Rjómabúið á Baugsstöðum                   (English below)

F1000012Eina rjómabúið sem stendur eftir með öllum búnaði er rjómabúið á Baugsstöðum, skammt frá Stokkseyri. Það var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum og var búinu valinn staður við Þórðarker við Baugsstaðaá. Jón Gestsson í Villingaholti sá um smíði hússins, 1500 metra langur skurður var grafinn úr Hólavatni og voru vélar búsins knúnar með vatni frá vatnshjóli. Rjómabúið tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952, lengst allra rjómabúa á Íslandi, en þegar best lét voru hátt á þriðja tug rjómabúa starfandi víða á landinu. Í rjómabúunum var framleitt smjör, ostur og annað úr rjóma sem bændur færðu til búsins. Mestur hluti framleiðslunnar var seldur til Englands sem “Danish butter”. Fyrir tilstuðlan síðustu rjómabússtýrunnar, Margrétar Júníusdóttur, og aðstoðarkonu hennar Guðrúnar Andrésdóttur, tókst að halda áhöldum og húsnæði Baugsstaðarjómabúsins við. Árið 1971 var stofnað varðveislufélag um rjómabúið á Baugsstöðum. Frá 1975 hefur rjómabúið á Baugsstöðum verið opið almenningi sem safn. Tæki þess eru upprunaleg og eru þau ef allar aðstæður eru fyrir hendi gangsett fyrir gesti.

rjomabu innaRjómabúið á Baugsstöðum er opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst kl. 13-18 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Tekið er á móti hópum með lágmark dags fyrirvara. Allar nánari upplýsingar um rjómabúið gefur Lýður Pálsson safnstjóri í síma 891 7766. Uppl. einnig á skrifstofu Byggðasafns Árnesinga sími  483 1082.

Rit:  Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára e. Helga Ívarsson og Pál Lýðsson (Selfoss 2005)      – Fæst í Rjómabúinu, í Húsinu á Eyrarbakka, á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands að Austurvegi 1, Selfossi og í Sunnlenska bókakaffinu.

(Meðf. ljósmyndir: Gunnar Sigurgeirsson/Filmverk)

 

Baugsstaðir Creamery

The only creamery in Iceland still with its original equipment is at Baugsstaðir farm, 6 kilometers east from Stokkseyri Village on the south coast. It was founded in 1904 by 48 farmers from Stokkseyri and its neighbourhood.  The Creamery began operating in 1905 and continued until 1952, longer than any other creamery in Iceland. Over 30 such creameries were in operation in Iceland at one time. Baugsstaðir produced butter, cheese and other cream product’s which the farmers brought to the creamery. The main part of the products were sold to England as “Danish butter”.

In 1971 a preservation society for the Creamery at Baugsstaðir was founded. The creamery has been open to the public during the summer since 1975.

Open on saturdays and sundays in Juli and August at 13-18. And by appointment, please call +354 483 1082.