Nýtt merki Byggðasafns Árnesinga

nóv 19, 2021

Tekið hefur verið í notkun nýtt einkennismerki fyrir Byggðasafn Árnesinga. Sylvía Kristjánsdóttir grafískur hönnuður á Eyrarbakka hefur hannað nýja merkið.  Það táknar bátinn Farsæl og glugga safnahúsanna. Brátt má sjá þetta nýja merki á öllum safnahúsum, öllu bréfsefni, heimasíðu og á auglýsingum og merkingum safnahúsa.