Listahátíðin Hafsjór – Oceanus vorið 2022

Sumarsýning Byggðasafn Árnesinga verður með óhefðbundnu sniði á þessu ári þar sem listamenn frá níu löndum munu umbreyta algjörlega sýningarrýmum safnsins með sköpun sinni á listahátíðinni Hafsjór – Oceanus. Listahátíðin sem stendur yfir frá 15. maí til 15. júní er samstarfsverkefni safnsins og Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur listamanns sem er jafnframt sýningarstjóri hátíðarinnar. Sýningarnar munu standa allt sumarið fram á haust.

Listafólkið kemur frá Japan, Suður-Kóreu, Mauritius, Póllandi, Litháen, Taiwan, Mexikó, Kanada og Íslandi og munu blása lífi í allt samfélagið. Þau munu vinna verk sín á staðnum í alls kyns skemmum og skúrum og sækja innblástur bæði úr nærsamfélaginu og úr safninu sjálfu. Saga og menning Eyrarbakka og nágrennis fær mögulega nýja túlkun í meðförum erlendra listamanna. Opnunarhátíð verður helgina 10.-12. júní en opnar vinnustofur, listasmiðjur og fyrirlestrar verða einnig hluti af hluti af hátíðinni og liður í að tengja saman gesti og listamenn. Leitast verður við að draga sem flesta til samstarfs eins og grunnskóla, leikskóla, félagasamtök í þorpinu og jafnvel fangelsið Litla-Hraun.

Á Hafsjó verður „Off Venue“ dagskrá og er vonast til að listamenn og hagleiksfólk á Eyrabakka muni opna dyrnar sínar fyrir gestum.

Listamaðurinn og textílhönnuðurinn Ásta V. Guðmundsdóttir er forgangsmaður listahátíðarinnar. Hún lærði í Þýskalandi og vann mörg ár sem hönnuður áður en hún sneri sér alfarið að listsköpun. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, listahátíðum og vinnustofum víðsvegar bæði á Íslandi og erlendis. Nú er Ásta búsett í Skúmstaðarhverfinu á Eyrarbakka þar sem hún er með vinnustofu.

Tilgangur hátíðarinnar er að efla listsköpun á svæðinu, mynda tengsl við aðra menningarheima og fá sýn annarra á samfélagið hér við sjávarsíðuna.

Hafsjór – Oceanus International Residence and Art Exhibition, spring 2022

This year‘s summer exhibition at the Árnessýsla Heritage Museum will be different from usual: artists from nine countries will transform the museum’s exhibition spaces with their diverse creations in the Hafsjór – Oceanus International Residence and Art Exhibition. The arts festival, which will take place from 15 May to 15 June, is a collaborative project between the Heritage Museum and artist Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, who is also curator of the festival. The exhibitions will remain open all summer, until the autumn.  

The artists, from Japan, South Korea, Mauritius, Poland, Lithuania, Taiwan, Mexico, Canada and Iceland, will bring a breath of fresh air to the community. They will make their works in situ, in sheds and all sorts of spaces around the village, seeking inspiration in the local community and the museum itself.

The history and culture of Eyrarbakki and its surrounding district may receive an entirely new interpretation at the hands of the visiting artists. An opening festival will be held on the weekend of 10-12 June, and open studios, art workshops and lectures will also form part of the programme, offering visitors and artists opportunities to connect. The aim is to achieve broad collaboration by reaching out to local bodies such as schools, preschools and societies in the village, and even the nearby prison at Litla-Hraun.

Hafsjór-Oceanus will include a programme of off-venue events, and the organisers envisage artists and makers in Eyrarbakki welcoming visitors in.

Artist and textile designer Ásta V. Guðmundsdóttir is the organiser of the festival. After studying in Germany, she worked for many years as a designer before turning all her energies to art. She has held solo shows and taken part in many group exhibitions, arts festivals and workshops, both in Iceland and abroad. Ásta now lives in the  Skúmstaður district of Eyrarbakki, where she has her studio.

The aim of the festival is to promote artistic creation in the area, to form connections with other cultures, and to elicit the perspective of others on this seaside community.