Hátíðar

Leyndardómar Suðurlands 26. mars – 6. apríl

mynd ofan á píanói

Séropnun verður hjá Byggðasafninu í tilefni viðburðardaganna Leyndardómar Suðurlands. Húsið  og Eggjaskúr verða opin alla viðburðadagana  frá  12 – 17.  Báðar helgarnar verður hægt að slá tvær flugur í einu höggi fyrir 1000 krónur, koma í safnið og rölta svo yfir kirkjutorgið og fá sér kaffi og köku í veitinga- og kaffihúsinu Rauða húsinu. Beitningaskúrinn  sem er staðsettur í miðju þorpi niður við sjó verður opinn báðar helgar frá 12-17 og frír aðgangur. read more

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10.-12. ágúst 2012

aldamot2011Til að heiðra blómaskeið Eyrarbakka á áratugunum í kringum aldamótin 1900 hafa Bakkamenn boðið til aldamótahátíðar undanfarin sumur. Að þessu sinni er hún haldin helgina 10. til 12. ágúst og verður margt gert til að minna á gamla tímann.  Thomsen-bíllinn, gamla sparidressið, gömlu dansarnir, íslenska kjötsúpan, fegurðarsamkeppni húsdýra, engjakaffi, bundin sátan, skottmarkaður og heiðursflug dúfna er meðal þess sem verður í boði.  Allir velkomnir. Aldamótatilboð á öllum viðkomustöðum, næg tjaldstæði.  Sjá nánar hér: Aldamtaht 2012 read more

Danska fánanum flaggað

upptakaÞað var ekki laust við að vegfarendur um Götuna á Eyrarbakka rækju upp stór augu í gær 11. júlí. Búið var að flagga danska fánanum, Dannebrog, við Húsið og Eyrarbakkakirkju. Austan við Húsið gaf að líta eftirlíkingu Sverris Andréssonar á Selfossi af Thomsen-bílnum sem ekið var á Eyrarbakka árið 1904. Þarna voru á ferð Eggert Þór Bernharðsson prófessor við Háskóla Íslands og Ármann Gunnarsson djákni sem vinna að tilraunaverkefninu Fréttaskot út fortíð. Það gengur út á að búa ýmis atvik úr fortíðinni í búning nútímasjónvarpsfrétta. Alls verða fréttirnar tíu í þessari umferð og eru þeir búnir að taka fimm; spænska veikin í Reykjavík 1918 (tökustaður: Árbæjarsafn), kvenréttindabarátta 1888 (Árbæjarsafn), galdrabrennur á Ströndum 1654 (Kotbýli kuklarans Bjarnarfirði), vinnumaður losnar úr vistarskyldu 1891 (Ósvör við Bolungarvík) og fyrsti bíllinn á Íslandi 1904 við Húsið á Eyrarbakka. thomsenbill2Einnig verður sagt frá og rætt við konu sem komst undan í Tyrkjaráninu 1627 í Vestmannaeyjum. Og svo verður haldið áfram með fleiri spennandi fréttir úr fortíðinni. read more

Íslenski safnadagurinn 2012

skuliÍslenski safnadagurinn verður sunnudaginn 8. júlí í ár. Söfn hafa almennt boðið upp á ókeypis aðgang á þessum degi, sem nýttur hefur verið til að kynna blómlegt, mikilvægt og metnaðarfullt starf íslenskra safna.  Yfirskrift dagsins er líkt og fyrri ár „fyrir fjölskylduna“ og bjóða söfn á einhvern hátt og eftir því sem við á upp á dagskrá sem hentar allri fjölskyldunni.

Dagskrá safnanna á landsvísu má finna á slóðinni www.safnarad.is en hér að neðan er dagskrá Byggðasafns Árnesinga. read more

Jónsmessuhátíð í blíðskaparveðri

SongurVeðrið lék við gesti og gangandi á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka um síðustu helgi.  Dagskráin hófst með brúðuleikhúsinu við Sjóminjasafnið en síðan komu dagskrárliðirnir hver á eftir öðrum.  Íþróttaæfing var við Húsið á Eyrarbakka um miðjan daginn þar sem tugþrautarkempan Jón Arnar Magnússon sýndi að hann hefur engu gleymt.  Fjölmenni var í kílókeppninni við Sætún og Sæunn og Hörður tóku á móti fjölmörgum gestum í Götuhúsum.  Góð aðsókn var annarsstaðar.  Um kvöldið náði Jónsmessuhátíðin hámarki með fjölsóttri söngstund í Húsinu á Eyrarbakka þar sem þétt var setið í stássstofunni og Heimir Guðmundsson stýrði af röggsemi söng úr börkum viðstaddra.  Við bryggjuna var svo tendrað í báli eftir að Árni Valdemarsson  hafði flutt stutt ávarp og Bakka-bandið spilaði eins lengi og menn entust. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Jónsmessuhátíðinni á laugardaginn var. read more

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

Enn á ný kalla Eyrbekkingar sjálfa sig, nágranna og aðra gestkomandi til Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka. Hátíðin er nú haldin í fjórtanda sinn og enn og aftur er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna.

Að morgni verður boðið upp á dagskrá fyrir unga fólkið þar sem Brúðubíllinn kemur í heimsókn og farið verður í leiki. Söfnin á Eyrarbakka sjá um ratleik og boðið verður upp á hressingu.

Eftir hádegi verður heimboð hjá Sæunni og Hafþóri í Götuhúsum þar sem Hafþór býður fólki að skoða fuglana sem hann gerir svo listilega. Þá bjóða þau Arnrún og Guðmundur á Háeyrarvöllum 8 heim til sín og þar má búast við fjörugum umræðum um fótbolta og annað sem efst er á baugi. read more