Danska fánanum flaggað

upptakaÞað var ekki laust við að vegfarendur um Götuna á Eyrarbakka rækju upp stór augu í gær 11. júlí. Búið var að flagga danska fánanum, Dannebrog, við Húsið og Eyrarbakkakirkju. Austan við Húsið gaf að líta eftirlíkingu Sverris Andréssonar á Selfossi af Thomsen-bílnum sem ekið var á Eyrarbakka árið 1904. Þarna voru á ferð Eggert Þór Bernharðsson prófessor við Háskóla Íslands og Ármann Gunnarsson djákni sem vinna að tilraunaverkefninu Fréttaskot út fortíð. Það gengur út á að búa ýmis atvik úr fortíðinni í búning nútímasjónvarpsfrétta. Alls verða fréttirnar tíu í þessari umferð og eru þeir búnir að taka fimm; spænska veikin í Reykjavík 1918 (tökustaður: Árbæjarsafn), kvenréttindabarátta 1888 (Árbæjarsafn), galdrabrennur á Ströndum 1654 (Kotbýli kuklarans Bjarnarfirði), vinnumaður losnar úr vistarskyldu 1891 (Ósvör við Bolungarvík) og fyrsti bíllinn á Íslandi 1904 við Húsið á Eyrarbakka. thomsenbill2Einnig verður sagt frá og rætt við konu sem komst undan í Tyrkjaráninu 1627 í Vestmannaeyjum. Og svo verður haldið áfram með fleiri spennandi fréttir úr fortíðinni. read more

Íslenski safnadagurinn 2012

skuliÍslenski safnadagurinn verður sunnudaginn 8. júlí í ár. Söfn hafa almennt boðið upp á ókeypis aðgang á þessum degi, sem nýttur hefur verið til að kynna blómlegt, mikilvægt og metnaðarfullt starf íslenskra safna.  Yfirskrift dagsins er líkt og fyrri ár „fyrir fjölskylduna“ og bjóða söfn á einhvern hátt og eftir því sem við á upp á dagskrá sem hentar allri fjölskyldunni.

Dagskrá safnanna á landsvísu má finna á slóðinni www.safnarad.is en hér að neðan er dagskrá Byggðasafns Árnesinga. read more

Gamlir kjörkassar á safnið

kjorstjornÍ gær var Byggðasafni Árnesinga færðir þrír gamlir kjörkassar til varðveislu og er meðfylgjandi ljósmynd tekin við það tækifæri fyrir framan Húsið á Eyrarbakka.

Á ljósmyndinni er safnstjórinn Lýður Pálsson ásamt Yfirkjörstjórn Árborgar þeim Boga Karlssyni, Steinunni Fjólu Sigurðardóttur og Ingimundi Sigurmundssyni formanni þegar kjörkassarnir voru afhentir. Kassarnir koma úr þremur aflögðum sveitarfélögum.

Rjómabúið á Baugsstöðum opnar

rjomabu innaSkammt austan Stokkseyrar er eina fallegustu  perlu íslenskrar safnaflóru að finna, Rjómabúið á Baugsstöðum. Það er opið um helgar í júlií og ágúst.

Rjómabúið tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952 lengst allra rjómabúa hér á landi.  Á 8. áratug síðustu aldar var það  gert að safni með upprunalegum tækjum og tólum. Byggingin var friðuð með ráðherraákvörðun að tillögu Húsafriðunarnefndar á aldarafmæli búsins árið 2005.

Það verður enginn svikinn af heimsókn í Rjómabúið á Baugsstöðum.  Í júlí og ágúst er opið í rjómabúinu  kl. 13-18 á laugardögum og sunnudögum og hefst sumaropnunin síðasta dag júnímánaðar eða 30. júní.   Á öðrum tímum er hægt að fá að skoða Rjómabúið eftir samkomulagi sjá nánar hér:  http://byggdasafn.is/onnur-sofn/rjomabuid-a-baugsstodum/ read more

Jónsmessuhátíð í blíðskaparveðri

SongurVeðrið lék við gesti og gangandi á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka um síðustu helgi.  Dagskráin hófst með brúðuleikhúsinu við Sjóminjasafnið en síðan komu dagskrárliðirnir hver á eftir öðrum.  Íþróttaæfing var við Húsið á Eyrarbakka um miðjan daginn þar sem tugþrautarkempan Jón Arnar Magnússon sýndi að hann hefur engu gleymt.  Fjölmenni var í kílókeppninni við Sætún og Sæunn og Hörður tóku á móti fjölmörgum gestum í Götuhúsum.  Góð aðsókn var annarsstaðar.  Um kvöldið náði Jónsmessuhátíðin hámarki með fjölsóttri söngstund í Húsinu á Eyrarbakka þar sem þétt var setið í stássstofunni og Heimir Guðmundsson stýrði af röggsemi söng úr börkum viðstaddra.  Við bryggjuna var svo tendrað í báli eftir að Árni Valdemarsson  hafði flutt stutt ávarp og Bakka-bandið spilaði eins lengi og menn entust. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Jónsmessuhátíðinni á laugardaginn var. read more

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

Enn á ný kalla Eyrbekkingar sjálfa sig, nágranna og aðra gestkomandi til Jónsmessuhátíðar á Eyrarbakka. Hátíðin er nú haldin í fjórtanda sinn og enn og aftur er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna.

Að morgni verður boðið upp á dagskrá fyrir unga fólkið þar sem Brúðubíllinn kemur í heimsókn og farið verður í leiki. Söfnin á Eyrarbakka sjá um ratleik og boðið verður upp á hressingu.

Eftir hádegi verður heimboð hjá Sæunni og Hafþóri í Götuhúsum þar sem Hafþór býður fólki að skoða fuglana sem hann gerir svo listilega. Þá bjóða þau Arnrún og Guðmundur á Háeyrarvöllum 8 heim til sín og þar má búast við fjörugum umræðum um fótbolta og annað sem efst er á baugi. read more

Heiðursfélagar og heiðursfararstjórar

heidursfelagarÞrátt fyrir að Þjónustuhús Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka hafi einungis það hlutverk að hýsa innra starf safnsins, skrifstofu, vinnuaðstöðu og aðalgeymslur, kemur einstaka sinnum fyrir að góða gesti ber að garði. Það eru átta ár liðin síðan fimm heiðursmenn komu í heimsókn og áttu gott spjall við undirritaðan safnstjórann. Í lok heimsóknarinnar var þessi fína ljósmynd tekin. Frá því myndin var tekin hafa þeir allir fallið frá.

Þeir komu í heimsókn þann 23. apríl 2004. Í gestabókinni stendur með rithönd fararstjórans Páls Lýðssonar: „Heiðursfélagar Búnaðarsambands Suðurlands með heiðursfararstjórum“. Undir þennan haus skrifa Hjalti Gestsson frá Hæli (1916-2009), Sveinn Skúlason í Bræðratungu (1927-2007), Helgi Ívarsson frá Hólum (1929-2009) og síðast en ekki síst Sigurður Hannesson á Villingavatni sem fæddur var 1926 en verður jarðsunginn í dag 15. júní 2012.  Páll Lýðsson (1936-2008) lét sér nægja að skrifa hausinn enda tíður gestur á skrifstofu sonar síns. read more

„Safnið okkar“ í Barnabæ

Safnid okkar„Safnið okkar“ hefur verið opnað í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar gefur að líta ýmsa muni sem vaskur hópur skólabarna valdi úr safnskosti safnanna á Eyrarbakka og af háalofti skólans. Sýningin er eins og gömul skólastofa og geta gestir skoðað náttúrudeildina, lært að kemba í handavinnu, pikkað á ritvél, lesið um gamla skólann á ströndinni eða farið í skammarkrókinn.

Byggðasafn Árnesinga tekur þátt í Barnabæ Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þessa vikuna. „Safnið okkar“ er opið í dag fimmtudaginn 7. júní og er  á annari hæð skólahússins á Stokkseyri. read more

Skipasmíðar við Sjóminjasafnið

smidad 2012Talið er að um 80 leikfangaskip hafi verið smíðuð við Sjóminjasafnið í dag á sérstökum „smíðadegi“ í tilefni Vors í Árborg. Ungir sem aldnir komu með hamra sína og smíðuðu sinn eigin bát. Allt efni var á staðnum og voru starfsmenn safnsins önnum kafnir í allan dag við að sníða niður efnið í bátana.

Í Sjóminjasafninu eru einnig sýning á skipasmíðaverkfærum og gömlum báts- og skipslíkönum.  Í dag var ratleikur í boði fyrir yngstu safngestina sem féll í góðan jarðveg.  Ekki spillti góða veðrið. Sólin skein á skipasmiðina ungu. read more

Sunnlendingar á Ólympíuleikum

G 13Fjölmenni var við opnun sumarsýningar Byggðasafns Árnesinga Sunnlendingar á Ólympíuleikum sem opnaði föstudaginn 18. maí kl. 18 í Húsinu á Eyrarbakka.  Á sýningunni er greint frá afrekum þeirra Skarphéðinsmanna sem náð hafa þeim árangri að keppa á Ólympíuleikum.

Lítið hefur verið gert af því að minnast og heiðra sérstaklega afreksfólk sem náð hefur því takmarki að keppa á Ólympíuleikum – stærsta íþróttaviðburði heimsins. Með sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bæta úr því. Svo skemmtilega vill til að Sigfús Sigurðsson var fyrstur Sunnlendinga til að keppa á Ólympíuleikum í London 1948, en leikarnir í ár fara einmitt fram í þeirri sömu borg. read more