Nýtt merki Byggðasafns Árnesinga

Tekið hefur verið í notkun nýtt einkennismerki fyrir Byggðasafn Árnesinga. Sylvía Kristjánsdóttir grafískur hönnuður á Eyrarbakka hefur hannað nýja merkið.  Það táknar bátinn Farsæl og glugga safnahúsanna. Brátt má sjá þetta nýja merki á öllum safnahúsum, öllu...

Leiðsögn um sýninguna Missi í Húsinu á Eyrarbakka

Það er ýmislegt á döfinni hjá Byggðasafni Árnesinga. Sunnudaginn 31. október 2021 klukkan 14:00 verður leiðsögn um sýninguna Missi. Þar eru til sýnis persónulegir hlutir sem urðu dýrgripir eftirlifenda þegar ástvinur dó. Látlausir hlutir líkt og pappírsbátur,...

Októberopnun

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opið um helgar í október og eftir samkomulagi. Opnunartíminn er kl. 13 til 17 laugardaga og sunnudaga. Í borðstofu er sýningin Missir. Opið er í Eggjaskúrinn og Kirkjubæ. Helgina 9.-10. október verður listasmiðja í...

Skrifstofa Byggðasafns Árnesinga flutt

Skrifstofa Byggðasafns Árnesinga hefur verið flutt frá Hafnarbrú 3 að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. Síminn þar er 483 1082 og netfang info@byggdasafn.is. Síminn hjá Lýði Pálssyni safnstjóra er 891 7766 og netfang lydurp@byggdasafn.is. Samhliða flutningi skrifstofunnar er...

Dagskrá Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka 2021

Haldin verður Jónssmessuhátíð á Eyrarbakka dagana 25.-26. júní. Þetta er fjölskylduvæn hátíð og margt til skemmtunar. Dagskráin er hér að neðan: Fimmtudagur 24.júní Skreytingardagur | Hvetjum til götugrills og almenns sprells Föstudagur 25. júní Kl. 17:00...

Missir – sumarsýning í Húsinu á Eyrarbakka

Persónulegir hlutir verða gjarnan dýrgripir eftirlifenda þegar ástvinur deyr. Þannig geyma látlausir hlutir líkt og pappírsbátur, herðasjal og sparibaukur oft mun dýpri sögu en virðist í fyrstu. Löngu seinna rata slíkir gripir á safn; kannski þegar tíminn hefur grætt...