Fornleifarannsóknir
Frá 2004 til 2010 var starfrækt fornleifadeild við Byggðasafn Árnesinga. Aðalverkefni deildarinnar var skráning fornleifa í Sveitarfélaginu Árborg. Vorið 2008 gaf safnið út áfangaskýrslu sem inniheldur fornleifaskráningu á ríflega helmingi af Sandvíkurhreppi hinum forna og öllu landi utan ár. Auk fornleifaskráningar í Árborg tók fornleifadeildin að sér skráningarverkefni vegna framkvæmda þar sem skrá þurfti fornleifar. Deildin var jafnframt í margvíslegum samstarfsverkefnum. Fornleifaskráning í Árborg lá niðri í rúman áratug en árið 2021 samdi sveitarfélagið við Fornleifastofnun Íslands ses um áframhald skráningarinnar.
Nánari upplýsingar um fornleifar og fornleifaskráningu gefa Minjavörður Suðurlands og Minjastofnun Íslands. www.minjastofnun.is.