Nýr ratleikur á fyrsta degi sumars

apr 18, 2018

Eyrarbakki 20110911 082Nýr ratleikur verður í boði fyrir gesti safnsins á hátíðinni Vor í Árborg. Leikurinn fer með gesti um öll safnhús Byggðasafnsins sem eru Húsið, Eggjaskúr, Kirkjubær og Sjóminjasafn. Upplagt er fyrir fjölskylduna að heimsækja safnið með ratleikinn sem leiðarvísi. Þeir sem mæta með vegabréf fá stimpil frá okkur en einnig er hægt að nálgast vegabréf hjá okkur. Safnið er opið kl. 13 – 15  á fimmtudaginn 19. apríl (sumardaginn fyrsta) og þar á eftir er opið kl.  14 – 17 frá föstudegi fram að sunnudegi. Heitt er á könnunni og verið hjartanlega velkomin.