Safnahelgi á Suðurlandi 1. – 2. nóvember – dagskráin okkar

okt 27, 2014

Safnahelgin 1. -2. nóvember

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka taka þátt í Safnahelgi á Suðurlandi. Hér gefur að líta dagskrána okkar.

Laugardagur 1. nóvember

Kl. 12.00 Sjómannslífið áður fyrr.

Siggeir Ingólfsson fer með gesti í gönguferð frá Sjóminjasafni að beitningaskúr og segir frá sjómannslífinu við ströndina.

 

kl. 15.00 Hús og tónar OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld færir gestum ljúfa tónlist um hús og fugla á þessu síðdegi. Dagskráin skiptist í tvo hluta. Fyrst verður flutt tónlist Elínar úr heimildarmynd um Húsið og verður sá flutningur studdur með textum og myndum úr bókinni Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson. Flytjendur eru: Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Sigurður Halldórsson, selló og Örn Magnússon, píanó.

Í seinni hluta dagskrár syngur Gissur Páll Gissurarson tenór fuglalög eftir Ingunni Bjarnadóttur við undirleik Arnar Magnússonar. Ljóðin eru eftir Kára Tryggvason en bæði hann og Ingunn tilheyrðu skálda- og listamannanýlendu Hveragerðisþorps á 20. öld. Lög Ingunnar eru útsett af Elínu Gunnlaugsdóttur. Um leið og lögin verða sungin verða sýndar nýjar fuglamyndir eftir myndlistarmanninn Hall Karl Hinriksson. Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurlands.

 

Sunnudagur 2. nóvember

kl. 14.00 Vesturfarasýning opnuð í Assistentahúsinu.

Ný sýning um Vesturfara frá Suðurlandi opnar á efri hæð Assistentahúsins. Sagt verður frá fyrstu ferðum og fólkinu sem skildi eftir eftir sig fallega muni sem eru í vörslu Byggðasafns Árnesinga. Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Safnaráði.

kl. 15.00 Kartöfluuppskera Hússins til sýnis og smökkunar.

Gestir geta gætt sér á kartöfluköku sem er bökuð úr kartöflum úr Húsinu og dreypt á kaffi. Einnig má grípa með sér bláa íslenska kartöflu í útsæði, fyrstu kemur fyrstur fær.

 

kl. 16.00 Bókin Húsið á Eyrarbakka – útgáfuhátíð.

Í sumar kom úr prentun bókin Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson safnstjóra. Bókin upplýsir um sögu, mannlíf og þróun Hússins á Eyrarbakka frá 1765 til dagsins í dag. Í tilefni útgáfunnar er boðið til útgáfusamsætis í Húsinu og þar sem Lýður mun kynna bókin og lesa upp. Bókin verður til sölu á sérstöku kynningarverði. Hún er í stóru broti, prýdd fjölda ljósmynda, litprentuð og á 80 síðum. Sylvía Kristjánsdóttir sá um hönnun og umbrot en Oddi prentaði. Byggðasafn Árnesinga gefur bókina út. Sérstakir gestir eru rithöfundarnir Bjarni Harðarson og Guðmundur Brynjólfsson sem kynna munu nýjar bækur sínar. Léttar veitingar verða í boði að upplestri loknum.

 

Á safnhelgi eru síðustu forvöð að skoða sýninguna Ljósmóðirin sem er í borðstofu Hússins.

Nánar um dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi sjá www.sudurland.is