Húsinu á Eyrarbakka 3. ágúst 2005 þegar haldið var upp á að 10 ár voru liðin frá opnun Hússins og 240 ára afmælis þess. read more

Frúin í Húsinu Eugenia Th. Nielsen

BAM 1995 54Fjölskyldan í Húsinu á Eyrarbakka gegndi forystuhlutverki í margvíslegum framfaramálum á vaxtarskeiði Eyrarbakka á áratugunum kringum 1900. Á meðan karlmennirnir unnu við verslunina sátu konurnar heima en létu sér ekki nægja að sinna heimilishaldi. Konur Hússins á Eyrarbakka voru í fararbroddi í menningarlífinu. Þær voru fjórar sem urðu þekktar, frú Sylvía Thorgrímsen, dóttir hennar Eugenía Nielsen og dætur hennar Guðmunda og Karen Nielsen. Þekktust þeirra var Eugenia Nielsen fædd Thorgrímsen sem var húsfreyja í Húsinu 1887 til 1910. read more

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 20. júní 2015

JÓNSMESSUHÁTÍÐIN Á EYRARBAKKA 20. JÚNÍ 2015

DAGSKRÁ

09:00 Fánar dregnir að húni við upphaf 16. Jónsmessuhátíðarinnar á Bakkanum
Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.
09:00-22:00 Bakkinn
Verslunin verður opin allan daginn og langt fram á kvöld – kíkið við í spjall og börnin fá skrímslaís um miðbik dagsins.
10:30-17:00 Laugabúð í Sjónarhóli
Sagan er allt umlykjandi í þessu sögufræga húsi, þar sem Guðlaugur Pálsson rak verslun í 74 ár frá 1919 til 1993, þegar hann féll frá tæplega 98 ára gamall. Nýjar vörur og gestakaupmenn frá höfuðborginni í aðalhlutverki.
11:00-18:00 Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Ókeypis aðgangur á hátíðinni.
Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Ávallt heitt á könnunni. Í borðstofu Hússins er sýningin Konur, skúr og karl sem fjallar um 19. aldar ljósmyndara á Stokkseyri og í Assistentahúsinu er sýningin Vesturfarar. Þar segir frá upphafi þeirra merku fólksflutninga Íslendingasögunnar sem hófust á Eyrarbakka. Sjóminjasafnið er opið uppá gátt.
11:00 Unga kynslóðin skemmtir sér
Hinn sívinsæli Brúðubíll kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Og nú er aldeilis ys og þys í Brúðubílnum. Söngur, sögur og leikrit. Björgunarsveitin verður svo með eitthvað frábært til afþreyingar og kannski verður eitthvað gott í gogginn.
11:00 Bakkastofa og Húsið
Sýnishorn af Eyrarbakkabrúnni sem er samstarfsverkefni Hússins á Eyrarbakka og Bakkastofu við Eyrargötu.
11:30-22:00 Rauða húsið á Eyrarbakka
Þriggja rétta Jónsmessutilboð allan daginn – sumarsalat, lambafillet og súkkulaðikaka.
Tilboð á pizzu og bjór eða kaffi og kökum niðri á Rauða kaffihúsinu í kjallaranum.
12:00-14:00 Heimboð í Garðshorn
Elínbjörg Ingólfsdóttir og Vigfús Markússon bjóða í Jónsmessusúpu. Kl. 12:30 má búast við óvæntri uppákomu.
Ása Magnea, nýútskrifaður ljósmyndari, verður með ljósmyndasýninguna Sjómenn frá Eyrarbakka og önnur verk tengd Eyrarbakka á pallinum. Það gerist alltaf eitthvað spennandi í Garðshorni.
13:00-17:00 Sjávarfang á Sölvabakka
Í vesturenda Frystihússins er húsnæði sem nefnist Sölvabakki og þar er margt braukað, sem forvitnilegt er að heyra og sjá. Boðið verður upp á sjávarfang og sagðar sannar veiðisögur af Geira og áhöfninni á Sölva ÁR150.
13:30-15:00 Bakki Hostel
Nýlega var opnað glæsilegt farfuglaheimili í Frystihúsinu. Öllum boðið að skoða.
14:00-16:00 Heimboð að Hvoli við Eyrargötu og í Konubókastofu í Blátúni við Túngötu
Hulda Ólafsdóttir á Hvoli býður gestum í heimsókn til sín í gamla sýslumanns- og prestssetrið, sem byggt var 1914.
Í Konubókastofu í Blátúni verður opið og tekið á móti gestum, eins og sögupersónum í Dalalífi Guðrúnar frá Lundi.
15:00 Sumartónleikar í Bakkastofu
Aðgangseyrir 1.500 kr. – miðasala við innganginn.
Valgeir Guðjónsson, sannkallaður stuðmaður, heldur sumartónleika í Bakkastofu við Eyrargötu.
15:30 Konur, skúr og karl – Ljósmyndarar á Stokkseyri 1896-1899
Leiðsögn um sumarsýningu byggðasafnsins í Húsinu, sem veitir innsýn í stöðu kvenna í heimi ljósmyndunar.
16:00 Heimsókn frá vinabænum Þorlákshöfn í Eyrarbakkakirkju
Aðgangur ókeypis, en frjáls framlög.
Tónar og Trix er tónlistarhópur eldri borgara í Ölfusinu, sem hefur mikla ánægju af því að syngja saman og spila á hljóðfæri. Þau hafa slegið í gegn að undanförnu með nýju plötunni sinni og ætla að leyfa okkur að heyra brot af því besta undir stjórn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur.
17:00 Íslandsmeistaramótið í koddaslag
Björgunarsveitin stendur fyrir þriðja Íslandsmeistaramótinu í koddaslag á bryggjunni á Eyrarbakka. Skráning hefst á staðnum kl. 16:45 – aldurstakmark, en allir velkomnir til þess að fylgjast með.
17:00 Bakkastofa og Húsið
Sýnishorn af Eyrarbakkabrúnni sem er samstarfsverkefni Hússins á Eyrarbakka og Bakkastofu við Eyragötu.
hEIMIR20:15 Raddbandakórinn ræskir sig í Húsinu
Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanó á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæðakver dregin fram og hver syngur með sínu nefi.
22:00 Jónsmessubrenna
Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Ingibjörg Vigfúsdóttir, Flóamaður og fyrrum Eyrbekkingur, flytur stutt ávarp. Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.
23:00 Jónsmessugaman á Hótel Bakka í Frystihúsinu
Aðgangseyrir 1.000 kr. – miðasala við innganginn
Þeir sem enn hafa kraftinn hittast og skemmta sér. Tilboð á barnum. Aldurstakmark er 18 ár. read more

Vor í Árborg

Húsið á Eyrarbakka verður opið á menningarhátíðinni Vor í Árborg.HusiðB

Opið er frá sumardeginum fyrsta 23. apríl til sunnudagsins 26. apríl kl. 13-17.

Í borðstofu er sýning Jóns Inga Sigurmundssonar. Á sýningunni eru aðallega vatnslitamyndir en einnig nokkrar olíumyndir. Eru nú síðustu forvöð að sjá þessa fallegu sýningu.

Samsöngur verður í stássstofu Hússins kl. 14-17. Bakkinn alþýðutónlistarhátíð verður sett með samsöng við undirleik Inga Vilhjálmssonar. Nú syngur hver með sínu nefi. read more

Jólakveðja 2014

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Byggðasafn Árnesinga sendir öllum velunnurum sínum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum gestum fyrir komuna á árinu.  Öðrum sem samskipti hafa verið við á árinu er þakkað samstarfið.

Við horfum með bjartsýni til komandi árs. Húsið á Eyrarbakka verður 250 ára og verður haldið upp á það með veglegum hætti.  Við munum líka opna nýja sýningu í Kirkjubæ.  Verið velkomin á söfnin á Eyrarbakka 2015!

Eyrún Óskarsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Eggjaskúrnum

Íeyrun Eggjaskúrnum við Húsið á Eyrarbakka hefur verið sett upp sýning á vatnslitamyndum eftir Eyrúnu Óskarsdóttur frá Hjallatúni á Eyrarbakka. Sýningin stendur dagana 9.-16. ágúst og er opin á opnunartíma safnanna á Eyrarbakka frá kl. 11 til 18.

Eyrún segir sjálf frá: „Sem barn var ég alltaf að teikna og lita, krotaði á öll blöð og pappíra sem hönd á festi og þegar fram liðu stundir dreymdi mig um að verða myndlistarkona. Einhvern veginn æxluðustu hlutirnir nú á annan veg. Síðan þá hef ég farið kringum þennan draum eins og köttur um heitan graut, lauk námi við Kennaraháskólann með myndmenntakennslu sem aðalvalgrein (1996) lauk síðan grunnmenntun í listfræði í HÍ (2008) og MA gráðu í listasögu í Danmörku (2011). Ég hef í sjálfu sér ekki hlotið formlega menntun í myndlist, en hef sótt ýmiss námskeið og þess háttar bæði hér á landi og í Danmörku. Að mestu leyti er ég því sjálfmenntuð og dunda mér við að mála og teikna af einskærri sköpunargleði. Þetta er ósköp hefðbundin „natúralísk“ myndlist sem hér er fram borin sem er vel við hæfi í þessu húsi og á aldamótahátíð, því í upphafi 20. aldar höfðu Íslendingar almennt haft lítil kynni af framúrstefnulegri list sem þá var að ryðja sér til rúms í Evrópu.“ read more

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka 2014

 

IMG_0650

9. ást 2014

08:30  Flöggun

11:00 Skrúðganga fyrir menn, dýr, fornbíla og tæki. Lagt af stað frá Barnaskólanum á Eyrarbakka. Lúðrasveit Selfoss og Siggeir Ingólfsson skrúðgöngustjóri leiða hópinn að kjötkötlunum þar sem íbúar og fyrirtæki á Eyrarbakka bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu fyrir alla þá sem mæta með bollann sinn eða skálina. Slökkvibíllinn verður á ferðinni. Bændur af Bakkanum koma dýrunum fyrir á Vesturbúðahólnum. Heyvagninn verður á ferðinni og býður salibunu í mjúkri töðunni. read more

Safnadagurinn 2014 – Söguganga og frír aðgangur

970667_10151749444379679_120238517_bÍslenski safnadagurinn er á sunnudag 13. júli og söfn landsins bjóða þá gesti sína sérlega velkomna  til að vekja athygli á fjölbreytilegri starfsemi safna. Á Eyrarbakka leiðir sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir sögugöngu um slóðir Þórdísar Símonardóttur ljósmóður og hefst gangan við Byggðasafn Árnesinga í Húsinu kl. 14.00. Sérsýningin Ljósan á Bakkanum er í borðstofu Hússins og byggir á bók Eyrúnar Ljósmóðirin. Frítt verður í Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið í tilefni dagsins. Í Húsinu er hægt enn hægt að skoða sýninguna Handriti alla leið heim sem unnin í samvinnu við Árnastofnun. Á Sjóminjasafninu er auk fastra sýninga  ljósmyndasýningin Vélbátar frá Eyrarbakka og sumarsýningin Blátt eins og hafið. Á þeirri sýningu ber að líta safn blárra gripa víðs vegar úr Árnessýslu sem voru veiddir uppúr geymslu safnsins. Rjómabúið á Baugsstöðum verður opið líkt og aðrar helgar í júlí og ágúst milli 13-18 og þar er aðgangseyrir 500.- Þuríðarbúð stendur ávallt opin öllum.  Safnadagurinn ætti að vera ferðalöngum og heimafólki hvatning til að gefa söfnum sérstakan gaum. read more

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 2014

JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA 21. JÚNÍ 2014

09:00                Fánar dregnir að húni við upphaf 15. Jónsmessuhátíðarinnar á Bakkanum
Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

10:30-17:00   Laugabúð í Sjónarhóli
Alltaf eitthvað spennandi að gerast í Laugabúð og nú verða gestakaupmenn úr höfuðstaðnum við afgreiðslustörf en Kaupmaðurinn sjálfur segir sögur af húsi og íbúum. Bókadeildin verður opin í kjallaranum og þar verður fullt af bókaormum með gamlar og yngri bækur. read more

Opið á Vori í Árborg

OLYMPUS DIGITAL CAMERAByggðasafn Árnesinga tekur sem áður þátt í menningarhátíðinni Vori í Árborg. Opið er í Húsinu og Sjóminjasafninu kl. 13-17 dagana 24.-27. apríl.  Jafnframt opið hús í nýuppgerðum Kirkjubæ.  Ratleikur er á laugardegi. Ókeypis aðgangur er að söfnunum þessa daga. Meðfylgjandi ljósmynd er af Kirkjubæ sem iðnaðarmenn hafa verið að gera upp síðustu mánuði. Þar verður sýning á híbýli alþýðufólks milli stríða. Stefnt er að opna Kirkjubæ til sýningar á næstu mánðum. read more