Jólakveðja 2022

This gallery contains 10 photos.

Byggðasafn Árnesinga óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Nemendur Flóaskóla skreyttu safnatrén í ár

Ómissandi hluti af upptakti jólanna á Byggðasafni Árnesinga er samtarf safnsins og skóla í nærsamfélaginu. Í ár var unnið með nemendum 1.-4. bekkjar í Flóaskóla og er óhætt að segja að samstarfið hafi verið gjöfult.

Ragnhildur, safnvörður, heimsótti hópana í nóvember og afhenti þeim þjár eftirgerðir af jólatré frá Miðengi úr safneign. Við það tilefni var spjallað um jólin fyrr og nú, og hvað einkenndi hátíðina. Það stóð ekki á svörum áhugasamra nemenda og var stundin notaleg, fróðleg og skemmtileg. read more

Ljúf og notaleg jólastemning í Byggðasafni Árnesinga

Aðventan verður að venju ljúf á Byggðasafni Árnesinga. Jólasýning safnsins, barnabókastund, jólalegir langspilstónar og bókaupplestur höfunda er meðal þess sem gestir geta notið.

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga verður opin frá 13:00 – 17.00 helgarnar 26.-27. nóv, 3.-4. des. og 10.-11. des. Aðgangur ókeypis og opin músastigasmiðja alla daga. Í safnbúð verður kærleikskúla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til sölu og rennur allur ágóði sölunnar til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. read more

Kátir, hressir og klárir krakkar frá Menntaskólanum við Laugarvatn

Napran dag í nóvember mættu vaskir nemendur sem leggja stund á skapandi skrif í  menntaskólanum, í Byggðasafn Árnesinga. Þau voru að reka smiðshöggið á glæsilega menningarferð með kennara sínum Elínu Unu Jónsdóttur. Þau höfðu sannarlega gert víðreist og farið frá Laugarvatni árla, ekið inn í Mosfellsdal þaðan til Reykjavíkur og síðan lá leið þeirra um Þrengslin og á Eyrarbakka þar sem þau sóttu heim Konubókastofu og safnið.

Þar sem stórhuga fólk var á ferð fengu þau í upphafi stutta kynningu en síðan leystu þau verkefni í stíl við þeirra viðfangsefni sem þau unnu í hópum á safninu sjálfu. Í stuttu máli má segja að þau hafi leyst verkefni sín með sóma og afrakstur þeirra var stórskemmtilegur. Í hópnum eru örugglega upprennandi skáld og höfundar. Það er að minnsta kosti víst að þarna voru á ferð afar efnileg ungmenni sem voru sér og skóla sínum til sóma! read more

Byggðasafnið óskar eftir jólaskrauti

Leynist gamalt jólaskraut heima hjá þér? Langar þig til að þitt jólaskraut verði varðveitt á safni? Byggðasafn Árnesinga óskar eftir gömlu skrauti frá íbúum Árnessýslu, bæði til að færa inn í safneign en einnig til að geta notað sem jólaskraut í safnahúsunum yfir jólin.

Við erum ekki eingöngu að falast eftir afar gömlu jólaskrauti því margt áhugavert og heillandi skraut frá 20. öld gæti leynst hjá fólki sem þætti spennandi á safni. Við biðjum því fólk sem er að taka til í skrautinu sínu og hikar við að henda einhverju að endilega að hugsa til safnsins. Hver veit nema eitthvað af því geti fengið framhaldslíf. read more

Varðveisluhús Byggðasafns Árnesinga opið gestum

Opið hús verður að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka þar sem Byggðasafn Árnesinga er með alla sína innri starfsemi sunnudaginn 23. október kl. 14-17. Starfsmenn safnsins verða með leiðsagnir og jafnframt verður gamall og heillandi skólaskápur kynntur sérstaklega í tilefni 170 ára afmælis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Varðveisluhús safnsins var tekið í notkun haustið 2021 og þar eru varðveittir um 6.000 safnmunir frá allri Árnessýslu og nær 7000 ljósmyndir. Byggingin er hólfuð niður í ólík varðveislurými til að búa til kjöraðstæður fyrir ólíka gripi. Eitt mikilvægasta verkefni safnsins er varðveisla. Allir safngripir hvort sem þeir eru á sýningu eða staðsettir í varðveisluhúsi geyma í sér minni samfélagsins um menningararfleið þess. Þannig er það stórt hlutverk safns að skrá og varðveita safngripi og bæði miðla í gegnum gagnagrunn og veita tryggt aðgengi að þeim.  Aðstaðan á Búðarstíg er í alla staði glæsileg og er óhætt að fullyrða að framtíð safnmuna Árnessýslu er vel tryggð.   read more

Menningin í október

Skólastofa, listasmiðja, ratleikur, litafjör, tónleikar og sjóskrímslasögur eru á dagskrá safnsins í tilefni af Menningarmánuðinum október. Auk þess verður gestum boðið að heimsækja varðveisluhús safnsins á Búðarstíg 22 og fá leiðsögn sunnudaginn 23. október.  Safnið sjálft verður opið alla sunnudaga kl. 13 -17 og enginn aðgangseyrir. Fjölskyldufólk er sérlega velkomið og alltaf heitt á könnunni. Fyrstu helgina í október kvaddi safnið yfirgripsmiklu listasýninguna Hafsjó – Oceanus með teboði og listasmiðju en á döfinni eru þessir viðburðir: read more

Lokahelgi Hafsjós – Oceanus á Eyrarbakka

  • Teboð með hænum og listasmiðja –

Safnið kveður hina viðamiklu listasýningu Hafsjó – Oceanus nú um helgina með örlitlum töfrum. Á laugardag bjóðum við gestum í kúmenkaffi inni í borðstofu Hússins í samveru með listaverki Hafdísar Brands „Teboð“ og á sunnudag verður kóresk listasmiðja opin fyrir gesti.  Listamaðurinn Sung Baeg frá Suður Kóreu kenndi okkur í sumar að þrykkja með bleki á tau og við ætlum að feta í fótspor hans.

Listasýningin Hafsjór – Oceanus er afrakstur vinnu þeirra 20 listamanna sem tóku þátt í samnefndri listahátíð  í sumar. Sýningarstjóri er listakonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir og listafólkið kom frá Nepal, Suður Kóreu, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Mauritius, Indlandi, Litháen, Póllandi, Frakklandi og Íslandi.  Sýningin teygir sig um öll húsakynni byggðasafnsins og umhverfi þess og er sjón sögu ríkari.  read more

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól

Fimm fornleifafræðingar undir stjórn Ragnheiðar Glóar Gylfadóttur fornleifafræðings unnu að fornleifagreftri á Vesturbúðarlóðinni þrjár vikur í maí. Grafið var upp vestasta húsið, Fönix. Kom í ljós hleðslur undir Fönix og má áætla að þær hleðslur séu eldri.

Fornleifafræðingar í grunni Fönix.

Fönix var einnig nefnt kornhúsið og var eitt húsa Vesturbúðarinnar sem voru verslunarhús Eyrarbakkaverslunar til 1925. Þessi hús voru fjögur til sex eftir því hvernig þau voru talin og þangað komu bændur af öllu Suðurlandi til viðskipta á meðan Eyrarbakki var aðal verslunarstaðurinn. Hús Vesturbúðarinnar voru byggð a mismunandi tímum en að grunni voru þau frá fyrrii hluta 18. aldar. Vesturbúðin var rifin árið 1950. read more

Sjóminjasafnið “rampað upp”

Eitthundraðasti rampurinn á landsbyggðinni verður tekinn í notkun við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka þriðjudaginn 9. ágúst klukkan 14:00.  Öllum er boðið á viðburðinn en sérstakir gestir verða leikskólabörn frá Strandheimum á Eyrarbakka og Stokkseyri og eldri borgarar. Innviðaráðherra og bæjarstjóri Árborgar verða með stuttar ræður. Aron Freyr Jónsson mun svo vígja rampinn við Sjóminjasafnið.

Verkefnið, Römpum upp Ísland hófst formlega með vígslu á fyrsta rampinum þann 23. maí s.l. í Hveragerði. Þriðjudaginn 9. ágúst er komið að 100 rampinum sem staðsettur verður við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. read more

1 2 3 21