Byggðasafn Árnesinga

Jólakveðja

Byggðasafn Árnesinga sendir hugheilar jóla- og nýárskveðjur til allra velunnara sinna og starfsmanna. Árið 2020 var fordæmalaust ár. Vonandi verður næsta ár gæfuríkara.

Fróðleg, endurnærandi og stórskemmtileg fjölskyldustund

Fróðleg, endurnærandi og stórskemmtileg fjölskyldustund

Mæðgurnar, Eva María Jónsdóttir og Sigríður Sigurpálsdóttir Scheving, sögðu frá hinum gömlu og gráglettnu jólum í streymi á Byggðasafni Árnesinga sl. sunnudag. Stundin var ljúf, fræðandi og verulega skemmtileg. Mæðgurnar töfruðu fram hina ýmsu jólaþræði fortíðar í...

Er Grýla grænmetisæta?

Ævintýrið um Augastein er hugljúft jólaævintýri þar sem sögusviðið er gamla bændasamfélagið. Í ævintýrinu er að finna skýringuna á því hvers vegna íslensk börn eiga þann skemmtilega sið að setja einn skó út í glugga þrettán nóttum fyrir jól. Hver hefur ekki velt því...

Gamla jólatréð skreytt

Nemendur 10. bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri komu í heimsókn í morgun 27. nóvember og skreyttu eftirlíkingu af elsta jólatré landsins, jólatrénu frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu smíðaði fyrir prestfrúna Kamillu Briem árið 1873. Skreytingin gekk...

Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga 2020

Bókaupplestur, jólaævintýri, gráglettin jól, jólalög og jólasýning Hússins Það verður nóg um að vera á aðventunni hjá Byggðasafni Árnesinga. Í Húsinu verða skáld, jólaævintýri, ljúfir jólatónar og gömlu jólin. Öllum viðburðum verður streymt á Facebooksíðu Byggðasafns...

Hallar að hausti

Góð aðsókn hefur verið að söfnunum á Eyrarbakka, sérstaklega í júlímánuði. Gestir bæði innlendir og erlendir. Í september verða Húsið, Eggjaskúrinn og Kirkjubær opin um helgar kl. 13-17. Á öðrum tímum eftir samkomulagi. Í borðstofu Hússins er sýningin um Agnesi Lunn...

Fröken Lunn kemur í heimsókn

Fröken Lunn kemur í heimsókn Höggmyndin, Húsið og íslenski hesturinn Agnes Lunn lengst til vinstri í hópi heimafólks og gesta sennilega árið 1912. Sumarsýning Byggðasafns Árnesinga verður opnuð í borðstofu Hússins á Eyrarbakka sunnudaginn 21. júní...

Opið alla daga í sumar!

Söfnin á Eyrarbakka hafa opnað að nýju eftir heimsfaraldur. Þau eru opin alla daga kl. 11 til 18 og eftir samkomulagi. Í ljósi aðstæðna verður ekki boðið upp á viðburði og auglýstar opnanir á sýningar í sumar. Jónsmessuhátíð Eyrbekkinga fellur niður. Sumarsýning opnar...

Lokað á tímum Covid-veirunnar

Að tilmælum sóttvarnarlæknis hefur sýningum safnsins í Húsinu, Sjóminjasafninu, Kirkjubæ og Rjómabúinu verið lokað þar til annað verður ákveðið. Húsið verður því lokað um páskana og sýning sú sem fyrirhugað var að setja upp verður síðar. Stefnt er að því að almenn...

Vetrarfréttir af Byggðasafni Árnesinga

Yfir háveturinn er safnið opið eftir samkomulagi og tekið á móti hópum stórum og smáum, erlendum sem innlendum. Opið verður um páskana og svo hefst sumaropnun 1. maí. Kastljósinu er yfir vetrartímann beint að innri málum safnanna og er þar af nógu að taka um þessar...