Gamla jólatréð skreytt

Nemendur 10. bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri komu í heimsókn í morgun 27. nóvember og skreyttu eftirlíkingu af elsta jólatré landsins, jólatrénu frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu smíðaði fyrir prestfrúna Kamillu Briem árið 1873.

Skreytingin gekk mjög vel. Safnstjóri fór á mánudag upp í Snæfoksstaðaskóg og tíndi lyng til að skreyta með.  Að verki loknu voru kakó og smákökur í boði. Síðan skoðaði hópurinn safnið. Meðfylgjandi ljósmynd sýnir hópinn ásamt jólatrénu. read more

Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga 2020

Bókaupplestur, jólaævintýri, gráglettin jól, jólalög og jólasýning Hússins

Það verður nóg um að vera á aðventunni hjá Byggðasafni Árnesinga. Í Húsinu verða skáld, jólaævintýri, ljúfir jólatónar og gömlu jólin. Öllum viðburðum verður streymt á Facebooksíðu Byggðasafns Árnesinga og hér á heimasíðu safnsins.

Sunnudaginn 29. nóvember, klukkan 16:00. Skáldastund í streymi. Rithöfundar lesa úr nýútkomnum verkum sínum í Húsinu á Eyrarbakka. Vilborg Davíðsdóttir les úr skálsögu sinni Undir Yggdrasil, Pjetur Hafstein Lárusson segir frá ljóðabók sinni Undir mánans fölu sigð og fer með nokkur ljóð, Guðjón Friðriksson les úr riti sínu Samvinna á Suðurlandi I-IV, Eyrún Ingadóttir les úr skáldsögu sinni Konan sem elskaði fossinn, Guðmundur Brynjólfsson les úr verki sínu um Eyjólf sýslumann Síðasta barnið og Guðrún Guðlaugsdóttir les upp úr glæpasögu sinni Hús harmleikja en sögusviðið er Eyrarbakki. read more

Hallar að hausti

Góð aðsókn hefur verið að söfnunum á Eyrarbakka, sérstaklega í júlímánuði. Gestir bæði innlendir og erlendir.

Í september verða Húsið, Eggjaskúrinn og Kirkjubær opin um helgar kl. 13-17. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. Í borðstofu Hússins er sýningin um Agnesi Lunn dönsku myndlistarkonuna sem dvaldi mörg sumur í Húsinu í upphafi 20. aldar.

Fröken Lunn kemur í heimsókn

Fröken Lunn kemur í heimsókn

Höggmyndin, Húsið og íslenski hesturinn

Agnes Lunn lengst til vinstri í hópi heimafólks og gesta sennilega árið 1912.

umarsýning Byggðasafns Árnesinga verður opnuð í borðstofu Hússins á Eyrarbakka sunnudaginn 21. júní klukkan 14. Sýningin heitir Fröken Lunn kemur í heimsókn – Höggmyndin, Húsið og íslenski hesturinn. Viðfangsefni sýningarinnar er Agnes Lunn, dönsk myndlistarkona sem setti svip sinn á bæjarlífið á Eyrarbakka í upphafi tuttugustu aldar. Hún dvaldi jafnan sumarlangt í Húsinu í boði Lefolii kaupmanns og vann gjarnan úti við að list sinni og fangaði með henni sitt uppáhaldsviðfangsefni, íslenska hestinn. Sýningarstjóri er Ásgerður Júníusdóttir, Safnasjóður og Uppbyggingasjóður Suðurlands styrktu sýninguna sem stendur til septemberloka. read more

Opið alla daga í sumar!

Söfnin á Eyrarbakka hafa opnað að nýju eftir heimsfaraldur. Þau eru opin alla daga kl. 11 til 18 og eftir samkomulagi. Í ljósi aðstæðna verður ekki boðið upp á viðburði og auglýstar opnanir á sýningar í sumar. Jónsmessuhátíð Eyrbekkinga fellur niður. Sumarsýning opnar um miðjan júní og verður hún kynnt þegar nær dregur.

Hvernig væri að leggja leið sína á Eyrarbakka og heimsækja söfnin? Húsið, með fjölbreyttum sýningum Byggðasafns Árnesinga, er heillandi og sögufrægt kaupmannsheimili þar sem sögð er meira en 200 ára saga verslunar og menningar. Sjóminjasafnið hýsir hið merka áraskip Farsæl og undraveröld fugla og eggja er í Eggjaskúrnum. Í litla almúgahúsinu Kirkjubæ er sýning um byltingatímana þegar rafljós komu í hús og fólk eignaðist útvarp og gúmmístígvél. read more

Lokað á tímum Covid-veirunnar

Að tilmælum sóttvarnarlæknis hefur sýningum safnsins í Húsinu, Sjóminjasafninu, Kirkjubæ og Rjómabúinu verið lokað þar til annað verður ákveðið. Húsið verður því lokað um páskana og sýning sú sem fyrirhugað var að setja upp verður síðar. Stefnt er að því að almenn opnun verði 1. júní næstkomandi og jafnframt opnar ný sýning í borðstofu um list Agnesar Lunn.

Meðfylgjandi er tilkynning frá Safnaráði um lokun safna.

Á meðan á þessu stendur er unnið að faglegu innra starfi við safnið og ber þar hæst skráningu aðfanga síðustu ára. read more

Vetrarfréttir af Byggðasafni Árnesinga

Yfir háveturinn er safnið opið eftir samkomulagi og tekið á móti hópum stórum og smáum, erlendum sem innlendum. Opið verður um páskana og svo hefst sumaropnun 1. maí. Kastljósinu er yfir vetrartímann beint að innri málum safnanna og er þar af nógu að taka um þessar mundir.

Stjórn Byggðasafns Árnesinga fundaði þann 14. janúar sl. og var fundarefnið margvíslegt. Þar var meðal annars fjallað um ráðningu nýs safnvarðar en Linda Ásdísardóttir réð sig til Þjóðminjasafns Íslands í haust. Í fundargerð segir: „Staða safnvarðar. Starfið var auglýst í fjölmiðlum í byrjun nóvember með umsóknarfresti til 1. desember. Það bárust 25 umsóknir. Sex vel hæfum umsækjendum var boðið viðtal við safnstjóra. Stjórn safnsins var á meðan á ferlinu stóð haldið upplýstri um stöðu mála. Ákveðið var að bjóða Ragnhildi Elísabetu Sigfúsdóttur íslenskufræðingi og nema í safnafræði starfið og mun hún koma til starfa 2. mars næstkomandi. Stjórn Byggðasafns Árnesinga staðfestir ráðninguna og býður Ragnhildi velkomna til starfa.“
read more

Jólakveðja

Byggðasafn Árnesinga sendir öllum gestum, velunnurum og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Lóur syngja

Sönghópurinn Lóur syngur nokkur falleg jólalög sunnudaginn 15. desember kl. 15  í Húsinu á Eyrarbakka og munu þær svo sannarlega fylla Húsið af fögrum jólatónum.

Safnið er með sérstaka jólaopnun í desember og þessa komandi helgi er opið bæði laugardag og sunnudag frá 14 til 17 og enginn aðgangseyrir. Kaffi og konfekt í boði. Gestum gefst jafnframt gott tækifæri til að skoða jólasýningu safnsins þar sem gömul jólatré eru í forgrunni. Elsta varðveitta jólatré landsins er spýtujólatré frá Hruna sem var smíðað árið 1873. Nú er nýsmíðuð eftirlíking af Hrunatrénu til sýnis og var þetta árið fallega skreytt af krökkum í 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þetta eru síðustu dagar í séropnun safnsins fyrir þessi jól en alltaf má panta séropnun fyrir hópa stóra sem smáa og skólabörn eru sérlega velkomin. Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga. read more

Jólalög spiluð á lírukassaJólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin helgina 7.-8. desember kl. 14-17. Kaffi og konfekt í boði og ókeypis aðgangur. Sunnudaginn 8. desember kl. 15 kemur Björgvin Tómasson orgelsmiður með lírukassa sinn og spila á hann jólalög. Mega allir taka undir. Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.