Myntsýning og Beitningaskúrinn

maí 16, 2017

HádegisleiðsögnÍ tilefni af Íslenska safnadeginum fimmtudaginn 18. maí býður safnið gestum uppá hádegisleiðsögn. Síðdegis verður Beitningaskúrinn opinn þar sem sýnd verða handbrögðin við beitingu.

Hádegisleiðsögnin verður í Húsinu í umsjón Þorsteins Tryggva Mássonar héraðsskjalavarðar á sýninguna Á því herrans ári og hefst kl. 12.00. Á sýningunni sem er samstarfsverkefni safnsins og Héraðsskjalasafns Árnesinga er varpað nýju ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum. Aðgangur ókeypis á leiðsögn.

Í Beitingaskúrnum við sjógarðinn verður beitt í bala frá 17.00 – 19.00. Þá gefst gestum bæði færi á að sjá vana menn þá Siggeir Ingólfsson og Björn Inga  Bjarnason að störfum sem og skoða sjálfan skúrinn. Léttar veitingar  í boði og aðgangur ókeypis.